Þarna stendur ekki að það sé ólöglegt að vera drukkinn, einungis að hafa áfengi undir höndum. Og það að þú sért með áfengi undir höndum ef þú ert með það í maga eða blóði eru ekki gild rök, vegna þess að ungmenni mega vera með léttbjór undir höndum. Og afsakið, stendur ekki neins staðar í lögum að morð séu refsiverð? Ég mæli með að þú kíkir á þrettánda kafla almennra hegningarlaga, um manndráp og líkamsmeiðingar. 211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en...