Örn Arnarson sundmaður var kjörinn íþróttamaður ársins í þriðja sinn á fjórum árum núna í kvöld. Mér fannst það nú alveg út í hróa hött að vera alltaf að velja sama einstaklinginn. Hann er greinilega kominn í náðina hjá íþróttafréttamönnunum og þeir vilja bara kjósa hann. Í öðru sæti varð Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður hjá Magdeburg sem stóð sig frábærlega og varð Þýskalands og Evrópumeistari á árinu. Þórey Edda Elísdóttir varð síðan í þriðja sæti. En það sem mér fannst samt fáránlegast við þetta allt saman að Örn vann ekki einu sinni gullverðlaun og samt var sá einstaklingur sem setti sjö heimsmet á árinu skilin eftir í kuldanum enn eina ferðina en það er Kristín Rós Hákonardóttir sundkona úr Íþróttafélagi Fatlaðra. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir vilja bara ekki kjósa einhvern sem er fatlaður, því að það þykir ekki nógu fínt ef fatlaður einstaklingur verði fremsti íþróttamaður landsins. Mér finnst þetta til háborinnar SKAMMAR !!!!!! Í mínum augum er hún Íþróttamaður Ársins !!!!