Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: 5 bestu gítarleikarar, trommarar og söngvarar

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þeir sem eru mér efst í huga þessa dagana… Söngvarar: 1. Mike Patton (ber höfuð og herðar yfir alla aðra, nokkurn tímann) 2. Bob Dylan (hann fer frá næturgala yfir í öskrandi ljón, og verður bara betri með árunum) 3. Mick Jagger (það eru fáir sem eru jafn töff og hann) 4. Nick Cave (maðurinn er snillingur) 5. Megas (Bob Dylan okkar Íslendinga) 6. Ozzy Osbourne (skapaði heavy metalið) Gítarleikarar 1. Kristján Eldjárn (blessuð sé minning hans) 2. Jimmy Page (frumkvöðull í frábærri hljómsveit)...

Re: Tvær aðsendar greinar sem vöktu athygli mína

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ef maðurinn nauðgar samstarfsfólki sínu þá á að sjálfsögðu að reka manninn!! Ekki spurning! Og ég tala nú ekki um ef viðkomandi er yfirmaður yfir vinnustað þar sem stór meirihluti starfsfólksins eru unglingsstúlkur í stuttum pilsum. Og hann nú þegar búinn að nauðga tveimur! Mér finnst það einmitt hlutverk svona samtaka að passa að svona mál sofni ekki værum dvala og að gerandinn komist ekki best frá því.

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er nú líka gaman að benda fólki á, af því fólk virðist vera mjög á þeirri skoðun að Selena sé harður að feministi, að íslenskar konur hafa nú lengi setið fyrir naktar. Eitt stykki Kolbrún Halldórsdóttir sat eitt sinn fyrir hálfnakin í Samuel, og sagðist hafa gert það vegna fjárhagsörðugleika!! Svo eru hún og fleiri að setja út á íslensku stelpurnar sem sátu fyrir hérna heima fyrir Playboy fyrir nokkrum árum síðan, og fengu milljónir fyrir. Nekt eins og hún birtist í Playboy finnst mér...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Staður og stund gerir þessa athöfn niðurlægjandi. Mér finnst ekkert óeðlilegt eða niðurlægjandi fyrir konur að vera í bikiní á baðströnd, eða jafnvel naktar ef ströndin er þannig. Fegurð er góð, það er alveg hárrétt hjá þér, en það má auðveldlega afskræma hana og persónulega finnst mér að stelpurnar hafi gert það þarna. Þær stelpur sem eru að strippa á strippbúllunum finnst mér í raun vera að halda virðingunni betur en þessar stelpur á Opus, á strippbúllunum eru þær þó að gera það sem ætlast...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
rhæðilegt var innsláttarvilla! átti að vera hræðilegt!!

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Auðvitað er hræðilegt að verða nauðgað, og ef þú ert að segja satt þá held ég að stúlkan vilji varla að verið sé að skrifa um þá reynslu á netinu!! En ég virkilega vorkenni, og segi, grey þær stelpur sem þurfa að ná í virðingu og viðurkenningu með því að sýna á sér líkamann. Það er fátt meira niðurlægjandi en það. Þessar stelpur hoppa ekki upp í áliti hjá mér, heldur þvert á móti sýnir þetta þann litla og veiklulega persónuleika sem þær hafa að geyma. Og þá er ég ekki bara að tala um...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þessi umræða varð allt í einu sú barnalegasta sem ég hef séð hér á huga! Mig langar að benda á það að alltaf er stöðunum að fjölga sem hafa aldurstakmark uppá 22 ár eða hærra, þannig að það eru einkar fáir staðir sem eru að gera út á kúnnahóp sem er undir tvítugu, enda eru það almennt ekki jafn góðir kúnnar þar sem fólk yfir tvítugu er oftast með meira á milli handanna og kannski krítarkort að auki. Þeir sem eru hlynntir þessari “undirfatasýningu” á “playboy kvöldinu” ( þetta hljómar þannig...

Re: uppáhalds 10 diskar þínir!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það eru sumir hérna inni sem greinilega hlusta á músík, en því þá er það þannig að meirihlutinn heyrir hana bara! En hérna er listinn minn: 1. Mr.Bungle - Mr.Bungle 2. Einsturzende Neubauten - Silence is Sexy 3. John Zorn - Masada Chamber Ensembles(Bar Kokhba) 4. Faith No More - King for a Day, Fool for a Lifetime 5. Einsturzende Neubauten - Ende Neu 6. Bob Dylan - Blood on the Tracks 7. Laibach - Jesus Christ Superstar 8. Bob Dylan - Highway 61 Revisited 9. Mr.Bungle - California 10.Miles...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þú ert greinilega bitur einstaklingur. Vantar greinilega viðurkenningur líkt og stelpurnar sem gengu um hálfnaktar í tilefni “playboy kvölds”, sem eitt og sér finnst mér alveg einstaklega hallærislegt hérna á klakanum. Og þó svo að þær hafi litið út fyrir að vera tvítugar þá breytir það ekki staðreyndunum. Svo sagði þessi maður sem stóð fyrir sýningunni að dyraverðir hefðu verið á milli sviðsins og áhorfenda! Ég skoðaði þessar myndir á beygla.is og mér sýndist stelpurnar bara vera að labba á...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þetta atvik alveg út í hött. Fyrir það fyrsta er markhópurinn fyrir “playboy kvöld” nokkuð ljós, það er ekki verið að reyna að selja konum undirföt, heldur verið að sýna körlum nakta líkama. Að stúlkur undir lögaldri taki þátt í þess háttar athöfn finnst mér vera barnaklám, sama hvort þær séu komnar í menntaskóla eða ekki. Nú veit ég ekki hvernig þetta fór fram en ég las hérna að ofan að þetta hefði ekki bara verið sýning uppá sýningarpalli heldur líka verið að socialísera við...

Re: stuff.is

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
hahahaa bollocks! Hver má hafa sín baráttumál en er það ekki aðallega vændisfrumvarpið sem þeir hafa verið að básúna um, og allir stökkva upp til handa og fóta við að heyra, en ég hugsa að það hefði nú komið til án áróðurs feminista. Þessi síða ber vott um ofstæki, vel má vera að feministar séu stundum ofstækisfullir líka, en það er þó ekki á þessum kalíber. Ég hef ekki talið mig sem feminista, og er ekki að svara fyrir þá hérna, og ég hef verið mikið á móti því hvernig þeir hafa hagað...

Re: stuff.is

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
nei, sé vel með báðum takk fyrir, finnst bara mjög lítið sniðugt við að setja gagnrýni fram svona. Auðvitað á gagnrýni að vera beitt en þetta finnst mér ekki smekklegt.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>lífið er banvænn sjúkdómur, svo kvalarfullur að deyfingin er möst.</i><br><h

Re: stuff.is

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þá er nú þitt hjarta ekki gæfulegt, mjög heimskuleg lítil síða.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>lífið er banvænn sjúkdómur, svo kvalarfullur að deyfingin er möst.</i><br><h

Re: Leeds

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er mín ósk að Leeds, Portsmouth og Leicester falli og Wolves nái að halda sér uppi, það er fornfrægt félag sem ég myndi vilja sjá áfram í efstu deild.

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Og hver segir að eftirspurnin eftir fíkniefnum muni ekki breytast þegar aðstæður á markaðnum breytast? Það segir sig sjálft. Og ef grammið af kókaíni væri ódýrara en vodka flaska myndu miklu fleiri vera að sjúga, þetta myndirðu vita ef þú hefðir prófað að sjúga. En það mun hins vegar aldrei gerast, verðið myndi ekki falla það langt niður. Gramm af hassi kostar næstum 1000 kall í smásölu í Danmörku, það myndi allavega ekki vera lægra hérna.

Re: Innflytjendur

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta ástand er nú þegar búið að skapast á vinnumarkaðnum í dag. Portúgalir, sem eru í EES, en eru eitt fátækasta land Evrópu, koma í stórum hópum hingað til lands og vinna vinnu fyrir 600 kall á tímann sem enginn býður íslendingi fyrir minna en 1000 kall. Sjáiði bara Kárahnjúka. Í gegnum tíðina hefur það alltaf verið uppgrip fyrir íslenska verkamenn að fá að vinna við virkjun, og það hefur verið vel launað. En núna eru þetta allt útlendingar sem eru að vinna fyrir miklu lægra kaup en hefur...

Re: Eru Bandaríkin óstöðvandi?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það hefur enginn notað neitunarvaldið síðan kalda stríðinu lauk, Bretar hafa notað það einu sinni í Falklandseyjastríðinu, Frakkar nokkrum sinnum á 8.áratugnum í sambandi við fyrrum nýlendur sínar í Afríku, og Rússar ekki síðan í kalda stríðinu. Þetta eru opinberar upplýsingar. Hverjir eru núna að græða á olíu í Írak? Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki og stærsti hlutinn af þeim hundrað þúsund hermönnum sem eru í Írak í dag hefur það eina hlutverk að vernda olíuleiðslur. Ég hef aldrei séð það...

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er algjörlega augljóst að þið, spekingur og skuggi, hafið ekki hundsvit á fíkniefnum. Þau er miklu lúmskari heldur en þið haldið. Neyslan myndi bara aukast með lögleiðingu, það getur ekkert annað gerst því ef stjórnvöld viðurkenna neysluna þá mun samfélagið gera það og fleiri sem myndu aldrei prófa neitt eins og ástandið er í dag myndu vera miklu líklegri til að fikta. Og ég get fullyrt það að margir þeir sem neyta áfengis nokkurn veginn um hverja helgi, sem er stór hluti þjóðarinnar, og...

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“Lögleiðingin myndi heldur ekkert hafa það í för með sér. En ef það myndi gerast þá bara tough fokking luck það er þeirra val og við getum ekki tekið það frá þeim.” Það er einmitt þetta sem við viljum að gerist ekki, og þess vegna eru þessi efni bönnuð, og bannið er fullkomlega réttlætanlegt. Tough fokking luck ef samfélagið verður óvirkt, þá mun það sérstaklega bitna á mönnum eins og þér sem eru edrú, því hinir dæla sig bara og eru í góðum fíling!

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Leikreglur í íþróttum eru nákvæmlega sama eðlis og þær leikreglur sem ríkið segir okkur að spila eftir!!! Raunverulegi munurinn er sá hvort við viljum að stór hluti samfélagsins verði óvirkur út af neyslu vímuefna!! Glæpamenn verða alltaf til og hafa alltaf verið til. Ég vil ekki þurfa að lifa í samfélagi þar sem er viðurkennt að vera útúrreyktur allann daginn eða þá að neysla annarra sterkari efna verði viðurkennd. Það hefur ekkert nema slæmt í för með sér, sem þeir vita sem eru reynslunni...

Re: Eru Bandaríkin óstöðvandi?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Miðað við hvernig Bandaríkjamenn eru að haga sér er þriðja heimsstyrjöldin óumflýjanleg.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>lífið er banvænn sjúkdómur, svo kvalarfullur að deyfingin er möst.</i><br><h

Re: Pelican - Austalasia

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
vá, ég hélt fyrst að þetta væri grein um Pelikan sálugu með Pétri Kristjánssyni í broddi fylkingar!! hahahaha En ég þekki ekki þessa hljómsveit, eflaust mjög athyglisverð hlustun.

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta er laukrétt hjá þér. Einmitt í Hollandi þar sem kannabis er löglegt er mesta magn-framleiðsla af e-pillum í heiminum. Og Amsterdam hefur lengi verið ein helsta dreifingarmiðstöð fíkniefna í Evrópu einmitt af því að lögin eru rúm þar. Þetta er stórt vandamál því þessu fylgir allskonar subbulýður sem gerir ekkert annað en að brjóta niður samfélagið. Mér finnst einmitt einsog þeir sem eru að tala með lögleiðingu fíkniefna hér hafi enga reynslu af þeim. Einn sagði að kannabisneytendur...

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er einmitt ekki á kafi í forræðishyggju, og ég get sagt þér það hér að ég hef hátt í áratugareynslu af neyslu ólöglegra fíkniefna og þekki alla króka og kima í þeirri deild. Og eitt sinn var ég hjartanlega sammála þér, að það væri bara bull að banna fólki að reykja hass þegar enginn getur bannað þér að detta í´ða á þriðjudegi. En það er bara ekki málið! Þú aðhyllist frelsi einstaklingsins til að velja og hafna og segir að ábyrgðin eigi að vera hjá fólkinu en ekki ríkinu. Veistu, ábyrgðin...

Re: Lögleiðing Vs Bann

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jú hann hefur fullan rétt til þess, alveg eins og ég og þú. Enda er hann dæmdur af sínum skrifum. En hann hefur greinilega ekki jafn sterka tengingu við fósturjörðina og móðurmálið og ég hef, og er því miður á undanhaldi hjá ungu kynslóðinni í dag, sem mér finnst ekki gott.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok