Allt virðist nú benda til þess að Tyrkinn Fatih Terim, sem rekinn var frá AC Milan fyrir stuttu, taki við stjórninni hjá Galatasaray innan skamms. Hann hefur þegar átt fund með forráðamönnum félagsins en grunnt er á því góða á milli þeirra og núverandi þjálfara félagsins, Rúmenans Mircea Lucescu, eftir sð Lusescu gagnrýndi félagið harðlega á dögunum. Terim nýtur gífurlegrar hylli í Tyrklandi eftir að hafa stýrt Galatasaray til sigurs í Evrópukeppni félagsliða fyrir tveimur árum og ljóst að ef Lucescu hættir ekki strax þá mun samningur hans, sem rennur út næsta sumar, ekki vera framlengdur.