Emiliano Zapata Emiliano Zapata var fæddur í þorpinu San Miguel Anencuilco þann 8. ágúst 1979.

Hann var sonur bónda og varð síðan að frægasta aðila í Mexikósku byltingunni. Foreldrar hans voru mesitzo, en það þyðir að þau voru blanda af amerískum indjánum og spánverjum. Zapata fjölskyldan ræktuðu gróður og að auki ólu þau upp naut og hross. Foreldrar hans sendu Emiliano í skóla þegar það truflaði ekki vinnu hans á býlinu. Í uppeldi hans var það stór þáttur að segja honum sögur af forfeðrum hans sem höfðu barist gegn óréttlæti frá spænska yfirvaldinu.

Þegar Emiliano var 18 ára var hann handtekinn fyrir að vera í mótmælagöngu. Hann var að mótmæla því að búgarðstjóri var að taka stóra hluta af jörðum frá bóndunum. Emiliano var þegar þekktur hjá búgarðstjórunum sem var stjórnað af ríku eigundunum sem með leyfi frá stjórnvöldum höfðu tekið landið frá Indjánunum.
Indjánarnir notuðu landið til þess að rækta korn til eigin neyslu. En búgarðstjórarnir vildu nota landið til þess að rækta sykurreyr til utflutnings vegna þess hve hátt markaðsverð var fyrir sykur á þessum tíma. Til þess að taka land af Indjánunum og koma í veg fyrir að þeir tækju landið aftur réðu þeir fyrrverandi fanga til þess að vakta löndin. Emiliano tók þátt í fundum þar sem rætt var um hvernig þeir ættu að verja landið sitt. Þorpsbúarnir kusu Emiliano forseta hópsins í september 1909. Þessi hópur átti að verja hagsmuni landeigendanna. Það var komið útí það að landareigendurnir þurftu að vinna á landinu með riffil á bakinum til þess að geta varist yfirganginum.

Árið 1910 þegar Mexikóska byltingin hófst var Emiliano með sinn hóp í Suður Mexikó, og Pancho Villa sá um annan hóp í norður Mexikó. Uppreisnarseggjunum fannst að eina leiðin til þess að fá athygli Mexikósku ríkisstjórnarinnar var með valdi. Uppreisnarseggirnir voru mikilvægir í því að fjarlægja einræðisherrann Porfirio D’az. og hjálpuðu við það að koma Francisco Medero til valda.

Eftir tvo fundi með Francisco varð Emiliano svekktur með hvernig gengi með landsumbótin. Og í gegnum kennara að nafni Otilio Montano þá var áhrifamikil umbótar áætlun skrifuð sem hét Plan de Ayala. Ríkisstjórnin hélt að engin myndi taka þessa áætlun alvarlega og leyfði birtingu í dagblaði í Mexikó sem hét Diario del Holgar. Áætlunin fól í sér að taka 1/3 af löndunum frá búgarðsstjórunum og gefa þeim til bæjarfélaganna sem átti síðan að dreifa landinu á meðal íbúanna. Lífeyrir yrði greiddur til eiginkvenna og munaðarleysingja sem höfðu misst sitt fólk í stríðinu. Aðal hluti áætlunarinnar var ”tierra y libertad” eða land og frelsi fyrir fólkið. Á einum stað í áætlununni stóð þetta: “The immense majority of Mexican pueblos and citizens are owners of no more than the land they walk on, suffering the horrors of poverty without being able to improve their social condition in any way or to dedicate themselves to industry or agriculture, because lands, timber, and water are monopolized in a few hands.” (Emiliano Zapata þýtt af John Womack)

Zapatista hreyfingin stækkaði og varð þekkt sem Frelsisherinn úr suðrinu. Þegar mest lét var herinn með 25.000 manns. Þeir yfirtóku höfuðborgina Mexikó City 1914 og komu Medero frá völdum. Í staðinn fyrir að nauðga konum og stela úr stórum höllum þá báðu þeir einungis um vatn og mat. Sumir bardagarnir urðu þess valdandi að ríku landareigendurnir misstu lönd sín og þeir dreifðu landinu aftur til indjánanna . Að auki tóku þeir sykur myllur og eina pappírsverksmiðju.Landbúnaðarbanki var stofnaður og skólar voru opnaðir fyrir börn og fullorðna. Þrátt fyrir að Otilio og Emiliano höfðu unnið saman að áætlununni, þá skildu þeir brátt að í skoðunum. Þeir höfðu sitthvorar skoðanirnar um hvaða politíska leiðtoga þeir ættu að styðja og vildi Otilio flýja frá uppreisninni. 1917 reydi Otilio að flýja yfir á yfirráðasvæði óvinarins og var skotinn af Zapatista skyttum.

Svo varð það að Emilano fékk fregnir af því að hershöfðingi vildi fara frá her ríkistjórarinnar og yfir til Zapatista hreyfingarinnar.Það var 10 apríl 1919 að Emiliano fór til Chinamenca í Morelo á fund með hershöðingjanum. Það var setið fyrir Zapata og hann skotinn af hermönnum ríkistjórarinnar. Zapata dó eins og hann vildi en fræg setning frá honum var: “It is better to die on your feet than to live on your knees!”

Minningin um Zapata fer ennþá um Mexikó eins og draugur. Nafnið hans hefur verið notað af uppreisnarhernum í Chiapas, Zaptista Army of National Liberation(EZLN), í baráttu EZLN gegn nákvæmlega sömu þjóðfélagslegu erfiðleikum og Zapata barðist gegn. Það er stórir landeigendur (oft erlendir) stór fyrirtæki sem reka spilltar og kúgaðar þjónustur sem skilja sveitamanninn, sérstaklega innfætt fólk eftir arðrænda og án lands. Í gengum síðustu öld hefur fólk útum allan heim risið upp gegn kúgun og tekið ástfóstur við Zapata í leiðinni.
——————–