Lucy Cooper / Sonia Satra-Guiding Light Ég ætla að skrifa grein um uppáhalds persónuna mína í Guiding Light, Lucy Cooper.
Mér hefur alltaf fundist hún cool síðan hún kom fyrst í þættina og hún hefur verið uppáhalds persónan mín síðan hún byrjaði með Alan-Michael. Þau eru svo sæt saman, finnst mér, sætasta parið í GL:)
Uppáhalds persónan mín hefur alltaf verið Harley í GL en þið getið lesið um hana í greininni fyrir neðan.
Lucy hefur átt erfitt líf, var nauðgað, var rænt (í einn og hálfan mánuð!), besta vinkona hennar var næstum drepin og hún líka…. en fyrir neðan kemur ÖLL sagan!
Ætla að byrja að skrifa um persónuna Lucy og svo um leikkonuna, Sonia Satra.

Lucy Cooper

Lucy heitir fullu nafni Lucille Cooper en er kölluð Lucy eða Luce. Hún ólst upp með föður sínum, Buzz, síðan móðir hennar, Sylvie, fór frá þeim þegar hún var aðeins 5 ára. Hún og Buzz ferðuðust mikið og hann skildi eftir peningasjóð handa henni í bankanum sem hún mátti nota þegar hún yrði 21 árs Árið 1993, þegar Lucy var að verða 21 árs, var hún rekin úr vinnunni sinni, en hún var þjónustustúlka. Hún ætlaði þá að taka sjóðinn sinn, en henni var brugðið í bankanum þegar hún komst að það var búið að leysa upp sjóðinn. Hún fór þá til Springfield að hitta Buzz og komst að því að hann átti aðra fjölskyldu og notaði sjóðinn hennar til að borga fyrir brúðkaup hálfsystur hennar, Harley! Allir komust að sannleikanum en Lucy var vel fagnað í Cooper fjölskylduna.

Fyrsta manneskjan sem Lucy hitti þegar hún kom til Springfield var enginn annar en Alan-Michael Spaulding! Þrátt fyrir að hafa næstum verið keyrður niður af henni, þá fór A-M að líka vel við hana og bauð henni að vera hjá sér þegar hún hafði engan samastað. Þau urðu vinir og Lucy hjálpaði honum að finna Bess Lowell, sem var í felum fyrir Roger Thorpe. Þegar reiður fylgismaður Rogers, George, barði hana og rændi henni þá var henni bjargað af bæði Roger og A-M. Lucy varð ástfangin af A-M “í laumi” og þótt þau hefðu verið saman um tíma, var A-M ennþá ástfanginn af fyrrverandi konu sinni (og tengdarsystir Lucy), Eleni Cooper. Lucy vildi ekki keppa við Eleni og hún og A-M ákváðu að vera bara vinir þegar Lucy vann fyrir frænku A-M, Alex, í Spaulding Enterprises.

Árið 1995 varð Lucy ritari Alan-Michaels og varð þreytt á að bíða eftir honum, fór hún að daðra við nýjan starfsmann Spaulding fyrirtækisins, Brent Lawrence, sem virtist vera fínn náungi. Það var eiginlega A-M sem kom þeim saman. 31.mars var hún og Brent handtekin fyrir að synda fáklædd í Country Club sundlauginni, en Buzz, pabbi Lucy, bjargaði því. Þau fóru á nokkur stefnumót en eitt kvöldið þegar Lucy var tilbúin að missa meydóminn með Brent, laumaði hann dópi í glasið hennar og nauðgaði henni, þrátt fyrir að hann vissi vel að hún væri hrein mey. Lucy skammaðist sín svo að hún sagði engum frá þessu og þegar A-M játaði ást sína á henni, var hún svo ringluð að hún fór burt, þá fann A-M að eitthvað var að. Þegar Brent hótaði henni í íbúðinni hennar og sagði að þetta hefði allt verið hennar sök, öskraði Lucy að hann nauðgaði henni. Þá kom A-M og barði Brent í klessu og henti honum út. Hann huggaði Lucy og sagði henni að segja fjölskyldunni sinni frá því sem hafði gerst og ákæra Brent þegar hann hótar henni aftur. Þegar Alan-Michael var neyddur til að hætta sem forstjóri Spaulding, þökk sé Brent, plataði hann og Lucy Brent til að segja sannleikann á spólu. Brent fór þá til Seattle eftir að Buzz og Frank hótuðu að fara með hann til lögreglunnar (eftir að spólan var talin óleyfileg fyrir rétti).

En dag einn birtist Brent aftur í Springfield og hótaði Lucy og A-M með byssu á bryggjunni og heimtaði að taka Lucy með sér, A-M fór þá að berjast við hann og þá hljóp skot af byssunni, A-M hafði skotið Brent í magann. Þegar lögreglan kom var Brent horfinn. En síðar þegar það komst upp að Brent væri ekki dáinn, heldur bara særður, hringdi hann í A-M og heimtaði að hann kæmi og hitti sig hjá bryggjunni. Þegar A-M kom bað Brent fyrirgefningar á því sem hann gerði Lucy og Cassie, systir hans, kom, dó hann. En enginn vissi að sannleikurinn var sá að Cassie og Brent fölsuðu dauða hans! Eftir það fór Frank, hálfbróðir Lucy, í lögregluskóla og Det.Patrick Cutter var kennarinn hans.

En Brent var svo geðveikur að hann birtist aftur sem kona að nafni Marian Crane og fékk vinnu hjá Spaulding. Hann reyndi að fá herbergi á gistihúsinu við hliðina á Lucy en það var upptekið, fyrst af Marcus Williams og svo Susan Bates (sem varð besta vinkona Lucy) svo hann þurfti að fá sér íbúð nálægt Spaulding Enterprises. Sem Marian, sat hann um Lucy og öðlaðist traust hennar með því að segja að hún væri nauðgunarfórnarlamb líka. Þegar Lucy fór í sjálfsvarnartíma fór Marian með henni og hleraði snekkju A-M þegar hann og Lucy trúlofuðu sig. Einnig drap Marian nauðgara að nafni Lucky Fowler eftir að hann reyndi að nauðga henni/honum. Á þessum tíma fór Lucy í HIV próf af því hún var hrædd um að hafa verið smituð af Brent. En Brent breytti niðurstöðunum og vikum síðar komst Lucy að því að hún væri HIV-jákvæð! En annað próf var tekið og það var neikvætt en á skjánum stóð POSITIVE (Brent hafði breytt því líka). Þetta ruglaði Lucy svo mikið þannig það varð að taka annað próf sem var neikvætt, enda náði Brent ekki að breyta þeim í þriðja skiptið. Þegar Brent var að breyta niðurstöðunum á Cedars kom Reva Shayne inn (sem var talin dáinn og er móðir Marah og Shayne Lewis) og sá Brent, hann hótaði henni, en hún þekkti hann ekki.

Á meðan Lucy hafði enga hugmynd að Marian væri í raun Brent, þá fór fyrrverandi kona Buzz (og fyrrverandi stjúpmamma Lucy), Nadine, að gruna ýmislegt. Fyrst hélt hún reyndar að Marian væri í hættu af því hún sá sýnir um að einhver kona var drepin, kertastjaki með blóði, hvítar rósir með blóði, eyrnalokk og andlit Marian. Það sem hún vissi ekki að Marian var ekki í hættu, heldur hún! Hún fór heim til Marian að vara hana við að hún væri í hættu og sá þá skrýtna hluti…. Myndir af Lucy og HIV niðurstöðurnar, upprunalegu og þær sem Brent breytti. Hún setur þær í veskið sitt og æltar að fara út þegar Marian kemur. Nadine kemst þá að því að Marian er í raun Brent Lawrence og fattar að það er hún sem er í hættu. Brent tekur upp kertastjaka og Nadine sér þá kertastjakan og blóðugu rósirnar, eyrnalokk detta og Marian að hlæja og Nadine segir “Dear God, it was me!” Brent hendir líkinu í sjóinn hjá bryggjunni. Þar með var þetta seinasta atriðið með Nadine Cooper í Guiding Light.

Á meðan Lucy og A-M vita ekkert um Nadine og halda að hún sé í ferð um heiminn fara þau í Bauer bústaðinn og það er rosalega rómantískt atriði, LAM first time:) Loksins gat Lucy gleymt Brent og nauðguninni og átt rómantíska nótt með A-M. Þar fundu þau lítinn hund, ákváðu að eiga hann og kölluðu hana Faith. Tvö morð voru ekki nóg hjá Brent, hann varð að drepa Det.Patrick Cutter líka af því hann var farinn að gruna að það var Marian sem drap Lucky Fowler, fór á stefnumót með henni til að komast að einhverju. Brent er í örvæntingu og drepur Cutter þegar hann er að tala í peningasíma. Þegar hann er að deyja skrifar hann M-A-R með sínu eigin blóði (MARIAN), og því miður akkúrat á þessu augnabliki þegar Brent er búinn að forða sér kemur Marcus Williams og reynir að hjálpa honum en Cutter biður hann að taka hnífinn úr sér. Þá kemur lögreglan eftir að Marcus tekur hnífinn og þetta lítur illa út, hann er með hnífinn í hendinni og Cutter að deyja. Hann flýr og Frank eltir hann en nær honum ekki. Hann sér stafina M-A-R og þá hafa þeir #1 grunaðan, Marcus fer í fangelsi. Cutter deyr á Cedars og það ríkir sorg í Springfield.

Brent er ákveðinn í að drepa Lucy og ætlar að gera það á bílastæðinu hjá Spaulding Enterprises þegar Lucy keyrir óvart yfir hann (sem Marian). Hún og A-M fara með hann á spítala en Rick segir að þetta sé ekkert alvarlegt og kemst að því að Marian er í raun karlmaður! En hann veit ekkert að þetta sé Brent, hann segir samt engum frá því. Á meðan eru Susan (sem er með HIV og er í sambandi með Nick Spaulding) og Nick í skíðaferð og sofa saman (Susan kennir Nick allt um öruggt kymlíf). Hún finnur fyrsta merkið um AIDS, sem kallast KS. Stuttu eftir það ræðst Brent á Susan í sturtunni hennar Lucy, en hann hélt að Lucy væri þar og ætlaði að drepa hana. LAM og Nick voru að bíða eftir henni á veitingastað þar sem Nick ætlaði að biðja hana um að giftast sér. Þau fóru í gistihúsið og fundu hana á gólfinu, en það var haldið að hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Þau trúðu því ekki og Nick vissi að það var Marian (hann og Susan voru búin að vara Lucy við að Marian er ekki eins og hún sýnist, gruna að það var hún sem breytti HIV-niðurstöðunum). Susan var í dái á Cedars og Brent var þá rólegur af því hún gat ekki sagt neitt. Það var áður komið í ljós að í æsku var móðir Brent oft að refsa honum fyrir að vera vondur strákur. Cassie, systir hans, var alltaf fullkomin. Hann hafði drepið kettlinginn þeirra þegar hann var lítill og er ekki heill á geði. Hann fer í bílinn og hann heyrir rödd mömmu sinnar að skamma hann.

Á aðfangadag er partý hjá starfsmönnum í Spaulding á skrifstofu A-M. Marian vinnur verðlaun fyrir að vera best klædd og var í uppnámi af því Lucy var ekki spennt fyrir að fara í ferð með henni. Hún daðrar við Harry (starfsmann hjá Spaulding) og hann lætur hana ekki í friði, þá öskrar Marian og fer fram. Lucy fer að hugga hana og keyrir hana heim af því hún er drukkin. Þegar þær koma fer Lucy í eldhúsið og lagar til te, þá kemur í ljós að Brent er EKKI drukkin, fer og læsir hurðinni. Hann segir Lucy að hann vilji fara í rúmið og spyr hvort hún vilji hjálpa henni að klæða hana úr fötunum. Lucy gerir það og finnst hún e-ð skrýtin en þá kemur A-M. Þau fara og segja Marian frá grímuballinu sem verður haldið á gamlárskvöld, og að A-M ætlar að vera Zorro. Þau fara síðan heim til Bauer fjölskyldunnar í jólapartý. Susan vaknar úr dáinu og segir Nick og A-M að það var Marian sem gerði þetta en að hún ætlaði að drepa Lucy. Nick biður Susan um að giftast sér og hún segir já:) Frank og Nell Cleary (félagi hans) eru farin að gruna að það var Marian sem drap Cutter og Lucky Fowler. Nell fylgist með honum fyrir utan íbúðina hans og sér hann í glugganum alveg grafkyrr. En það kemur í ljós að þetta var ekki hann, hann fer út í grímubúning að fara á ballið. Nell sér hann en fattar ekki neitt. Á meðan er Frank á bryggjunni þar sem Lucky Fowler var drepinn og finnur lík mömmu sinnar í sjónum! Hann veit ekki af hverjum líkið er. Frank og Nell fara þá inn og sjá að þetta er bara gína með hárkollu og A-M kemur inn og sagði þeim það sem Susan sagði og að Marian hafi hringt í hann kl.23:30 og þá fatta þau að hún vill drepa Lucy og fara á ballið.

Á grímuballinu sættir Lucy sig við að það var Marian sem breytti HIV-niðurstöðunum. Hún og A-M dansa og þegar skipta-um-félaga dansinn er, dansaði Lucy við Brent (hún veit það ekki, hann er í búning, sami náunginn og Nell sá), hún fattar ekki hver hann er. A-M fær hringinguna frá Marian og fer heim til hennar. Á meðan er Lucy að bíða eftir honum, það er að koma miðnætti. Zorro kemur þá og kyssir hana, hún fattar að þetta er ekki A-M (þetta var Brent!). Hún reynir að fara en Brent gefur henni eitthvað lyf svo hún lognast útaf. Hann fer með hana að vitanum til að drepa hana. A-M og löggan kemur og þau fatta að Marian hefur rænt henni! Þau sjá sprautuna sem Brent notaði og fatta að maðurinn í búningnum sem Nell sá er hún! Rick kemur út á veröndina og segir að Marian sé maður. A-M fór þá til Alan og Revu og bað hana að teikna manninn sem hún sá á Cedars og þá komst hann að því að það var Brent! Hann fer á lögreglustöðina og segir að sá sem rændi Lucy er Brent Lawrence. Þau bera saman fingraför Marian Crane og Brent og þau passa.Og ennþá verri fréttir, hársýnin sem fundust á líki Patrick Cutter, Lucky Fowler og Jane Doe (Nadine) pössuðu við hárkollu Marian!

“Light House Hell!” kaflinn

Næsta morgun vaknar Lucy og skilur ekki af hverju Marian kom með hana í vitann. (Á þessum tíma var annar leikari sem lék Brent og ég var að klikkast!) Brent segir henni frá öllu sem hann gerði, drap Cutter, Lucky Fowler, Nadine og reyndi að drepa Susan. Hún vissi einu sinni ekki að Nadine væri dáin. Lucy sér þá að þetta er Brent og fær næstum hjartaáfall. Á meðan kemur Frank með Cassie Lawrence á lögreglustöðina og hún játar að hafa hjálpað Brent með að falsa dauða hans og sagði frá því sem mamma þeirra gerði þegar hann var lítill og frá kettlingnum sem hann drap. Frank kemst að því að Jane Doe er í raun mamma hans og fer að segja Buzz frá því. Eleni kemur og Frank segir henni líka frá því. Hún fer á bryggjuna og þar er geggjað atriði með henni þar sem hún sér Nadine sem segir henni að það sé allt í lagi með Lucy. A-M nær sambandi við Brent í gegnum tölvu. Hann fær að tala við Lucy og veit að hún er heil á húfi. Brent sendir honum kort en A-M kemst að því að þetta var bara fýluferð, ekkert nálægt vitanum. Lucy nær að tala við A-M í tölvunni og ætlar að segja honum hvar hún er þegar Brent kom aftur. Á meðan Brent var í burtu hafði Roger Thorpe birt þetta í fréttunum um að Brent Lawrence hefði drepið Cutter. Brent sagði A-M að ef þetta myndi koma í fréttirnar myndi Lucy deyja, þess vegna voru allir reiðir við hann. Brent sá sig í sjónvarpinu í verslunarmiðstöðinni og J, sonur Nolu Reardon, sá hann en hann náðist ekki. Þess vegna var Brent reiður þegar hann kom aftur.

A-M fór að leita að Lucy og komst loksins í vitann. Lucy hafði sannfært Brent um að hún elskaði hann og ætlaði að fara burt með honum til að bjarga lífi sínu. A-M sagði henni að hætta þessu og ætlaði að drepa Brent með hníf þegar hann skaut hann í handlegginn. Sem betur fer var þetta ekki svo alvarlegt, en hann lokaði A-M inni í stigaganginum. Alan náði sambandi við Brent og bauð honum 10 milljónir dollara og Spaulding þotuna til að fara ef hann sleppur Lucy og A-M, en hann sagði að Lucy vildi fara með honum. Næsta dag fer Brent að hitta Alan að sækja peningana. Lucy sér sprengju í vitanum og hún er virk. A-M og Lucy halda litla brúðkaupsathöfn fyrir framan augliti Guðs. Á meðan hittir Brent Alan og Buzz kemur líka. Hann segir þeim frá sprengjunni og Frank og löggan koma eftir að Brent fer. Reva felur sig í bílnum hjá honum og kemur aftur og segir að LAM eru í vitanum. Löggan, Alan, Buzz og Reva eru komin fyrir utan vitann. Brent aftengir sprengjuna og sér á spólu litlu athöfn LAM og brjálast. Lucy fer þá að tala eins og mamma hans gerði og hann er alveg að fríka út. Hann sér lögguna og áttar sig á hvað Lucy er að gera. Hann er næstum búinn að láta hana fá byssuna þegar Cassie kemur og kallar á hann. Hann fær nóg og fer með Lucy uppá toppinn á vitanum. Ég elska þennan þátt, A-M kom upp og þar voru mikil átök, Lucy henti peningunum niður og Brent henti henni næstum yfir. Frank og Nick fóru upp og Brent var næstum dottinn niður þegar þeir hjálpuðu LAM að lyfta honum upp. Allt var búið, Frank náði Brent og handtók hann, LAM fóru á spítalann og Susan & Nick komu með kampavín til að fagna að allt væri búið. Brent er núna í fangelsi og talar eins og Marian og Frank er að reyna að finna út hvort hann sé að feika það eða hvort hann sé einfaldlega bara geðveikur (sem hann er reyndar). Já, núna er ég bara komin þar sem við erum núna. SNICK (Susan & Nick) og LAM eiga eftir að gifta sig sem verður gaman að sjá:D

Sonia Satra.

Sonia Satra er fædd 17.desember í Glen Ridge, New Jersey, USA árið 1971 (sem gerir hana 34 ára í dag, næstum 35). Hún er yngst af þrem systkinum. Móðir hennar, Gunvor, er söguprófessor frá Noregi, sem talar 5 tungumál. Faðir hennar, John, er hagfræðiprófessor frá Ástralíu, sem er með doktorsgráðu frá háskólum í fjórum löndum. Sonia fór í grunnskóla í Little Falls, New Jersey og var formaður í The National Honor Society, fyrirliði tennisliðsins og ritstjóri árbókarinnar. Hún eyddi æskuárum sínum að ferðast mikið og þegar hún varð 18 ára hafði hún komið til Frakklands, Danmerkur, Englands, Spánar og Egyptalands. Sonia hefur alltaf verið mjög sjálfstæð manneskja, þar sem pabbi hennar var lítið heima og mamma hennar vann mikið. Hún elskar tónlist og hefur m.a. spilað á flautu. Hún fór í Rutgers University og útskrifaðist þar með listagráðu. Meðan hún mætti í háskóla, var hún hvött af ljósmyndara að fara í fyrirsætustarf. Hún fór þá til New York á fyrirsætuumboðsskrifstofu og fékk að sitja fyrir í herferðum og fl.

Hún flutti til Californiu til að leika meira. Í LA fékk hún hlutverk í nokkrum leikritum, m.a. “Desperate Hours”, “New”, Filthy Talk“, ”Senior Prom“ og ”Coffee“. Eftir það fór hún að leika í sjónvarpi, m.a. myndunum ”Sam and Ed“, ”Hyacinth“, ”Intrepid“ og ”Pride & Loyalty“, en hún var framleiðandi þeirrar myndar. Hún hefur einnig leikið í þáttunum ”Baywatch“, ”Brand New Life“, ”Trial By Jury“ og sápuóperunni ”One Life To Live".
Í júlí 1993 fór Sonia í áheyrnaprufu sem Lucy Cooper í Guiding Light, fékk hún hlutverkið og kom fram sem Lucy Cooper í september 1993. Þegar Sonia er ekki að vinna, finnst henni gaman að fallhlífarstökki, jóga, á hestbaki, mála, hlusta á góða blús gítarleikara og fjallaklifur. Hún hefur klifið upp tvö hæstu fjöll Noregs, og Mount Whitney, hæsta fjall í meginlands-Bandaríkjunum. Hún hefur mikinn áhuga á boxi og spilar reglulega á Gleason's World Famous Boxing Gym í Brooklyn, New York. Hún er þekkt fyrir að lifa lífinu eins og hún getur.

Sonia er einhleyp sem stendur. Hún giftist flutningarframkvæmdastjóranum Robert Udet í janúar 1993 en þau skildu ári síðar. Hún var í sambandi með Monti Sharp (fyrrverandi David Grant) í doldinn tíma og þau bjuggu saman en það samband gekk ekki. Þau skildu sem góðir vinir.

Upplýsingar fékk ég á www.soapcentral.com/gl/whoswho/lucille.php, http://www.geocities.com/TelevisionCity/Studio/3000/LAM.html, www.soniasatra.com og http://www.geocities.com/TelevisionCity/Network/5280.

Takk æðislega fyrir að lesa þetta, veit að þetta er ROSALEGA langt! :D