Ormurinn hagar sér eins og margir aðrir slíkir ormar. Notendur fá tilkynningu, að því er virðist frá spjallvinum, um að skoða tiltekna mynd, en í raun er um að ræða tölvuveiru, sem hleðst niður á tölvu notandann og sendir sig síðan áfram til annarra notenda. Tilkynningin, sem varast þarf, er eftirfarandi: "is that u? http://tuspics.tu.funpic.org/*******?*****.jpg". Stjörnurnar standa fyrir mismunandi heiti á myndinni.