Fyrir stuttu hugsaði ég með mér hve óskaplega gaman það væri að vera trúaður og hve óskaplega fallegt það myndi vera ef það væri eitthvað eftir dauðann.

Pældi í því hve mikið ég hefði viljað fæðast í litlu þorpi eins og móðir mín og vera bara einfaldur sveita'lúði' sem trúir á guð eins og allir þar. Ég get bara ekki logið af sjálfum mér.

En ég er búinn að vera að velta þessu mikið fyrir mér og komst að því í rauninni vil ég frekar að lífið endi og tilvist mín endi heldur en að það sé framhaldslíf.

Framhaldslíf er í rauninni óhugnanlegur hlutur fyrir mér og ég uppgötvaði það aðeins í þessari viku.

Hvað ætti maður að gera upp í himnaríki? Chilla og gera það sem manni finnst skemmtilegt eins og maður gerir í tilverunni?

Mín skoðun af tvennu neikvæðu, engin tilvist og eftirlíf, þá er fyrri kosturinn skárri.
Trúað fólk:

Hvað ætlið þið að gera upp í himnaríki? Haldiði að þið fáið ekki leið á því eftir 10³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³ ár? Og 10³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³³ ár eftir það *og held endalaust áfram*.

Viljið þið lifa að eilífu í himnaríki og aldrei enda tilvist ykkar?

Finnst ykkur ekki óhugnanlegt þegar kemur að því að lifa að eilífu upp í himnaríki? Eða finnst ykkur það bara falleg hugsun?

Eruð þið hrædd við dauðann?

Mynduð þið vilja að tilvist ykkar myndi enda eftir þetta líf? (Frekar obvious svar, læt þetta samt fljóta með)

Hver er skilgreining ykkar á að deyja? Ég skilgreini dauða þegar tilvist manns endar, ég kalla það ekki dauða ef maður er enn lifandi eins og þið eruð samkvæmt ykkur eftir líf ykkar á jörðinni.

Trúleysingjar:

Væruð þið til í að það væri líf eftir dauðann og tilvist ykkar myndi vara að eilífu?

Eruð þið hrædd við dauðann?

1. Nei
2. Ágætlega hræddur

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PvAEJi3sRuY
i_-____________________u