Það virðist nú hafa margborgað sig fyrir Leeds að kaupa hinn frábæra framherja Robbie Fowler frá Liverpool miðað við leikinn sem hann sýndi í dag á móti Bolton. Fowler skoraði fyrsta mark leiksins strax á annari mínútu og var síðan aftur á ferðinni eftir sextán mínútr og var Leeds 2-0 yfir í hálfleik. Hann hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og bætti við þriðja markinu á 89 mínútu og fékk síðan vítaspyrnu sem hann náði ekki að nýta áður en leikurinn var búinn og er hann þar með kominn með fjögur mörk í fimm leikjum fyrir Leeds. Ég held að þeir hefðu ekki getað gert betri kaup fyrir 11 Milljón pund. Robbie Fowler er farinn að sýna gamla kunnulega takta eins og hann sýndi með Liverpool frá 1992-1998 og þegar hann er í stuði er hann einn allra besti framherji í heimi. Ég var ekki hress þegar Liverpool seldu hann en þeir verða víst að hafa pláss fyrir alla sína frábæru framherja enda eru þeir með fimm stykki núna.