Þú virðist vera viss um heilindi ríkisstjórnarinnar samanber: “Ef að stjórnarandstaðan kemur með sanngjörn lög sem eru ekki á móti stefnu ríkisstjórnarinnar, þá er ég viss um að þau hljóti sanngjarna málsmeðferð.” Ég er algjörlega ósammála þessu. Ríkisstjórnin hefur einmitt sýnt hið gagnstæða af sér, ekki bara í málefnum inná þingi. Ég hef sjálfur fengið að kynnast vinnubrögðunum, sem eru ekki bara með þeim hætti að þau séu ekki til eftirbreytni, vinnubrögðin eru fyrir neðan allar hellur,...