“War is a matter of vital importance for the State, it is the province of life and death, the path which leads to survival or annihilation. It is indispensable to study it at length”. - The Art of War, Sun Tzu.

Ný frjálslyndisstefnan eða alþjóðavæðingin ætti að vera skilin sem ný tegund af stríði og barátta fyrir landssvæði. Endalok þriðjuheimsstyrjaldarinnar eða kaldastríðsins þýðir ekki að við höfum fundið stöðugleika undir handleiðslu sigurvegarans. Eftir stríðið þá var einn sem tapaði (sósialistarnir). En það er erfitt að segja hver vann. Bandaríkin? Vestur-Evrópa? Japan? Allar þessar þjóðir? Málið er það að sigurinn á “the evil empire” þýddi opnun á nýjum mörkuðum án þess að hafa eiganda. Þess vegna hófst barátta um eignarrétt á landsvæðum.

Ekki bara það en endalok kaldastríðsins hafði í för nýjar stefnur og opnanir á mörkuðum heldur hófst ný heimsstyrjöld sú fjórða. Þetta krafðist þess eins og öll önnur stríð endurskilgreining á ríkjum. Og þegar þessar endurskilgreiningar áttu sér stað þá snéru stærstu ríkin sér að því sama og áður og byrjuðu “hertökur” í löndum S-Ameríku, Afríku og Oceania. Það er furðulegt þegar við höldum að við séum að fara áfram þá erum við í raun að snúa tilbaka. Endalok síðustu aldar líkist meira síðustu öldum sem á undan gengu heldur en framtíðasrsýnin í mörgum vísindaskáldsögum. Í heimi eftir kaldastríð eru stór landsvæði, ríkidæmi, og það sem meira er klárir verkamenn bíða þess að nýr eigandi skipi þeim fyrir.

En það er afstaða eiganda heimsins og það eru margir sem líta upp til eigandans. Og til þess að sigra brýst út annað stríð en núna á meðal þeirra sem kalla sig:”good empire”.

Ef að þriðja heimsstyrjöldin var á milli kapitalista og sósialista (þar sem Bandaríkjamenn og Sóvétmenn fóru fyrir sitthvorum) með mismunandi stigum af harðleika og mismunandi kringumstæðum, þá er fjórða heimsstyrjöldin að eiga sér stað á fjármálamörkuðum heimsins, með stöðugum harðleika og ákveðnum kringumstæðum.

Frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar þangað til 1992 hafa verið 149 stríð í heiminum.Samanlagður fjöldi fallinna er um 23 milljónir (UNICEF gaf heimild), og þess vegna er enginn vafi um harðleika þessarar þriðju heimsstyrjaldar. Frá fylgsnum alþjóðlegrar njósnarþjónustu, til geimsins eða svokallaðrar Strategic Defense Initiative (Stjörnustríðið hans Ronald Reagan), frá söndum Playa Giron í Kúbu, til Mekong Delta í Vietnam, til eyðileggingar vegna heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna í S-Ameríku, til furðulegrar hreyfingar hermanna NATO, til CIA leyniþjónustumannanna sem sáu um aftökuna á Che Guevara í Bólivíu, þar sem illa nefnda “kaldastríðið” náði hitastigum sem þrátt fyrir sífelldar breyttar kringumstæður og óþarflegar kjarnorkukrísur endaði með því að sósialismi sem alheimskerfi var fleygt útum gluggann sem annar möguleiki skyldi kapitalismi ekki virka.

Þriðja heimsstyrjöldin sýndi stærðog mikilfengleika “fullkomna stríðsins” fyrir sigurvegarann: kapitalisma. En kringumstæður eftir stríð var í rauninni skilgreint sem nýja sviðið til alheims aðgerða. Gríðarlegar stækkanir á “no man´s land”( vegna gríðarlegarar eyðileggingar sem varð í A-Evrópu og Sovétríkjunum), þá voru stórveldi(Bandaríkin, V-Evrópa og Japan) í gríðarlegum stækkunarhugleiðingum. Krísa í fjármálum heimsins, og ný tæknibylting: upplýsingabyltingin gerði þetta kleift. Á sama hátt og iðnaðarbyltingin hafði skipt út vöðvum fyrir vélar þá skipti upplýsinga byltingin út heila mannsins (að minnsta kosti fullt af mikilvægum hlutum heilans) fyrir tölvu. This “general cerebralization” of the means of production (the same as occurred in industry as in services) is accelerated by the explosion of new telecommunications research and the proliferation of the cyberworlds“ (Ignacio Ramonet).

Besta tegund höfuðstóls, peningalegur höfuðstóll hóf að þróa stríðskerfi gegn nýja heiminum og gegn því sem var eftir af því gamla. Hönd í hönd við tæknibyltinguna sem setti heiminn undir vald tölvu settu fjármálamarkaðarnir þeirra lög og reglur á alla jarðkringluna. Alheimsvæðing nýja stríðsins er ekkert nema alheimsvæðing á lógík fjármalamarkaðarins. Ríki heimsins (og leiðtogar) fóru frá því að vera stjórnendur fjármálamarkaðarins til þess að vera stjórnað af fjármálamarkaðnum, eða það sem betur mætti segja stjórnað af frjálsa markaðnum. Loksins var stríð sem hægt var að kalla algjört stríð.

Einn fyrsti fallni hermaðurinn í þessu nýja stríði var markaður hvers lands. Eins og laus byssukúla í brynvörðu herbergi, þá var skotið sem var hleypt af nýfrjálslyndisstefnunni skaust af veggnum og beint aftur í þann sem skaut kúlunni upphaflega( vonandi skilst það sem ég er að reyna að segja).Eitt af grunnstoðum valds í hverju nútima kapitalista ríki, fjármálamarkaður hvers lands, var eyðilagt af skotinu sem var hleypt af í nýju alþjóðavæðingunni og alheimsmörkuðum. Alheimshöfuðstóll tók suma af fórnarlömbun sínum og reif þá í sundur eða eyddi allan kraft þangað til að markaður þess lands hrundi. Höggið sem hlýst af þessu hefur verið svo öflugt að ríki hafa ekki nægilegan fjármála styrk til þess að keppa við alheimsmarkaði og er á skjön við það sem íbúar og ríkistjórnir þess lands geta mögulega sætt sig við.

Hið varkára og skipulagða vesen sem kaldastríðið færði “the new world order” varð fljótlega að hlutum vegna nýfrjálslyndisstefnunnar. Heimskapitalismi fórnaði án vægðar allt það sem gat gefið því framtíð og sögu það sem kallast “national capitalism”. Fyrirtæki og ríki féllu saman á mínutum vegna fjármála hvirfilvindanna. Barnið (nýfrjálslyndisstefnan) borðaði föðurinn (national capitalism) og með dauðanum tók það með sér það eina góða í kapitalisma. Í nýju heimsvaldastefnunni (new world order) er ekkert lýðræði, frelsi eða jafnræði.

Í þessu nýja heimskringumstæðum sem er varningur “kalda stríðsins” allt sem er greinilegt er að nýr vígvöllur er til og eins og í öllum öðrum vígvöllum þá ríkir mikil ringulreið.

Við endalok “kaldastríðsins” skapaði kapitalismi nýjan hrylling: vetnissprengjan. Það sem þessi sprengja gerir er að hún skemmir bara líf en leyfir byggingum að standa uppréttum. Heilar borgir (íbuar þess það er) gætu verið eyðilagðar án þess að þurfa að endurbyggja þær og borga fyrir þær. Allir klöppuðu sjálfum sér á bakið. Kjarnorkusprengjan átti nýjan vin í formi vetnissprengjunnar.En ný sprengja átti eftir að uppgötvast þegar fjórða heimstyrjöldin hófst en það var fjármála sprengjan.

Nýja frjálslyndissprengjan, öðruvísi en atómsprengjan sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki skemmdi ekki bara ríkið í þessu tilfelli og hafði í för með sér dauða og hrylling fyrir fólkið sem bjó þar, og öðruvísi en vetnissprengjan sem drap bara fólk. Þá var nýfrjálslyndissprengjan sprengja sem endurskipulagði og endurskipaði allt eins hluti og af púsluspili og allt eftir stefnu alheimsvæðingarinnar. Eftir hrikalegar skemmdir sem þetta hefur í för með sér þá eru endalokin ekki rjúkandi rústir eða þúsundir mann dánir, heldur er það hverfi af fólki samanfléttað við alheimsvæðinguna og heimsstórmarkaðinn og vinnumarkað endurskipulagt og verður að heimsgraut af vinnumönnum.

Evrópusambandið einn af örmum þess sem skapað er af nýfrjálslyndisstefnunni er vegna fjórðu heimstyrjaldarinnar. Hérna eyddi alheimsvæðingin landmærin á milli óvina og neyddi þá til þess að sættast og íhuga samtöðu. “From the National States to the European federation, the economist path of the neoliberal war in the so-called ”old continent“ would be filled with destruction and ruins, one of which was European civilization.” (ég veit eiginlega ekki hver skrifaði þetta)

Ný svæði byrjuðu að myndast allsstaðar. Svoleiðis var það í N-Ameríku þar sem NAFTA var stofnað. Kanada og Bandaríkin og Mexikó hafa frjáls viðskipti sín á milli. Þetta er ekkert nema forboði á því sem í Bandaríkjunum má kalla “manifest destiny” eða Ameríka fyrir Bandaríkjamenn. Í S-Ameríku er það sama að gerast með Mercosur en það er samningur á milli Argentínu ,Brasilíu Paragvæ, og Úrugvæ. Í N-Afríku, er UMA, samningur milli Morokkó, Alsírs, Túnis, Libýu og Mauritania. Allsstaðar er þetta að gerast og nýsvæði eru hernumin.

Kemur þessi stefna í staðinn fyrir lönd? Nei, eða ekki bara. Þeir hafa löndin með í för en endurskipuleggja virkni þeirra takmörk landanna og möguleika landanna. Heilu löndin eru skipt í hluta eða deildir af risafyrirtæki nýfrjálslyndisstefnunnar. Nýfrjálslyndisstefnan virkar þá þannig eyðilegging/minnkun á mannfjölda annars vegar og endurskipulagning/enduruppbygging hins vegar á svæðum og ríkjum til þess eins að opna nýja markaði eða laga þá sem fyrir eru.

Ef að kjarorkusprengjan var ógnvekjandi og fældi menn frá í þriðju heimsstyrjöldinni, þá eru fjármálamarkaðssprengjurnar í þeirri fjórðu að leika sama hlutverk. Þessi vopn þjóna þeim tilgangi að ráðast á svæði (ríki) og eyðileggja grunnstoðir þess lands sem það þarf til þess að þrauka og lifa í heiminum og framleiða það sem kalla má “depopulation” á svæðunum og losa sig við allt það sem er ónothæft í nýja markaðnum og oftast eru það þeir fátæku sem þurfa frá að hverfa.

En að auki þá starfa fjármálamarkaðarinir á sama tíma að enduruppbyggingu á ríkjunum og endurskipuleggja í sammræmi við nýju lógík alþjóðamarkaðarins “the developed economic models are imposed upon weak or non-existing social relations” .

Fjórða heimsstyrjöldin í dreifbýli hefur til dæmis þessi áhrif. Dreifbýlis endurskipulagning sem er krafist af alþjóðlegum mörkuðum reyna að auka framleiðslu. En hvað gerir það við það sem fólkið hefur vanist við á peningalegan hátt og félagslegan. Jú, rétt eins og í stríðum þá flykkjast allir frá dreifbýlinu til borganna. Á meðan í úthverfunum þá eru markaðarnir yfirfullir af vinnumönnum og ójöfn dreifing launa er frelsið sem bíður þeirra sem leita að betra lífi.

Dæmi sem sýna þessa fræði hjá fólki (indigenous)sem bjó á landinu sínu og gerir enn þegar ytri heimurinn komst í snertingu við þau. Ian Chambers hjá Sameinuðuþjóðunum sagði að “indigenous people” en þau telja um það bil 300 milljónir búa á eða eiga um það bil 60% af náttúrulegu auðlindum heimsins.

Þess vegna eru ”MULTIPLE CONFLICTS DUE TO THE USE AND FINAL DESTINATION OF THEIR LANDS AS DETERMINED BY THE INTEREST OF GOVERNMENTS AND COMPANIES IS NOT SURPRISING(…)THE EXPLOITATION OF NATURAL RESOURCES (OIL AND MINERALS) AND TOURISM ARE THE PRINCIPAL INDUSTRIES WHICH THREATEN INDIGENOUS TERRITORIES IN AMERICA"(Martha Garcia). Á bakvið þessar fjárfestingar kemur síðan mengun, vændi og eiturlyf. Eða með öðrum orðum endurbygging/endurskipulagning af því sem var eyðilagt/fórnað mönnum á svæðinu.

Í nýju heimsstyrjöldinni,þá er ríkispólitík ekki lengur til staðar. Pólitíkin er einungis að skipuleggja fjármál og pólitíkusarnir eru yfirmenn fyrirtækja. Nýju eigendur heimsins eru ekki ríkistjórnir, þeir þurfa þess ekki. Ríksstjórnirnar sjá um að skipuleggja viðskipti í öðrum heimshlutum.

Þetta er nýja heimsvaldastefnan, sameining heimsins í einn markað. Þjóðir eru risaverslanir einsog Hagkaup með forseta klædda upp sem ríkistjórnir, og nýju svæðis félagarnir (NAFTA, EU) eru meira líkari nútimalegri Smáralind heldur en sjálfstætt ríki eða svæði. Sameining þessara svæða undir nafni nýfrjálshyggju er einungis vegna peninga, þetta er sameining markaða til þess að aðstoða peningaflæði og flutning á varningi. Í risastóru alheimsmarkaði þá flæðir varningur auðveldlega á milli en ekki fólk.

Eins og í öllum fyrirtækjum (og stríðum), þá er þessi alheimsvæðing í samfloti með ákveðnum þankagangi. Á meðal svo mikið af nýjum hlutum þá er hugmyndafræðin sem nýfrjálslyndið er byggt á snýst þetta um yfirtöku á mörkuðunum þá er þetta eldgamall þankagangur.”The American way of life” sem var í samfloti með hermönnum Bandaríkjamanna í WW II, þetta var líka í Vietnam og það sem er næst okkur þá var þetta í Persaflóastríðinu, þessi þankagangur “The American way of life”er það sem stjórnar fjármálamörkuðunum.

Þetta snýst ekki einungis um eyðileggingu á rikjum og náttúrulegum auðlindum heldur snýst þetta um eyðileggingu á sögu og mennigu hvers ríkis.Virðing sem berum fyrir innfæddum í Ameríku, snilld Evrópu samfélagsins, viska Asíu þjóðanna, og kröftug saga Afríku og Oceania, öll menning og saga þessara svæða sem bjó til ríki eru undir árás frá “ The American way of life”. Nýfrjálslyndið á þennan hátt fer á fullt stríð: eyðilegging landa eða hóp af löndum til þess eins að koma þeim á sama stað og N-Ameríska kapitalista samfélagið er byggt á.

Fyrir mína hönd segi ég nei takk. Afsaka ef það eru margar villur í stafsetningu og framsetningu ég er þreyttur eftir langa veru fyrir framan tölvuna.
——————–