Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

erikolaf
erikolaf Notandi frá fornöld 156 stig
——————–

Re: please read. :)

í Tilveran fyrir 22 árum, 1 mánuði
AF hverju þurftirðu að hafa nafnið á korkinum á ensku? <br><br>——————– Yes I know my enemies/ They're the teachers who taught me to fight me/ compromise comformity assimulation submission ignorance hypocrisy brutality the elite/ all of which are American dreams Zach de la Rocha

Re: Peace4All aftur(ahh...)

í Tilveran fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er sammála. P4a á greinilega eitthvað bágt og við skulum bara gera honum þann greiða og okkur öllum hér á hugi.is að svara honum ekki.<br><br>——————– Yes I know my enemies/ They're the teachers who taught me to fight me/ compromise comformity assimulation submission ignorance hypocrisy brutality the elite/ all of which are American dreams Zach de la Rocha

Re: Um hlátur og gleymsku

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vil helst ekki fara útí guðlegar umræður því mér finnst það frekar þreytt umræða og er eiginlega bara spurning um skoðun. En samt sem áður get ég sagt þá að ég tel að saasmongi sé til vegna þess að ég hef ekki fundið sönnun fyrir því að það sé ekki til? Þetta finnst mér léleg rökfærsla og ekki byggt á neinu. :)

Re: Um hlátur og gleymsku

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
“Ég hef að minnsta kosti ekki enn orðið var við neina endanlega og óhrekjanlega sönnun á tilvistarleysi guðlegra vera.” Þetta er eiginlega hálf fyndin rök fyrir tilvist guðlegra vera. Get ég þá snúið mér við og sagt: ég hef að minnsta kosti ekki enn orðið var við neina endanlega og óhrekjanlega sönnun á tilvist guðlegra vera. Í mínum huga þá trú á guðlegum verum manneskajan í sinnin aumustu mynd. Að kenna einhverju öðru en sjálfum sér um það sem fer úrskeiðis. Ég ætla að biðja guð um góðar...

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég verð nú að viðurkenna að alþjóðavæðingin er ekki alveg af hinu vonda ég held að ég hafi sagt það áður. Ég vil ekki að hver þjóð fari að stunda sjálfsþurftarbúskap það er della. Það er margt að alheimsvæðingunni eins og ég kýs að kalla það. Það er eins og þú bendir réttilega á spilling. Ríkisstjórnir sem hafa verið settar á fót og oft af Bandaríkjamönnum hafa verið spilltar og það er nákvæmlega það sem Bandaríkjamenn vilja. Þeir vilja að launin séu lág þannig að fyrirtæki geta fengið ódýrt...

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er ekki að segja að ríki eiga að loka sér af og gerast sjálfsþurftarbændur. Ég er enginn kommúnisti þó ég sé vinstri sinnaður. Þú virðist einnig alltaf benda á ríki einsog N-Kórea og Kúbu. Hefurðu engin önnur dæmi. Kúbu hefur verið beitt viðskiptaþvingunum og gott ef að N-Kórea hafi ekki lent í því sama. Viltu ekki benda á Íraq líka. Þeir hafa ekki fengið lyf né matvæli í háa herrans tíð. Það er hreinn baranskapur að benda á lönd sem mega ekki fá vörur inní landið sitt einfaldlega vegna...

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Auðvitað er hægt að tína dæmi til sem forsetar hafa sett á sem hafa gagnast hinum almenna borgara. Annað væri ekki hægt oftast gert til þess að hljóta endurkosningu eða kosningu fyrir frambjóðanda flokks forsetans. Og einhversstaðar sagirðu að Mexikó væri aumt dæmi eða eitthvað slíkt. Má þá ekki nefna hrun efnahagskerfisins í Argentínu. Þeir viðurkenna að ástæðan sé nýfrjálslyndið. Vegna nýfrjálslyndistefnunar var fólkíð að sjá launin sín lækka allverulega og skuldir Argentínu jukust uppúr...

Re: Órói í kringum Riise

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er nú alveg ágætt en ég ætla samt að fylgjast með honum hann er að ég tel vandræðagemlingur. Hann gaf það út einhvern tímann við Fulham eða bara alla að Liverpool er ekki síðasta liðið sem hann spilar með. Það veitir oft ekki á gott ef leikmaður veit það áður en hann spilar leik að þetta er ekki hans síðast lið.

Re: Órói í kringum Riise

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef alltaf haldið að Riise myndi verða til vandræða. Það sást bara á því hvernig hann fór með Fulham í fyrra og svo var hann alltaf uppá kant við Monaco helvítis fífl.

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Mexikó hefur alltaf verið þekkt sem land óréttlætis en hefur orðið meira undir nýfrjálslyndisstefnunni. Heimsbankinn tilkynnti að neðstu 10% þjóðarinnar afla einungis 1,5% tekna á meðan að efstu 10% afla 50%. Fátæktarmörkin sem mexikóska ríkisstjórnin setti var lágmarkslaun tveggja með fimm manna fjölskyldu. Í dag eru þetta 80 pesetar eða 13 kanadískir dollarar á dag.Grein eftir Julio Boltvitnik sem er hagfræðingur segir að 71 milljón manns eða 71% af þjóðinni búi í fátækt en 45 milljón í...

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vil ekki alveg kaupa það að short term pain for a long term gain eigi vel við því þessar þjóðir sem skulda iðnvæddulöndunum pening þessar þjóðir eru í svo mikilli skuld. Einhversstaðar las ég það að þessi lönd hafa ekki meiri greiðslubyrði en því sem nemur vöxtunum á lánunum sem þeir hafa fengið. Ekki fyrren skuldum þessara landa eru felld niður er kannski hægt að gera eitthvað í þessum málum. Ég get ekki séð að til dæmis að lýðræðið í Bandaríkjunum sé eitthvað frjálst(land of the free)....

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
IMF og World Bank eru arkitektarnir að heimsfjármálastefnunni. Það sem þeir hafa á stefnuskrá sinni og gangvart fátækum löndum styðja risa Bandarísk fyritæki á kostnað fólksins í landinu og umhverfinu. Þegar fátæk lönd geta ekki borgað skuldir sínar lánar þessar stofananir þeim pening. En það er ekki án skilyrða oft eru skilyrðin þau að þau verða að endurskipuleggja löndin og gera þau fjárfestingarhæf fyrir erlenda aðila.Loforð þessara stofnana um betra líf fyrir íbúanna hafa sjaldnast eða...

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta var ein af mörgum greinum á tölvu minni og hafði engan höfund og taldi ég að þetta væri eftir Chomsky eins og næstum allar greinar á tölvunni minni eru.

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vil ekki segja að þetta sé endursögn á skoðunum Chomsky bara vitnað og unnið úr hugmyndum hans og fleiri merkra manna. Þar að auki var greinin skrifuð svona meðvitað eitthvað sem ég ákvað í upphafi að hafa greinina hraða(ég er ekki að meina stutta)og virðast pínu samhengislaus ég reyndi að binda það saman í endanum greinilega tókst mér það ekki að þínu áliti en hvað get ég gert.

Re: Emiliano Zapata

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er ekki enn búinn að lesa þá bók en er að fara að komast yfir hana. Ég keypti mér bara svo mikið af bókum eftir jólin og þar á meðal þessi bók. Ég er enn að lesa og hún kemur fljótlega í röðinni

Re: Che Guevara

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ástæðan er sú að ég geng í skóla hér og lýk við það nám í mái og vonandi þarf ekki að snúa aftur. Aldrei hef ég kynnst öðrum eins áróðri sem að fjölmiðlarnir dreifa. Ég fæ eiginlega velgju bara við það að kveikja á sjónvarpinu og eða fréttunum. Ég hef lifað eftir því mottói að ef það er sagt of oft þá er það líklega ekki satt.

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Og til þess að svara azrael72. Þá eru mínar heimildir uppúr bókum eftir mann að nafni Noam Chomsky merkur maður og ef að einhver kemst yfir bækur eða greinar eftir hann þá er það frábær lesning.

Re: Alheimsvæðing

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vissi að þetta var nifteindasprengja smá skyssa.

Re: Che Guevara

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vil halda því fram að Bandaríkin séu valdakúgun og rugl. Þeirra valdníðsla í öðrum löndum svo sem Nicaragua, El Salvador, og fleira og fleira. Og að segja að þegar Hugo Chavez var steypt af stóli í Venezuela hafi ekki verið styrkt af CIA er barnaskapur. Einvhern veginn vitum við að sólin rís á morgun bara af því að hún hefur alltaf gert það hingað til. Lítum á “glæpi” Chavez. Hann kallaði stríð Bandaríkjamanna gegn Afghanistan “að berjast á móti hryðjuverkum með hryðjuverkum”. Hann...

Re: Bréf frá Bandaríkjamönnum til Evrópubúa

í Tilveran fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er sammála. Ég hef lítið á móti fólkinu í landinu. En ríkisstjórnin með þeirra heimsvaldastefnu þar sem þeir bomba lönd vegna þess að þeir hlýða ekki fyrirmælum sbr. Gvatemala, El Salvador, Nicaragua, og Íraq.Einnig hafa þeir fjármagnað hryðjuverk í þesssum löndum með því að senda vopn þangað og með skipulagningu ekki má gleyma stuðning Bandaríkjamanna við Mexikósku ríkistjórnina þegar Méxikó var að slátra mótmælendum. Heimurinn horfir á og segir ekkert. Þeim væri nær að senda sprengjur á...

Re: Emiliano Zapata

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég vill ekki kaupa það að það séu gyðingar sem séu við völdin hér í BAndaríkunum. Það er einhver gömul vitleysa sem virðist aldrei ætla að deyja. Og fyrir utan það þá kjósa gyðingar held ég alveg nálægt 90% demókrata. Frekar held ég að Bandaríkjamenn líta á ísrael sem hernaðarlega mikilvægan stað sem þeir vilja hafa góðan og greiðan aðgang að.

Re: Che Guevara

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef aðallega verið að lesa bækur og ritgerðir eftir mann að nafni Noam Chomsky. Hann er mikill snillingur og ég held að hann sé með heimasíðu þar sem hann birtir bækurnar og ritgerðir sínar. Mæli eindregið með honum.

Re: Bréf frá Bandaríkjamönnum til Evrópubúa

í Tilveran fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það sem ég skynjaði í þessu var eitthvað annað en það sem þú skynjar. Það sem ég semsagt las úr þessu var að evrópa ætti að fordæma aðgerðir Bandaríkjanna. Kannski ætti ég að lesa þetta aftur. <br><br>——————– Yes I know my enemies/ They're the teachers who taught me to fight me/ compromise comformity assimulation submission ignorance hypocrisy brutality the elite/ all of which are American dreams Zach de la Rocha

Re: Til umhugsunar

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er eiginlega alveg ótrúlegt að það er alltaf guði að þakka og guð á að blessa Ameríku (God bless America eins og er á hverju götuhorni og á bílum eftir 11. september). En það virðist aldrei vera hjá trúuðu fólki að það sé guði að kenna þegar eitthvað eins World Trade Center gerist. Smá pæling.

Re: Che Guevara

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég varð ekkert móðgaður þegar þú kallaðir mig vitfirrtan. Það sem fór mest í taugarnar á mér var það sem lesa mátti á milli línanna, þú trúðir ekki því sem ég var að skrifa. Það sem ég hef skrifað hér að ofan er sannleikur en hefur bara verið kæft af “mainstream” fjölmiðlum. Hinir sömu fjölmiðlar sem styrkja forseta frambjóðendur og pólitíska flokka. Sömu stöðvarnar eða fjölmiðlarnir sem vilja að hagsmunum þeirra sé gætt á þingum. Og hvað vilja flokkarnir og frambjóðedur tilbaka? Svarið er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok