Harley Davidson Cooper - Beth Ehlers Ég ákvað að taka þátt í þessu greinaátaki og ætla þess vegna að skrifa um minn uppáhalds sápukarakter, en það er engin önnur en Beth Ehlers, sem leikur Harley Davidson Cooper í Leiðarljósi. Ég ætla að byrja á því að segja frá Beth.

Beth fæddist í Queens í New York þann 23 júlí árið 1968 og var alin upp á Long Island þangað til hún var 9 ára gömul. En þá flutti hún til Roosevelt Island og gekk í Manhattan’s Satellite Academy, þar sem hún gat einbeitt sér betur að leiklistinni. Hún byrjaði að leika ung og aðeins 9 ára gömul lék hún í sinni fyrstu auglýsingu. Sem barnaleikkona var hennar fyrsta alvöru kvikmyndahlutverk í myndinni Family Reunion. Aðrar myndir sem hún hefur leikið í eru: In Defence of Kids, Mystery at Fire Islands, The Hunger (lék þar á móti David Bowie), Hiding Out. Hún gekk í Syracuse University og eftir aðeins eitt ár þar var henni boðið hlutverk Harley Davidson Cooper í Leiðarljósi. En þetta var árið 1987, en þá birtist hún okkur fyrst sem Harley. Hún var í þættinum alveg þangað til árið 1993, eða í 6 ár. Hún var sem sagt 19 ára þegar hún byrjaði í þáttunum og hætti 25 ára.

Árið 1991 giftist hún Dr. William Parsons en þau skildu svo árið 1993. Þá fór hún að vera með mótleikara sínum, Mark Derwin, en hann lék einmitt A.C. Mallet í Leiðarljósi. Þau hættu samt fljótt saman. Hún byrjaði þá með Matthew Christian og þann 22 mars árið 1996 giftu þau sig. Þau Matthew eiga saman tvo syni, þá Henry Jack Christian, sem fæddist 21 maí árið 1999, og Will, fæddist 16 júlí árið 2001. Það vita kannski ekki margir ástæðuna fyrir því að hún hætti í þáttunum en það var af því að hún og Mark vildu flytjast til Californiu, en þegar samband þeirra var búið vann Beth sem “production assistant” við auglýsingar og tónlistarmyndbönd.

Harley Davidson Cooper, eða Harley Cooper eins og flestir kalla hana, var karakter sem Beth lék í Leiðarljósi eins og áður hefur komið fram. Þegar Harley kom fyrst fram var hún ung og átti að vera þessi “bad girl” með hjarta úr gulli. Ég man þegar ég sá Harley fyrst, en það var þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð að horfa á þættina. Harley var í aftursæti á bíl að fæða litlu dóttur sína, og ég man hvað mér fannst hún æðisleg. Hún var ekki lengi að vinna hug Leiðarljósaðdáenda um allan heim og enn þann dag í dag er hún mitt uppáhald.

En svona til að segja aðeins frá karakterinum þá er Harley litla systir Frank Coopers og dóttir Buzz og Nadine Cooper. Þegar Harley og Frank voru ung voru þau ein þannig að Frank ól Harley upp eins vel og hann gat. Nadine var að leita að frægð og frama í Hollywood að mig minnir og Buzz var talinn látinn, en hann var hermaður. Nadine skírði Harley eftir uppáhalds mótorhjóli Buzz, Harley Davidson. Harley ólst upp á 5th Street og eini ættingi hennar og Frank á þessum tíma var Pops, en hann flutti ólöglega til Bandaríkjanna frá Grikklandi og það var hann sem opnaði “The Diner”. Þegar Harley varð ólétt aðeins 17 ára og var að fara að eiga voru hún og Frank í bílnum hans Frank á leiðinni á sjúkrahúsið. Ekki gekk allt eins og þau áttu von á en það var keyrt á þau, af Alan-Michael Spaulding og Dinuh Marler, kærustunni hans. Dinah var sú sem tók á móti dóttur Harley og var hún kölluð Daisy. Harley var búin að ákveða að gefa hana til ættleiðingar þannig að þetta varð ekki löng gleðistund fyrir hana. Harley og Dinah urðu fljótt góðar vinkonur, en Alan-Michael gjörsamlega hataði hana og gerði allt til að gera henni lífið leitt. Harley fór að deita Cameron Stewart, sem var leikinn af Ian Ziering sem leikur Steve í Beverly Hills 90210, og laug að honum að hún væri hrein mey. Hann komst svo síðar að Daisy og hætti með henni og byrjaði með Dinuh. Þrátt fyrir að Alan-Michael og Harley hötuðu hvort annað ákváðu þau að vinna saman að því að fá AM trust fund og ákváðu því að gifta sig. Um þetta leiti kom Nadine til Springfield og reyndi eins og hún gat að bæta samband sitt við börnin sín sem hún yfirgaf. Það tók Harley langan tíma að fyrirgefa henni en hún gerði það á endanum. Nadine var mjög stolt af Harley fyrir að vera að gifta sig út af peningum en Spauldingarnir voru ekki eins hrifnir. Phillip bróðir AM reyndi meira að segja að tæla Harley, en þegar það gekk ekki upp fór hann að bera virðingu fyrir henni. Harley og AM giftu sig í febrúar árið 1989 og þökk sé Phillip og Alex fékk AM ekki peningana sína. Hann og Harley unnu saman á The Diner og urðu á endanum ástfangin af hvort öðru. Þegar allt var byrjað að leika í lyndi hjá þeim kom Dylan í bæinn. En hann var faðir Daisy og fyrrverandi kærasti Harley. Hann hélt sig samt í fjarlægð frá Harley og AM til að byrja með. Þegar hann komst svo að því að hann átti dóttur fékk hann vinnu hjá fólkinu sem ættleiddu hana. Hann fór með Harley til að sjá hana og sannfærði hana um það að þau yrðu að fá hana aftur. Harley fór með AM til hjónanna og bauð þeim stóra upphæð fyrir Daisy en þau neituðu. AM sagði þeim frá því hver Dylan væri í raun og veru og Harley varð svo reið út í hann að hún svaf hjá Dylan. AM rændi þá Daisy til að vinna Harley aftur og allir héldu að það hefði verið Dylan. Harley skilaði Daisy til ættleiddu foreldra sinna, eða Susan eins og þau kölluðu hana. Harley var orðin ástfangin af Dylan enn á ný og varð mjög sár þegar hann sagðist elska kærustuna sína, Samönthu Marler. Hún reyndi þó að ná honum aftur en það tókst ekki. Í janúar árið 1990 hélt Harley að hún væri ólétt af Dylan og þegar AM fattaði að hún væri ástfangin af honum henti hann henni út. Þegar þarna er komið er Roger Thorpe að reyna að kaupa 5th Street eignir, en það tekst ekki. Maður að nafni Scully, sem vann fyrir Roger, brennur þá 5th Street og Pops deyr í eldsvoðanum. Harley ákvað þarna að skilja við AM og græða þvílíkt á því. En til þess að geta skilið við hann varð hún að sanna það að hann ætti í ástarsambandi. Það var engin önnur en Blake Thorpe sem var sú kona. Harley náði vídjóupptöku af þeim í rúminu sem var svo stolið. AM og Harley íhuguðu samt að byrja aftur saman þegar Harley hélt að hún væri ólétt. En þá var hún búin að feika óléttuprufuna og AM sannfærði hana um að taka aðra og þá kom í ljós að hún var ekki ólétt. Þau skildu þá. Einhleyp og fátæk, ákvað Harley að taka að sér að passa börn Josh og Revu Lewis. Josh var ekkert rosalega ánægður með það en Reva sannfærði hann. Eftir að Reva var talin látin gerði Harley eins vel og hún gat að hjálpa til með Möruh og Shane, en þegar hún minntist á dauða Revu var hún rekin. Josh bað hana seinna um að koma aftur þegar hann sá að hann hafði gert mistök. Harley ákvað að hjálpa Josh að komast yfir dauða konu sinnar og brenndi öll fötin hennar. Josh varð æfur í fyrstu og þau rifust heiftarlega, sem endaði með því að þau nutu ásta. Harley fór frá Josh, var sannfærð um að hann væri ennþá ástfanginn af látinni eiginkonu sinni. Hún fór þá að vinna fyrir Mindy Lewis og tók að sér verkefni í New York, þá fattaði Josh að hann gæti ekki lifað án hennar og elti hana út og þau trúlofuðu sig. Harley hafði alltaf dreymt um flotta brúðkaupsferð og hún keypti ferðamannaspólur til að þau gætu ákveðið sig. Sarah Shane, mamma Revu og Billy Lewis, bróðir Josh, sáu konu í bakgrunninum á einni spólunni og töldu hana alveg eins og Revu. Josh leiddi þetta hjá sér í fyrstu þangað til hann gat ekki meir. Þá sagði hann við Harley að hann elskaði hana, en hann yrði að fara og athuga hvort að Reva væri á lífi. Hann sagði í fyrstu að hann yrði ekki lengi, en síðar fékk hún bréf frá Ítalíu þar sem stóð að hann kæmi ekki aftur og hann sendi eftir börnunum sínum. Harley þóttist skilja en var í raun í hjartarsorg. Hún fór að vinna fyrir AM og bjó til lykilorð á reikninga Spauldingfyrirtækisins sem aðeins AM vissi. Vinur Rogers byrlaði Harley einhver lyf þar sem hún sagði frá lykilorðinu og Roger náði þannig að stela peningum frá Spaulding. AM og Blake héldu að hún hefði átt þátt í þessu, en Harley náði að sanna sitt mál og lét handtaka vin Rogers. Harley ákvað að gerast lögga eftir að hafa komið upp um spillingu innan lögreglunnar. Hún komst inn og A.C. Mallet var gerður að kennaranum hennar. Hann var erfiður við hana í fyrstu, enda þoldu þau ekki hvort annað. Mallet var vinur Franks og leit á Harley sem litla stelpu. Á endanum urðu þau ástfangin af hvort öðru en máttu enn segja neinum frá því af því að þau voru í leynilegu lögregluverkefni. Harley leysti málið af snilld. Mallet og Harley byrjuðu fljótt saman eftir það og fluttu inn saman. Þau fóru í frí og þar hittu þau Jennu Bradshaw, skartgripaþjóf með meiru, á hótelinu sem þau dvöldu á. Hún elti þau til Springfield. Harley var sett í það að fara undercover og gerast aðstoðarkona Jennu. Eftir nokkurn tíma fattar Jenna alveg hvað er í gangi og þegar rafmagnið fór af The Towers var Jenna föst í lyftu með Michelle Bauer og í staðinn fyrir að flýja var hún að reyna að róa Michelle niður. Mallet handtekur Jennu eftir það þegar skartgripir finnast í fötum Michelle. Eftir það leikur allt í lyndi hjá Mallet og Harley, en þegar sprengja springur og Mallet missir heyrnina fer allt úr skorðum. Hann reynir að fara frá Harley en hún leyfir honum það ekki. Þegar hann fær svo að vita það að það gæti verið að hann sé ófrjór reynir hann aftur að fara frá henni. Hún kemst að því af hverju hann er að reyna að fara og talar hann inná það að vera eftir hjá henni. Þau byrja aftur saman og hann biður hana um að giftast sér. Stuttu eftir það nær Mallet fullum bata og þau ákveða að taka sér frí og fara og skoða The Vietnam Memorial í janúar 1993. Harley leitar og leitar að nafni föður síns en finnur það hvergi. Hún þarf að komast að ástæðunni af hverju nafnið hans er ekki á veggnum og finnur út að Buzz sé enn á lífi. Buzz kom til Springfield og Harley og Frank voru mjög lengi að sætta sig við það að hann hafði aldrei látið sjá sig öll þessi ár. Til að reyna að bæta ráð sitt, hélt Buzz óvænta giftingu fyrir Harley og Mallet. Þau voru að sjálfsögðu afar ánægð með það og fóru til Flórída Keys í brúðkaupsferð. Þegar þau voru þar bauðst Mallet gott starf og þau ákváðu að flytja þangað. Og það eru endalok hennar í þættinum, eða allaveg so far. Vona svo innilega að hún komi einhvern tímann aftur. Ég meina, Reva kom aftur, af hverju ekki Harley ;)

En ég vona að ég hafi ekki alveg drepið ykkur með þessum lestri. Ég bara elska þessa persónu. Fannst hún og finnst enn svo geðveikur karakter. Kannski vandræðalegt fyrir mig að segja frá þessu en bíllinn minn heitir Harley Davidson Cooper… vandræðalegt nokkuð? ;)

En takk fyrir mig bara  vona að þið hafið lært eitthvað nýtt af þessum lestri.

Kv, Eva Jóa