Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

OTH byrjar á S´kjá Einum 26.janúar! (2 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Já, One Trre Hill byrjar aftur hér á Skjá Einum 26.janúar, sem er mánudagur! Sá það í auglýsingu á Skjá Einum! :D HLAKKA TIL!!

Vanessa og Maureen (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Vá hvað það er yndislegt að sjá Maureen svona oft þó hún sé dáin:) Elska þetta með hana og Vanessu, er viss um að Vanessa berjist og lifi eftir þetta, eftir að sjá hvernig lífið yrði án hennar, líf Dinuh, Matt og Bill. Hræðilegt að sjá Dinuh og í fyrsta sinn sem maður sér Matt (og Dinuh) reykja. Svo slysið, fötlunin og brúðkaupið sem gæti alveg eins verið jarðarför. En ég skemmti mér samt smá við að horfa á þetta því þetta minnti mikið á It´s A Wonderful Life, sem er ein af uppáhalds...

Elvis Presley 73 ára (1 álit)

í Fræga fólkið fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Elvis Presley hefði orðið 73 ára í dag ef hann væri ennþá lifandi. Til minningar um hann vil ég óska honum til hamingju. Til hamingju með afmælið, King of Rock n´Roll:)

Tveir Leiðarljósþættir á föstudaginn (7 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Var að sjá á textavarpinu að það eru tveir Leiðarljósþættir á föstudaginn, allavega einn kl.15:55 og kannski annar kl.16:35. Það stendur að þetta séu endurteknir þættir úr vikunni, en ég ætla að gá til að vera viss. Þetta er nú mjög fáránlegt ef þetta er satt að endurtaka á föstudögum í staðinn fyrir þátt þá, það eru líka sko tveir á laugardaginn frá 10:30 til 12. Allavega, bið alla að tékka þá þessu svo enginn sé að missa af þætti:) Bætt við 10. janúar 2009 - 13:05 Já, þeir voru...

EastEnders (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hæhæ. Ætlaði að tileinka þessum korki bresku sápuóperunni EastEnders. EastEnders eru sýndir á BBC Entertainment kl.13:50 og 17:50 (alltaf verið að breyta tímanum samt). Svo ef það er e-r sem langar að sjá þá vita þeir að þeir eru á þessum tíma á BBC (þeir sem eru með Digitalið). Ég byrjaði að horfa á þá í apríl í fyrra (um sama leyti og kona að nafni Tanya graf manninn sinn Max lifandi, þó hún hafi hætt við á endanum). Vissi ekki mikið um þá og var doldinn tíma að komast inní þetta, en þegar...

LFMB Bloopers :) (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hæhæ:) Langaði bara að deila með ykkur nokkru sem ég sá á YouTube, La Fea Más Bella bloopers (mistök og ýmislegt úr LFMB) ;) Þetta er á DVD disknum sem er hægt að fá í Mexíkó, Bandaríkjunum og fleiri löndum, ekki hér samt. 1.hluti http://www.youtube.com/watch?v=9x9qsZoiBX4 2.hluti http://www.youtube.com/watch?v=j0Wwy9IEofA 3.hluti http://www.youtube.com/watch?v=0cGW0591Lk4&feature=related 4.hluti http://www.youtube.com/watch?v=5wpT5esd6fo&feature=related Gjöriði svo vel:)

SPOILERAR - MEIRA FRAMHALD! (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
SPOILERAR Í LFMB!! Já, ég hætti síðast þegar Fernando fór til New York og Marcia fór til London, og Ferni bað Omar um að kíkja eftir Lety á meðan og halda Aldo frá henni. Hér kemur kaflinn sem kallast “Aurora”. Fernando er í New York og reynir að ná taxi þegar hann rekst á fallega konu sem heitir Karla, en þau fara sínar leiðir. Fernando tekur taxi-inn og hittir fólk sem tengist viðskiptum til að tala við þau um þetta sælkera/matarverkefni Aldos í Conceptos. Hann verður hissa þegar hann sér...

Oliver (8 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Hverjum öðrum finnst Oliver ganga ALLTOF langt yfir strikið? Ég meina það, að taka forræðið af Carmellu útaf Marco getur ekki eignast börn! Ok, hann hefði átt að segja henni það strax, en ég skil alveg af hverju hann gerði það ekki, sérstaklega þar sem fyrri konan hans fór frá honum út af þessu. En að saka hann um að vera með henni bara út af Chloe? Það var líka móðgun við aumingja Carmellu, að hann geti ekki verið hrifinn af henni sjálfri… ég þoli ekki Oliver akkúrat núna!

Leiðarljós fellur niður enn og aftur... :( (7 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ok, nú er ég orðin ROSA þreytt á þessu! Nú fellur Leiðarljós niður út af e-m fundi á Alþingi! Í alvöru, hver nennir að horfa á e-a karla tala um pólitík í 4 og hálfan tíma í sjónvarpi???? Ekki ég! Hlakkaði svo til að horfa á það, sérstaklega eftir the happy ending hjá öllum nema Michelle :) Var að vona að það myndi frekar ekki vera á morgun því ég er að fara í stærðfræðipróf á miðvikudaginn… :(

Jólin:) (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Æ hvað ég fór að hlakka geðveikt til jólanna þegar Leiðarljós endaði í dag (eða gær)! Ég fylltist af svo miklu jólaskapi við að heyra Jerry Ver Dorn og alla leikarana og GL fólkið með mökum og börnum sínum segja ,,Happy Holidays!“ og allir að veifa í 4 mínútur eða e-ð og Let It Snow spilað undir…. Ég var komin í smá jólaskap en núna er ég komin í ennþá meira jólaskap!! :D Hver ætli þessi fjársjóður sé sem ”jólasveinninn“ gaf Cassie, Tammy og Lewisfólkinu….?? Vona að Hart fái kjark til að...

Blake haha! (9 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Æ, hún Blake er svo mikið æði! Elskaði þegar hún þóttist vera með krampa í maganum… Hart hefði hvort sem er ekki orðið happy ef hann hefði gifst henni… hann var bara að gera það til að efna loforðið til Vanessu, það er ekki rétt ásdtæða til að gifta sig… Greyið Dinah, en hnu getur bara sjálfri sér um kennt… Hver annar er orðinn þreyttur á Dinuh??? Ég þoli þessa konu ekki! Fyndið að þau eru svo gift í alvöru, þegar þau eru algjörar andstæður i þáttunum! ;)

Afmæli :) (19 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Angélica Vale (Lety) á afmæli í dag:):) Hún er 33 ára, svo hún fæddist 11.nóvember 1975 ;) Til hamingju!! :D:D Hér er myspace síða ef þið viljið óska henni til hamingju: http://www.myspace.com/angelicavaleusa (Amerísk fan síða, svo eru líka til aðrar) Angélica leikur Leticiu Padillu Solís í La Fea Más Bella, og fyrir þá sem vita ekki er Angélica Maria (Julieta) mamma hennar í alvöru, svo þær eru mæðgur í þáttunum og í alvöru:) Var líka að lesa í gær doldið skemmtilegt á tyrkneskri Angélicu...

SPOILERAR framhald :D (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Hér er framhald af spoilerum í LFMB: Miklar breytingar í Conceptos ofl. Lety snýr aftur til Mexico City með sjóskelina sem Aldo gaf henni og mynd af þeim, stolt, sjálfsörugg og pottþétt breytt. En ástandið breytist mikið í Conceptos, nefndin sér enga aðra lausn nema að greiða upp hlutabréfin sín til að halda fyrirtækinu á floti og að biðja Lety EKKI að gefa þeim það aftur, til að forðast gjaldþrot. Humberto og lögmenn hans sjá enga aðra leið en að gera Lety að forstjóra Conceptos. Þau láta...

Rick:) (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Rick Forrester is now being played by…. Kyle Lowder!! Já, Rick er kominn. Haha fyndið að sjá hann með langt hár… ég er orðinn vön honum samt því ég er búin að horfa á þættina úti í 1 ár ;) En það er samt svo skrýtið að sjá hann sem Rick, hann er miklu fullorðinslegri en Justin Torkildsen t.d. Fyndið að sjá hvað hann þolir ekki Ridge.. ég er svo sammála honum!! Og straumarnir á milli Ricks og Phoebe…;) Annars, áfram Forrester Originals!! Þó Nick sé alveg ágætur fyrir utan að taka Forrester...

Spoiler um Didge og Dec!! (10 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
SPOILER ÚR NÝJUSTU ÞÁTTUNUM!!! Didge er ólétt eftir Declan!! Didget njóta ásta eftir undanúrslitaleik Dingoes næstum og 2 mánuðum seinna kemst hún að því að hún er ólétt!!! Didge, Rachel og Donna (sem á eftir að koma eftir u.þ.b. 3 mánuði) taka allar óléttupróf, en próf Didge er það eina sem er jákvætt! Hún segir Rebeccu það sem styður hana alveg og föstudagsþátturinn endaði á að hún sagði Declan það!! Nú er bara að sjá hvernig hann tekur því, en miðað við promo-ið úr næstu viku á hann eftir...

SPOILERAR!! (7 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hæhæ:) Hér koma nokkrir spoilerar til gamans: - Janae fer til Cairns til mömmu sinnar, Allan og Bree því hún telur það rétta í stöðunni. Hún og Ned hætta saman. - Carmella fer á eftir Marco til Perth og kemst að því að hann getur ekki eignast börn (sem var aðalástæðan fyrir því að konan hans fór frá honum held ég). Þau byrja aftur saman og eftir að Harold fer flytur Marco þar sem hann átti heima og Carmella með Chloe stutt á eftir. En Oliver fer að mislíka við Marco og í skírn Chloe fer allt...

Frank Grillo í C.S.I: New York:) (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Enn og aftur sá ég manneskju í C.S.I: NY sem ég kannaðist við, og í þetta sinn var það Frank Grillo (Hart) í þættinum í gærkvöldi. Hann lék gestahlutverk þar og fyrst var ég bara ,,ha, leikur hann vonda gæjann???“ en svo var ekki:) Jú, hann drap þennan Bobby Toole en bara til að verja bróður sinn, og svo var hinn bróðir hans morðinginn, þessi ”3:33 caller“ hans Mac, sem var gaurinn sem var að eltast við Stellu. Mér fannst hann nú alltaf doldið grunsamlegur en datt auðvitað ekki í hug að hann...

Roy :) en Abby :( (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Jæja, hann dó… Rick reyndi að gera allt sem hann gat, en það var ekki nóg… ég hefði brosað ef Abby myndi ekki vera ákærð fyrir manndráp af gáleysi eða e-ð (þetta var nú ekki planað). Aumingja Ross að þurfa kæra hana, ætli hann geti það…? Þoli ekki Ben!! En hvað var Frank að tala um að vonandi finnst spólan, hélt að það væri ekkert gott fyrir hana, nema að svipurinn á henni sjáist, þ.e.a.s að hún vissi ekki hvað hún var að gera. Og greyið Michael, ein mistok og bara þú ert rekinn! Vona að það...

Afmæli (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Mackenzie Mauzy (Phoebe) átti afmæli 14.október og varð tvítug:) Og Mario Lopez (sem lék Dr.Christian Ramírez, bróðir Hectors) varð 35 ára 10.okt. :) Og söngvarinn Usher (sem lék Raymond fyrst, sem Amber var alltaf með og vissi ekki hovrt hann eða Rick væri pabbi Erics litla) var 30 ára líka 14.okt. :)

Afmæli:) (5 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hæhæ:) Langaði bara að segja að Eliza Taylor-Cotter (Janae) á afmæli í dag og er 19 ára:) Til hamingju Eliza :D Svo eru nokkrir aðrir sem eru nýlega búinir að eiga afmæli, eins og Jesse Rosenfeld (Marco) varð 25 ára föstudaginn 17.október, Sam Clark (Ringo) varð 21 árs 18.október og Dan O´Connor (Ned) varð 30 ára í gær:) Svo á Stefan Dennis afmæli á fimmtudaginn (30.okt.) og verður 60 ára :D Ætla kannski að gera svona afmæliskorka í framtíðinni, það er gaman, er það ekki? ;) Bætt við 24....

Abby! Þátturinn 23.október ! (7 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Get ekki beðið eftir þættinum á morgun!! Ég myndi vilja að hann myndi deyja bara, en út af Abby vona ég ekki, því hún verður kærð fyrir morð, meina það sáu þetta allir! Hún hefur alveg flippað bara, skil það alveg, sérstaklega eftir það sem hann sagði fyrr í þættinum. Ég var búin að lesa um þetta, og ímyndaði mér hvernig þetta yrði, en ímyndaði mér það aldrei svona, eða svipað en samt ekki alveg… ég var með hnút í maganum síðustu 10 sekúndurnar! Get ekki beðið þar til á morgun!! En ég er...

Ally! (7 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Vá, ég trúi ekki að Taylor hafi keyrt á Ally líka! auðvitað ekki viljandi, en það hlýtur að vera að hún nái að stoppa, vonandi! Skil Ally alveg, skil samt ekki af hverju hún klippti kjólinn sem Darla átti…. en skil ekki heldur hvernig Taylor datt í hug að fara að keyra um kvöld í þokunni í þessum aðstæðum, sérstaklega eftir það sem gerðist. Ég held að Taylor sé með Thorne útaf sektarkennd, held hún elski hann ekki þannig…. hvað finnst ykkur?

SPOILERAR!! :D (4 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hér koma smá SPOILERAR: Aldo og Lety verða góðir vinir og Aldo lagar sjálfsálit Lety og kennir henni að umbúðirnar skipta ekki öllu máli, heldur innihaldið. En hann verður ástfanginn af henni, þó hún sé ennþá ástfangin af Fernando og heima í Mexíkó getur Fernando ekki gleymt Lety. Á meðan er Conceptos í miklum peningavandamálum og það halda allir að Lety vilji eiga bæði Conceptos og Filmo Imagen, og það lætur Fernando hugsa hovrt hún sé þess virði að elska. Tomás hringir í Lety og biður hana...

Aldo er kominn!!! (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Já, hann er kominn, allt að gerast bara:) Er ekki búin að sjá þáttinn í dag en í gær bjargaði hann Lety frá drukknun, algjör hetja bara:D En æ, vorkenni Fernando pínu…. það var svo sætt þegar Saimon sagði að hann væri alltaf forstjóri í hans augum:) Skrifa bráðum spoilerkork um Aldo og sumt sem á eftir að gerast, en GL er að fara að byrja (vonandi) og svo er ég upptekin í allt kvöld eiginlega…;)

LFMB núna! (0 álit)

í Sápur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Vá, ég get ekki beðið þar til á mánudaginn!! Þetta er svo spennó núna:):) Æ greyið Lety…:( Ég get samt ekki annað en vorkennt Fernando líka. Þó að það sem hann og Omar gerðu var rangt þá er hann samt orðinn alvöru ástfanginn af henni og ég fór að gráta þegar tár Fernando luku niður… Þetta er erfiður tími núna fyrir hann, og alla bara. En það var gott að Marcia hafi hætt við brúðkaupið, það hefði átt að vera löngu búið að því. Þó að hún sé reið núna elskar hún hann, en hann hefur aldrei...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok