Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Áramótaskaupið .... (2 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hvernig fannst ykkur áramótaskaupið ? Mér fannst það bara mjög gott, með því betra sem maður hefur séð seinustu ár. Það var farið að staðna með því að hafa alltaf sama fólkið í því, en núna er komið alveg nýtt blóð í þetta. Mér fannst þau taka Árna Johnsen alveg frábærlega og þegar hann fór að spila á gítarinn eins og Rammstein þá fékk ég hláturskast og líka þegar hið frábæra lag Dabbi Kóngur var flutt það var alveg hrein snilld. Annars fannst mér skaupið bara mjög gott í ár og er alveg mjög...

Til að fá meira hraða á ADSL-ið ...... (0 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég var að pæla í því hvort einhver veit um það hvernig maður getur “tweekað” adsl módemið til að fá meiri hraða ? Ég hef heyrt að þetta sé hægt en að það fari ekki endilega vel með módemið. Að það sé breytt einhverjum innri stillingum. Hafið þið heyrt eitthvað um þetta mál. Það væri gaman að heyra frá einhverjum gúrúum á þessu sviði vegna þess að maður hefur heyrt svo mikið um þetta að þetta hlýtur að vera hægt. Endilega látið heyra í ykkur um þetta, með von um kraftmikla umræða. Með Jóla og...

Íþróttamaður Ársins. (1 álit)

í Íþróttir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Örn Arnarson sundmaður var kjörinn íþróttamaður ársins í þriðja sinn á fjórum árum núna í kvöld. Mér fannst það nú alveg út í hróa hött að vera alltaf að velja sama einstaklinginn. Hann er greinilega kominn í náðina hjá íþróttafréttamönnunum og þeir vilja bara kjósa hann. Í öðru sæti varð Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður hjá Magdeburg sem stóð sig frábærlega og varð Þýskalands og Evrópumeistari á árinu. Þórey Edda Elísdóttir varð síðan í þriðja sæti. En það sem mér fannst samt...

Windows XP Pro á PII 233 mhz !!!! (0 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er með tölvu sem er PII 233 mhz með 224 mb sdram minni og 3 gb hörðum diski. Ég var að keyra windows 98 se á íslensku en fílaði það ekki og prófaði linux og henti honum út líka og prófaði síðan að setja windows 98 upp aftur og síðan windows xp pro ofan á það. Það keyrir mjög vel. Mér finnst alveg snilld að það sé hægt að keyra þetta á svona gamalli vél. Hvað ætli að séu lágmarkskröfur fyrir þetta stýrikerfi ? Það þætti mér gaman að vita. Það stendur að vísu á Microsoft síðunni að það sé...

Redhat Linux 7.0 (21 álit)

í Linux fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er alveg ferlegt með Redhat Linux 7.0 sem ég er með !!!! Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að skipta úr windows 98 se yfir í Redhat Linux 7.0 en nei nei það gekk nú ekki eins og ég vildi. Ég setti það upp og komst inn í X windows en ákvað síðan að setja meira inn og setti það upp aftur en aldrei vildi það fara aftur inn í X windows. Ég ætlaði að setja upp adsl og soleiðis en þetta neitaði að virka og þegar ég reyndi að skrifa startx en þá kom villuboð þannig að ekkert virkar. Ég...

Toppbaráttan að harðna ..... (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Núna eru toppbaráttan í ensku deildinni farinn að harðna svo að um munar. Newcastle eru á toppnum eftir 3-0 sigur á Middlesboro í dag með 39 stig síðan koma Arsenal og Liverpool á hæla þeirra með 36 stig og Liverpool á leik til góða. Leeds er með 35 stig og Manchester United er með 33 stig og Chelsea með 30 þetta er alveg ótrúlega jafnt og minnir mig á 1989 þegar Arsenal vann Liverpool 2-0 og tryggði sér titilinn í seinasta leik. Ég vona bara að það verði hreinn úrslitaleikur þetta árið og...

Robbie Fowler fer á kostum. (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það virðist nú hafa margborgað sig fyrir Leeds að kaupa hinn frábæra framherja Robbie Fowler frá Liverpool miðað við leikinn sem hann sýndi í dag á móti Bolton. Fowler skoraði fyrsta mark leiksins strax á annari mínútu og var síðan aftur á ferðinni eftir sextán mínútr og var Leeds 2-0 yfir í hálfleik. Hann hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og bætti við þriðja markinu á 89 mínútu og fékk síðan vítaspyrnu sem hann náði ekki að nýta áður en leikurinn var búinn og er hann þar með kominn með...

Til sölu : ScanJet 3200 C (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er með til sölu ScanJet 3200 C skanner, ég er ekki viss með straumbreyti fyrir þetta en hann er til sölu engu síður. Sendið mér bara tilboð.

Terim á leið til Galatasaray (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Allt virðist nú benda til þess að Tyrkinn Fatih Terim, sem rekinn var frá AC Milan fyrir stuttu, taki við stjórninni hjá Galatasaray innan skamms. Hann hefur þegar átt fund með forráðamönnum félagsins en grunnt er á því góða á milli þeirra og núverandi þjálfara félagsins, Rúmenans Mircea Lucescu, eftir sð Lusescu gagnrýndi félagið harðlega á dögunum. Terim nýtur gífurlegrar hylli í Tyrklandi eftir að hafa stýrt Galatasaray til sigurs í Evrópukeppni félagsliða fyrir tveimur árum og ljóst að...

Washington halda sigurgöngunni áfram (1 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta er alveg merkilegt. Washington eru búnir að vinna sjö leiki í röð núna og er með 12 leiki unna og 12 tapaða. Maður hefur ekki séð svona góðann árangur hjá þeim síðan þeir hétu Washington Bullets 1995-96 þá unnu þeir 42 leiki og töpuðu 40. Nú seinast unnu þeir Atlanta 103-76 þvílíkt burst !!! Michael Jordan skoraði 23 stig og í öðrum leikhlutan þá hitti hann níu skotum í röð á móti Toni Kukoc fyrrverandi félaga sínum hjá Chicago Bulls og hann var orðinn svo hundsvekktur að Lenny Wilkens...

Tyson í klandri enn eina ferðina .... (9 álit)

í Box fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Lögfræðingur Mike Tyson hefur haft nóg að gera á þesu ári. Nú hefur lítt þekktur hneflaeikamaður Mitchell Rose sakað hann um að hafa slegið sig niður fyrir utan næturklúbb í New York á sunnudagsmorgu, en fyrr á þessu ári er búið að saka Tyson tvisvar um nauðganir. Annað málið var fellt niður en það er enn verið að rannsaka hitt. Lögfræðingur Tyson segir að það séu hins vegar engar sannanir fyrir því að Tyson hafi slegið Rose niður. Öryggisverðir Tysons og dyraverðir staðarins hefðu beðið...

Gengi Valsmanna. (5 álit)

í Handbolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta byrjaði nú vel hjá Valsstrákunum en Mulningsvélin er eitthvað farin að hiksta. Tapa tvisvar fyrir Haukum og einu sinni fyrir bæði KA og ÍBV ( báðir leikir sem áttu að vinnast ). Ef við ætlum okkur að eiga eitthvað í meistaratitilinn þá megum við ekki láta svona minni spámenn vaða uppi. Stjörnunni var nú samt pakkað saman 31-22 fyrir jólafríið þannig að ég er nokkuð sáttur með að vera í öðru sætinu eins og stendur. Geir Sveinsson skipti sjálfum sér inn á og sýndi gamla góða takta. Hann...

Skrifararaunir. (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er hérna með 2 hraða skrifara sem ég fékk fyrir lítið til að leysa skrifara vandamál mín. En nei nei hann sko alls ekki virka, ég prófaði að skrifa með honum á bæði 1x og 2x hraða og prófaði að setja hann inn sem master/slave og cable select en ekkert gengur. Vitið þið um einhver úrræði sem ég gæti notað ????

Glæpabær / Tæknibær. (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sælir Félagar. Núna detta mér allar dauðar lýs af höfði. Ég fór með vini mínum í glæpabæ í algerri neyð af því að okkur vantaði stykki sem við fengum hvergi annarsstaðar til að geta notað lyklaborð með nýju tengi í gamalt. Á meðan við bíðum þarna í búðinni eftir afgreiðslu þá er maður þarna að kaupa sér geislaskrifara ( ábyggilega til að skrifa pornið sitt ) og kaupir eina 100 geisladiska með !!! Þá fær hann driver disk með, og hugbúnaðurinn er sko ekki í pakkningunum heldur bara venjulegur...

Manchester United að klúðra enn eina ferðina .... (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Manchester United tapaði enn einum leiknum í dag, nú á móti Chelsea á Old Trafford 0-3. Það er athyglisvert að fylgjast með Manchester liðinu þessa daganna, þeir virðast verða meira og meira mannlegir og heljartak þeirra á ensku deildinni virðist verða æ minna með hverjum leiknum. Mario Melchiot skoraði fyrsta mark Chelsea í dag, síðan var röðin komin að Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári setti þriðja markið inn. Manchester voru heppnir að það fór ekki verr vegna þess að þeir fengu eitt...

Vantar Tölvu. (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sælir strákar. Núna lést tölvan mín skyndilega og ég er búinn að vera netlaus í þrjá daga ( hræðileg fráhvarfseinkenni ). Á einhver til vél sem viðkomandi má missa fyrir lítið ? Endilega látið mig vita.

Guðni Bergsson að hætta með Bolton. (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Guðni Bergsson hefur látið í ljós að hann sé reiðubúinn að hætta að spila með Bolton eftir að þessu tímabili lýkur. Þessi íslenski varnarmaður er líklega að spila sitt besta tímabil með Bolton eftir að hafa ákveðið seinasta sumar að fresta því um eitt ár að hætta eftir að Bolton komumst upp. Framkvæmdarstjóri Bolton Sam Allardyce vonast til þess að Guðni framlengi samning sinn um að minnsta kosti eitt ár í viðbót. En Guðni sem er að undirbúa sig undir leikinn við Southampton í...

Meira um Fabian Barthez. (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fabian Barthez gaf Arsenal sigurinn á silfurfati í leiknum í gær. Hann var búinn að standa sig mjög vel fyrstu 80 mínúturnar en svo gaf hann Thierry Henry tvö mörk á silfurfati, og þar með fjórða tap Manchester manna í þrettán leikjum staðreynd. Á meðan þetta gerðist unnu erkifjendurnir í Liverpool Sunderland sannfærandi með marki frá Heskey þrátt fyrir að vera einum færri allan seinni hálfleikinn. Ætti Manchester ekki að finna sér annan markmann ? Það er ekki eins og þetta sé að koma...

Jeppinn minn ... (2 álit)

í Jeppar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jæja …. Hvernig Jeppa eruð þið með. Ég á eðalvagn Daihatsu Feroza 1989 og er hann aðeins ekinn 154 þús km og hann er sko alveg frábær að stýra, lipur og léttur. Það væri gaman að heyra um bílanna ykkar líka, enda eru jeppar náttúrlega bestu bílarnir. Það er sko ekki spurning.

Hvar er best að kaupa tölvuhluti .... (40 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jæja ……. Mér fannst vanta svona grein hér. Hvar ætli að það sé best að kaupa tölvuhluti. Ég er alveg á því að það sé best að kaupa í tölvulistanum eða hugveri. Ástæðurnar fyrir því ætla ég að koma með hér. Glæpabær ( Tæknibær ) Þeir eiga computer.is og eru versta tölvuverslun sem er og það er ekki að ástæðulausu sem þeir eru kallaðir G-L-Æ-P-A-B-Æ-R það hafa svo margir slæma reynslu af þeim Tölvulistinn Þetta er besta tölvuverslunin að mínu mati. Allt hjá þeim er með tveggja ára ábyrgð og...

Fabian Barthez með fíflalæti !!! (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég sá í dag vítið í leik Manchester United á móti Leicester. Ég hef aldrei séð aðra eins fíflahegðun og hjá Fabian Berthez markverði Manchester United. Hann stóð við stöngina í stað þess að fara í markið og dómarinn flautaði spyrnuna á, og það var skotið í markið, en dómarinn sagði að Barthez hefði ekki verið tilbúinn. Þetta eru náttúrlega bara stælar í honum og mér finnst að hann hefði átt að fá gult spjald fyrir svona hegðun. Ég var bara agndofa þegar ég sá þetta. Hvaða álit hafið þið á...

Lennox Lewis handrotaði Hasim Rahman .... (1 álit)

í Box fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég vissi að þetta mundi gerast að Lennox Lewis myndi take Hasim og buffa hann enda kom það á daginn. Lewis sagði fyrir bardagann að ef hann myndi ekki vinna þennan bardaga þá myndi hann leggja hanskanna á hillunni, því að það væri ekki hægt að tapa fyrir þessum manni tvisvar. Hann sló hann hægri, vinstri og síðan negldi hann með þeirri hægri rosa högg og Rahman lá ….. hann reyndi að standa upp en datt aftur og þar með hafði Lennox unnið bæði beltin aftur. Alveg frábær boxari, líklega einn sá...

Michael Jordan með 44 stig !!! (12 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Michael Jordan skoraði 44 stig þegar Washington Wizards töpuðu ( enn eina ferðina ) fyrir Utah Jazz 101-92. Jordan hitti úr 17 af 33 skotum og var það í 202 skipti á ferlinum sem hann skorar yfir 40 stig !!! Þessi maður er sko ekki mannlegur það er alveg á hreinu. Ég vona bara að liðið fari að drífa sig í að vinna leiki, af því að ég vona að þeir komist í úrslitakeppnina. Það væri svipaður árangur að koma þessu liði í úrslitakeppnina og að vinna titilinn ef hann væri með einhverju almennilegu liði.

Phoenix sigrar Lakers. (0 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta kom nú aldeilis að óvart. Loksins unnu mínir menn og það var ekki lið af lélegri gerðinni. Þeir unnu tvöfalda meistara Los Angeles Lakers 95-83 glæsilegt það. Penny Hardaway skoraði 20 stig og Stephon Marbury var með 18 en Shaq var með 28 stig og 12 fráköst ( það er ekki hægt að stöðva þennan mann nema á vítalínunni ) en það var ekki nóg sem betur fer. Vona bara að Phoenix fari að sína fleiri svona leiki ( veitir sko ekki af ).

Lennox Lewis Vs Hasim Rahman ... (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jæja …. þetta verður ábyggilega spennandi bardagi en ég held að Lennox vinni bardagann þrátt fyrir það að Hasim hafi unnið hann í sumar. Hann lætur engann vinna sig tvisvar það bara kemur ekki til greina. Lennox tekur hann sko í bakaríið sjáið bara til.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok