Til stóð að halda jólaball í grundarfirði í kvöld og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. En nú eftir neyðarfund sem rétt í þessu var að ljúka hefur verið ákveðið að hætta við ballið og ætla nemendur skólans að borða saman í skólanum og hafa skemmtun, ástæða þessarar ákvörðunar er sú að lögreglan ákvað skyndilega að nota áfengismæli og áttu nemendur að blása við komu ballsins, ekki var gefin mikill fyrirvari en lögreglustjóri hringdi nú í morgun til að tilkynna þessu “drasktísku” ákvörðun. Venjulega þarf bæði samþykki skólastjóra og formann nemendaráðs til að hafa áfengismæli á balli en lögreglan ætlar að hunsa það algjörlega. Ástæðan fyrir því að lögreglan ætlar að skyggja á þetta framhaldskólaball er vegna slagsmála sem áttu sér stað á seinasta balli, þó svo að skólanefnd fjölbrautaskólans hafi tekið þetta mál fyrir og bannað þessa einstaklinga að koma á ballið ætlar lögreglan samt að skemma fyrir nemendum, það kemur lögreglunni ekkert við hvað nemendur geri fyrir böll og er þetta atvik til háborinnar skammar, með þessari grein vil ég vekja ykkur lesendur til umhugsunar um hvernig friðhelgi einkalífs er brotin og í komandi framtíð vill ég að þetta atvik verði notað sem dæmi. Þetta mun þó ekki buga jólaandann og ætla nemendurnir að skemmta sér vel í kvöld.

Bætt við 4. desember 2009 - 13:48
þetta er ekki spurning um áfengi heimsku flón
Fyrrum GrammarCop einnig Mentosman