Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tvíhyggja og hringrás tímans

í Dulspeki fyrir 19 árum
Ég er sammála mörgu sem kemur fram í grein Drebenson og töluverðu af gagnrýninni sem fram hefur komið, einkum hjá Fabilíusi. Þó að tvíhyggjan sé rót meinsins sem skilningstré góðs og ills gat af sér, finnst mér þó að menn megi ekki skjóta yfir markið, því tvíhyggjan hefur einnig sitt hvað til síns ágætis. Til að mynda liggur hún til grundvallar rökhyggjunni, sem vísindi og tækni og önnur gæði efnishyggjunnar eru leidd af. Ef tvíhyggjan héldi sér innan sinna marka þar sem hún á við þá gerir...

Re: Móðurgyðjan

í Dulspeki fyrir 19 árum
Heyrðu nú doktorsfíflið þitt og apakötturinn þinn. Nú er nóg komið meinfyndnu og ósvífnu athugasemdum þínum við greinum mínum og annarra. Þú og þínir líkar voruð hirðfífl á miðöldum og speglar samtímans þar sem ykkur einum leyfðist að orða það sem aðrir hugsuðu sökum einræðisvalds og kúgunar ríkjandi stétta. Háðfyndnar ádeilur þínar á allt sem heilagt er á sér einhvers konar samsvörun í alter egó mínu, þ.e. skugga mínum sem eru bældar tilfinningar gegn öllum heimskingjunum og...

Re: Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 19 árum
Christelle, ef þú lest greinarnar mínar á þessum vef sem eru um tíu talsins mun þér verða ljóst að ef ég hefði verið uppi á miðöldum þá hefði rannsóknarréttur páfakirkjunnar í Róm brennt mig á báli fyrir villutrú. Ég er að boða að í öllum trúarbrögðum megi finna sama sannleikann um Guð og heiminn en þennan boðskap er ekki alltaf auðvelt að finna nema í dulspekireglum trúarbragðanna. Þess vegna benti ég á súfi reglurnar innan Islam sem góða leið til þess að skilja betur boðskap spámannsins og...

Re: Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 19 árum
Kæra Cristelle. Þakka þér fyrir að leiðrétta mig þar sem ég fer ekki með rétt mál og afsakaðu að ég hef ekki orðað hugsanir mínar nógu skírt. Ég hef átt góða vini innan Bahaii trúarinnar sem eru þér sammála um að Islam og Bahii trúin séu ekki sama trúin þó greina megi áhrifa frá Islam á Bahaii trúna – á sama hátt og Islam varð fyrir áhrifum frá gyðingdómi og kristindómi þegar Islam kom fram þar sem öll trúarbrögðin spruttu upp í sama heimshluta eins og þú bendir á. Ég á við að Islam var í...

Re: Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 19 árum
Þetta kemur!

Re: II. Móðurgyðjan

í Dulspeki fyrir 19 árum
Opb 22.13 - “Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn.” Alfa og Omega eru fyrstu og síðustu stafirnir í gríska stafrófinu. Nýja testamentið var skrifað á grísku svo það er eðlilegt að nota þessa stafi sem líkingu fyrir kynskiptingu Guðs. Í upphafi var Orðið, [Alfa]… og orðið varð hold, þ.e. efnisgerðist (Omega), sem sagt Alfa stendur fyrir andann, föðurinn, en Omega fyrir efnið, móðurgyðjuna sem eru tvær hliðar á sama peningnum (sjá Jh 1.1-14). Ég færði rök...

Re: Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 19 árum
Þakka þér fyrir allar tilvísanirnar í vefsíðurnar. Ég hef mest alla mína fræðiþekkingu úr bókum svo þetta er ágætis búbót. Miðað við þekkingu þína á málstað þínum hefur þú alla burði til að geta skrifað góðar greinar ef þú vandar betur framsetningu þína og miðar við þá sem lítið sem ekkert þekkja til þinna hjartans mála.

Re: Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 19 árum
Islam voru framfarasinnnuð trúarbrögð meðan Evrópubúar voru á kafi í myrkviðum miðalda. Óhætt er að segja að Evrópubúar hafi siðvæðst við kynni sín á menningu Islam þegar þeir komu til að endurheimta landið helga úr höndum heiðingjanna. Hins vegar hefur múslímum ekki tekist að svara kalli tímans sem skyldi og eru því heldur aftarlega á merinni miðað við framfarir Vesturlanda á okkar tímum. Hins vegar tek ég ofan fyrir sufisma, dulspekireglu Islam trúar. Bahaii trúarreglan gæti etv. siðbætt...

Re: Einingarhyggja, heildarhyggja og tvíhyggja

í Dulspeki fyrir 19 árum
Lastu seinni hlutann, móðurgyðjuna? Þar trompaði ég sjálfan mig.

Re: Móðurgyðjan

í Dulspeki fyrir 19 árum
Ég skal bæta þér á vinalista minn ef þú lest greinina vandlega yfir og gefur mér rökstutt álit á henni. Annars er alltaf gaman að fá bréf frá lesendum.

Re: Móðurgyðjan

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Alfa og Omega eru upphafs- og lokastafurinn í gríska stafrófinu sem þýðir (hér) að Guð sé upphaf og endir alls, þ.e. ekkert er til utan hans. Þú átt sammerkt með Gyðingum að þú trúir á einn Guð, eins og kristnir menn gera einnig. Sama hugtakið getur haft mörg nöfn eftir tungumálum, efnum og aðstæðum, ekki satt!

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mér dettur ekki neitt gáfulegt svar í augnablikinu annað en þetta sé kallað að fara á undan í flæmingi (e. beating around the bush), eða skáka í skálkhúsi þar sem trú verður hvorki sönnuð eða afsönnuð eins nafnið trú gefur til kynna. Segðu systur sinni að lesa rit eftir vísindaheimspekinginn Carl Popper en þar sýnir hann fram á að (vísindaleg) kenning stenst ekki ef í prinsippinu sé ekki hægt að afsanna hana.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er ýmislegt að finna um talnaspeki og numerology inni á netinu, t.d. í gegnum goggle.com. Einnig geturðu fundið bækur um efnið í gegnum bókasafnsforritið gegnir.is. Ég þarf að gefa mér tíma til þess að fara yfir þessar upplýsingar sjálfur á netinu. Svo má benda á að áhugavert er að kynna sér í talnaspeki sem finna má í bókum um tarot, stjörnuspeki og áðurnefnt kabbala. Ég á auðlesna handbók sem gott er að byrja á um Numerology: The Secret Power of Numbers eftir Mary Anderson sem fæst í...

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Trú höfðar sterkast til tilfinninganna. Það getur verið að fólk hafi orðið fyrir trúarreynslu eða fundist það hafa verið bænheyrt. En undir niðri virðist vera sem skynsamt fólk fyrirverði sig fyrir “barnstrúna” og pukrast með hana í leyni vegna þess að það skammast sín undir niðri fyrir að Guðs sá sem þeim var innrættur í barnæsku byggir á gloppóttri heimsmynd miðalda sem nútímakirkjan tók í arf. Sjálfur sneri ég mér að jóga og austrænum trúarbrögðum þar sem heilbrigðri skynsemi minni var...

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mér hefur alltaf þótt það verðugt viðfangsefni fyrir sálfræðinga að rannsaka hvernig skynsamt fólk með doktorsgráðu getur bókstaflega trúað á 1. Mósebók. Hins vegar trúi ég bókstaflega á túlkun talnaspekinnar á 1. Mósebók út frá stærðfræðilegum forsendum (sbr. svar mitt til Damphir).

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég hef rekist á upplýsingar í bók eftir Adam Rutherford sem er merkilegur pýramídafræðingur og talnaspekingur sem m.a. hefur skrifað um Íslendinga í því sambandi. Hann benti á að ef talnagildi 1. Mósebókar á hebresku er reiknað út kemur alltaf út talan sjö hvort sem greind er ein setning, eitt vers, einn kafli eða 1. Mósebók í heild sinni. Hvað þessi niðurstaða segir er efni í aðra grein um kabbala dulspeki Gyðinga (sem stjörnurnar í Hollywood eru á kafi í). Fyrir þá sem ekki vita hefur hver...

Re: Einingarhyggja, heildarhyggja og tvíhyggja

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sannleiksneisti kristlogans er í brjósti allra góðra manna. Þegar hann tendrast og verður að báli endurfæðast börn Guðs í upprisunni sem synir og dætur Guðs. Við eigum þá sömu hlutdeild í Kristi og Jesú því öll erum við samerfingjar hans. Hindúar kalla baráttu góðs og ills “liila”, þ.e. lífsdansinn – það er viðhorfsmunur þarna á milli.

Re: Einingarhyggja, heildarhyggja og tvíhyggja

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú átt væntanlega við kenningu Helga Pjeturs að lífið væri alls staðar að finna og við séum tengdir öðrum lífverum á öðrum plánetum í alheiminum órjúfanlegum böndum. – Góð ábending. Ég hlakka til að fá að vita meira um það frá þér.

Re: Hverjir voru Essenar?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég skal athuga það við tækifæri.

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú hefur rétt fyrir varðandi fjallræðuna við nánari athugun

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðdingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
P.S. Þess má geta að Mítra er skylt búddha- og hindúa heitinu Maitraya sem guðspekilegar heimildir segja vera uppstiginn meistara sem hafi verið læriföður Jesú. Ég mun fjalla meira um dulspekilegar kenningar trúarbragðanna síðar meir, en ég held mér enn sem komið er sem mest við þekkingu sem aflað hefur verið með vísindalegum hætti, sbr. “Þegar neminn er reiðubúinn, þá kemur meistarinn til hans.”

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðdingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Í The Original Jesus, s. 229 stendur: "In Persia where he [Mithra] was the messenger of Ahura Mazda, the god of light… Mithras was soon identified as the redeemer prophesied by Zarathustra." Nánar tiltekið á Mítratrúin bæði indverskan og persneskan uppruna, en þannig var háttað til með þann grautarátrúnað sem ríkti á hellenska tímabilinu að þar ægði saman ólíkum trúaráhrifum, sbr. næsta grein mín um Essena.

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðdingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég veit hvað þú meinar þótt ég myndi orða það öðruvísi, sbr. síðasta svar mitt hér á undan.

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðdingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég harma það að mér skuli ekki hafa tekist að gera mig nógu vel skiljanlegan. Jesús Kristur var og er uppfylling þeirra spádóma sem kom fram í Mítratrúnni og spádómum Gamla testamentisisns. Það er ekkert nýtt undir sólinni, og kjarninn er sá sami í öllum trúarbrögðum sem maður verður fljótlega var við með að lesa goðsögur og samanburðartrúfræði. Kristin trú er þess vegna eins og gamalt vín í nýjum belgjum. Trúarbrögð verða ekki til í tómarúmi heldur blandast saman trúaráhrif úr ýmsum áttum....

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðdingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta kemur með æfingunni, þess vegna mættu gjarnan fleiri lesendur láta ljós sitt skína því ég þykist vita að margir hérna luma á góðum viskumolum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok