Fólk verður líka að fara að átta sig á að DV er ekki lengur þetta týpíska dagblað, það er búið að breytast í slúðurblað í dagblaðsformi. Ég meina venjuleg dagblöð eins og Morgunblaðið eða Fréttablaðið tala venjulega um það sem er að gerast í heiminum í dag en í DV er rætt t.d. um það að herra Ísland hafi verið laminn í aftursætinu á einhverjum bíl niðrí bæ, kommon, ef þetta er ekki bara eins og klippt út úr Séð og Heyrt þá veit ég ekki hvað.