Vá hvað það er yndislegt að sjá Maureen svona oft þó hún sé dáin:) Elska þetta með hana og Vanessu, er viss um að Vanessa berjist og lifi eftir þetta, eftir að sjá hvernig lífið yrði án hennar, líf Dinuh, Matt og Bill. Hræðilegt að sjá Dinuh og í fyrsta sinn sem maður sér Matt (og Dinuh) reykja. Svo slysið, fötlunin og brúðkaupið sem gæti alveg eins verið jarðarför.
En ég skemmti mér samt smá við að horfa á þetta því þetta minnti mikið á It´s A Wonderful Life, sem er ein af uppáhalds myndunum mínum! Það eina öðruvísi var að þetta var í framtíðinni (hvernig lífið myndi vera án hennar) en hitt var í fortíðinni (hvernig lífið hefði verið án hans).

Vonum að þetta virki til að Vanessa berjist fyrir lífi sínu! :D

Bætt við 15. janúar 2009 - 14:20
Og þessi Maureen sem ég er að tala um er auðvitað sú eldri, mamma Michelle og vinkona Vanessu:)