Ég sá í dag vítið í leik Manchester United á móti Leicester. Ég hef aldrei séð aðra eins fíflahegðun og hjá Fabian Berthez markverði Manchester United. Hann stóð við stöngina í stað þess að fara í markið og dómarinn flautaði spyrnuna á, og það var skotið í markið, en dómarinn sagði að Barthez hefði ekki verið tilbúinn. Þetta eru náttúrlega bara stælar í honum og mér finnst að hann hefði átt að fá gult spjald fyrir svona hegðun. Ég var bara agndofa þegar ég sá þetta.
Hvaða álit hafið þið á þessu ? Finnst ykkur að markvörður ætti að komast upp með svona án þess að vera refsað fyrir. Ég held að það séu bara engin fordæmi fyrir þessu.