Þegar Íraksstríðið byrjaði þá pældi ég í því: Geta Bandaríkin gert hvað sem þeim langar til.

Segjum að Bandaríkin vildu núna fara í stríð við Íran, er eitthvað sem ætti að geta stoppað þau, varla gætu Evrópu þjóðir lýst yfir stríði á þau, ég meina þá yrði bara heimsendir, líka þau lönd sem fara í stríð við BNA eiga litlann möguleika á sigri, því að her BNA er of sterkur.

Ef BNA myndu ráðast á einhver önnur nágrannalönd Íraks, þá væri það dauðadómur fyrir þau lönd, við sáum öll hvernig Íraksstríðið gekk fyrir sig. Bandaríski herinn gat farið hvert sem er og ekki búist við neinni mikilli mótstöðu. Eina hættan sem þau stóðu frammi fyrir voru hernaðarleg mistök þeirra sjálfra.

BNA hafa svo rosalega mikil áhrif á allar þjóðir í heiminum, ef maður neitar þeim, þá gæti það haft skaðlegar afleiðingar fyrir þá þjóð. Frakkar lentu illa í því til dæmis að styðja ekki stríðið í Írak, bandarískir ferðamenn hættu að fara til Frakklands og Frakkland tapaði morðfjár.

En við verðum víst að vona að það komi aldrei aftur leiðtogi sem notar sér þetta vald, eins og Bush.

Snoothe
Snoother