Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

eirikus
eirikus Notandi frá fornöld Karlmaður
36 stig

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
gthth Þakka þér fyrir skeytið þitt. Ég skal vera alveg heiðarlegur (eins og ég tel að ég sé gjarnan); ég skil ekki nákvæmlega enn hvað þú ert að fullyrða. En ég er viss um að þú þekkir hugtökin sem þú nefnir betur en ég, enda veit ég að ég þekki þau ekki. Ég skal því gerast svo lítillátur að skoða þetta efni. Og nei, mér þykir félagsskapur stjörnuspekinga og bókstafstrúarmanna ekki góður! Ég vil þó segja að vonandi er ég ekki haldinn blindri bókstafstrú á “vísindi líðandi stundar.” Nei, alls...

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
thortho Þú skrifar: “Hvernig dettur mér í hug að tilfinningar mínar séu í ljóðum sem ég skrifa? Mér þykir það nú bara býsna augljóst. Þegar t.d. Bjarni Thorarensen er að yrkja erfiljóð, þá eru það hans eigin tilfinningar sem hann setur í ljóðið. Hvaða tilfinningar sem kvikna hjá lesanda, þá er ljóst að Bjarni hefur sínar eigin tilfinningar sem hann setti í ljóðið, og þær endast ennþá í dag.” Svar mitt er þetta: Ég veit hvað þú ert að reyna að segja en það er bara ekki það sem ég á við. Ég...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
gthth Þú segir “Ég held bara að meðvitund verði aldrei smættuð í efnaferli þótt þau hljóti vissulega að vera undirliggjandi orsakir. Hvað meinarðu með þessu? Þú í einn stað tekur þá afstöðu að álíta að meðvitund verði aldrei smættuð í efnaferli. Þessi afstaða þín virðist útiloka rökrétta umræðu. Hvað ef meðvitundin ER byggð á efnaferlum. Nær væri að taka þá afstöðu að láta vísindaleg rök stýra áliti þínu en einhverja bókstafstrú um að hitt eða þetta geti að þínu áliti ekki verið svona eða...

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
thortho Þú misskilur mig gjörsamlega. Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tilfinningar þínar lifi áfram í ljóðum þínum??? Það eru ekki tilfinningar þínar heldur þeirra sem lesa ljóðinn, er ég sannfærður um. Og hvernig í ósköpunum heldur þú að ég sé með orðinu hugur að meina pælingar. Með orðinu hugur er ég að vísa til hugrænna ferla í höfðinu á hverju og einu okkar, og þau geta ekki með nokkru móti lifað líkamann af þótt við getum skrifað pælingar okkar niður á blað, en það eru ekki...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
gthth Ég tel mig skilja hvað þú ert að fara en það sem þú segir er ekki í takt við niðurstöður tilraunarinnar sem ég er að vitna til. Ég er hins vegar ef til vill ekki góður málsvari vísindamannanna sem stóðu að tilrauninni. Það sem við köllum meðvitund, eða öllu heldur það sem vísindamennirnir kalla meðvitund, gefur líka frá sér mælanlega “strauma”. Þeir straumar komu á eftir undirliggjandi “straumum”. Vísirinn á hinni títtnefndu skífu var í gangi, gekk hring eftir hring, þar til konan átti...

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég á við að sál, í merkingunni sál (andi) óháð líkama, sé ekki til. Sál er hins vegar til í merkingunni hugur, persónueiginleikar og tilfinningar, eitthvað sem sálfræðin fæst við, en sú sál er margþætt og einungis til á meðan líkaminn starfar. Ég vísa að öðru leyti aftur til þess sem ég hef þegar skrifað um fullyrðingu mína um að ekki sé til sál. Allt sem sagt er í þessu svari hér að ofan kemur þar fram.

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
gthth Þú spyrð: Hvernig er t.d. vitað á hvaða tímapunkti konan tók meðvitaða ákvörðun? Ég viðurkenni að hafa ekki verið nógu nákvæmur í útskýringum mínum. Málið er að hún átti að skrifa niður þá tölu sem hún ákvað að stoppa vísinn á, t.d. 45, eða 15. Það er, hún átti að skrifa niður þá tölu sem hún ætlaði MEÐVITAÐ að stoppa vísinn á. En tilraunin sýndi að áður en “meðvitundin” tók viðbragð, fóru undirliggjandi ómeðvituð taugaboð af stað. Það er það skrítna og mikilvæga í þessu.

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
gthth Ég held að þú misskiljir hvað tilraunin er í raun og veru að boða. Þetta snertir ekki það að konan sé viðbragðssein. Þetta boðar að hún taki ekki MEÐVITAÐA ákvörðun um að stöðva vísinn á tiltekinni tölu á skífunni. Hugarferlið er farið af stað áður en ákvörðunin um að stöðva vísinn verður meðvituð! Þessi rannsókn er því að boða okkur að meðvitundin sé eftir-á fyrirbæri í þeim skilningi að það eru hugarferlar, sem við ráðum engu um, sem fara á undan meðvitundinni, en meðvitundin kemur...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jáhá, sál er til….. Nei, sál er hugtak yfir eitthvað sem við ímyndum okkur. Punktur. Sálin er ekki til. Ég vil benda þér á að skoða umræðuna við öðru svari á heimspekilínunni, Er sálin ódauðleg? Tilfinningar, persónueiginleikar og hugsanir eru til. Allt þetta er ekki sál; þ.e. ekki í skilningnum sál óháð líkama. Þessi fyrirbæri eru einungis til svo lengi sem líkami okkar er til. Hér erum við þó farnir eitthvað út fyrir efnið hér, nema hvað varðar að halda sig við þá heimsmynd að heimurinn sé...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það komu fram merkilegar kenningar í einum þætti í sjónvarpinu ekki fyrir svo margt löngu um hugarstarfið. Kenningin gengur út á það að meðvitundin, sem okkur finnst svo mystísk og undarleg, er ekkert annað en skynvilla okkar eða ímyndun. Kona nokkur var látin fá klukkuskífu í hendur. Á klukkuskífunni voru efst (þar sem 12 er gjarnan á úrum) talan 60, 15 þar sem kl. 3 er, 30 þar sem kl. 6 er og 45 kl. 9. Og svo var einn vísir á klukkunni sem gekk réttsælis nokkuð hratt. Tengdir voru við...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það verður þó að minna á að í raun má segja að hin pósitífíska, móderníska heimsmynd er þegar fallin. Skammtafræðin hefur breytt þankagangi eðlisfræðinga og nú er póstmódernismi tekinn við af módernismanum. Og hvað með óreiðukenningar? Gætu þær hjálpað okkur út úr öngstrætinu sem við óneitanlega erum í þegar við tökum pósitífiska, móderníska afstöðu til vandamálsins um hinn frjálsa vilja? Þú sem hlustaðir á Atla Harðarson flytja fyrirlestur um hinn frjálsa vilja, vinsamlegast greindu okkur...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það hins vegar enn spurning hvort hin pósitífíska, móderníska heimsmynd er rétt í raun. Og það væri spennandi að skoða hvaða áhrif slík heimsmynd ætti að hafa á umræðuna um siðfræði manna, þar sem siðfræði lýtur að vali milli athafna sem fela í sér dyggðir eða lesti. Er þá kannski orðið tómt mál að fjalla um siðfræði?

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Thortho …mér virðist þú hitta naglann á höfuðið….. Vegna þess hversu flókið orsakasamhengið er getur okkur virst sem við höfum frjálsan vilja. En þegar við smættum ferlið niður með pósitifískum, módernískum hætti þá hljótum við að komast að því að núið er afleiðing þess sem á undan er gengið. Pælingingin lýtur að því að ef við vittum stöðu allra efnisagna NÚNA OG þekkjum orsakasamhengið þá getum við reiknað okkur fram og sagt fyrir um hvernig staða heimsins (efnisagnanna) verður eftir...

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Thortho Jú, þetta er nú akkúrat það sem átt er við með pælingunni um vélgengi heimsins og víxlverkun okkar við umheiminn, sem ég vitnaði til í svari hér að ofan.

Re: Frjáls vilji

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Spurningn um frjálsan vilja er spurning um það hvort heimurinn sé vélgengur eins og módernistar hafa boðað; þ.e. að heimurinn sé einskonar kúluspil efnisagna þar sem orsakasamhengi er rökrétt og vélgengt. Þannig erum við afleiðingar af tilviljanakenndri uppröðun efnis og allt okkar líf og starf einungis afleiðing af rökréttu samspili efnisagna. Þannig er meðvitund okkar jafnvel hugarburður; ef til vill erum við bara eins og blómið sem opnar sig vélrænt í átt til sólar þegar hún skín, okkar...

Re: Tilgangur lífsins (yfirlit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er tilgangur með lífinu, einungis ef eilífðin er til. Ef eilífðin er ekki til þá er allt tilgangslaust í raun og sérhvert lífsmottó einungis tilbúningur. Það kann hins vegar að vera hollt að gera sér upp einhver tilgang til að lenda ekki í tilvistarkreppu. Tilgangur er huglægt atriði. Sumir hafa bent á að eini tilgangur okkar sé að fjölga okkur, sem lífverur. Það er ekki tilgangur í sjálfu sér, heldur fremur náttúra. Og sú náttúra er til óháð því hvort til er eilífð eða ekki.

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sálin sem eitthvað óefnislegt sem lifir af líkamann er ekki til nema sem pæling. Sálin sem meðvitund, persónuleiki og hugur er til og er eins og hljómur þeirrar efnisuppröðunar sem við köllum, t.d., fiðlu; þegar við eyðileggjum fiðluna hættir hún að hljóma. Hljómarnir eru þannig einungis mögulegir að efnisuppröðunin gefi möguleika til tónaflóðs. Þetta er eins með sálina í seinni samkvæmt seinni skilninginum hér að ofan; sálin er til sem ætluð meðvitund, hugur, persónuleiki o.s.frv. einungis...

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
…..og að vera til……

Re: Skyldi sálin vera ódauðleg?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sálin er ódauðleg þar sem hún er ekki til. Það sem er dauðlegt þarf fyrst að vera lifandi. Það sem er lifandi þarf að vera til. Því getur sálin ekki dáið þar sem hún er ekki til.

Re: Pælingar um eðli engla

í Dulspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Í mínum huga eru englar með fallegustu hugarsmíðum sem mannkyn hefur alið af sér. Þetta segi ég um leið og ég tel nokkuð víst að menn hafi mismunandi hugmyndir um engla. Í mínum huga eru englar andlega fullkomnar verur sem eru á sveimi allt í kringum okkur án þess að við verðum þeirra vör. Þeirra hlutverk er að fylgjast með okkur og stýra siðgæði okkar og koma okkur til hjálpar þegar allt er komið í þrot. Ennfremur eru þeir, sem fyrirmyndir, háleitt markmið fyrir okkur til að ná. Jafnvel...

Re: Hvað er guð og hvað er Jesú?

í Dulspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Kæri thortho Það sem þú ritar á án efa við rök að styðjast. Söguleg atvik eru flest hver mjög flókin eins og þú bendir á og eiga sér orsök úr mörgum áttum. En jafnvel þótt hátið “Míþra” trúar fólks kunni að vera rót jólahátíðar okkar, verðum við að viðurkenna að í venjulegum skilningi, og í hugum líklega flestra, er jólahátíðin kristileg hátið - á jólunum hlustum við á lestur úr biflíunni og sjáum myndir í sjónvarpinu sem tengjast kristninni. Á jólunum minnumst við Jesúsar og boðskapar hans....

Re: Hvað er guð og hvað er Jesú?

í Dulspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ekki er ég nú sammála hugmyndum þínum um Jesús Krist. Í mínum huga er Guðshugmyndin hluti af trúarbragði, hugmyndafræði sem er menningarleg smíð og breyst hefur frá einum tíma til annars, og frá einu svæði til annars. Jesús hins vegar er söguleg staðreynd í mínum huga þótt kraftaverkin, sem kennd eru við hann, séu trúaratriði sem ég kaupi ekki. Jesús Kristur er samt sem áður afar merkileg persóna í veraldarsögunni og skal ekki draga neitt úr því þótt maður trúi ekki á hann sem guðlega veru....

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eins og Atli Harðarson heimspekingur (og sjálfsagt einhver annar á undan honum) sagði eitt sinn að þá er “hugsanlegt” að við séum bara heilar í krukku, áreittir þannig að í huga okkar birtast allar þær hugmyndir sem við höfum um heiminn. Jafnvel þótt slíkt sé “hugsanlegt” er ég ekki viss um að sú heimsmynd hjálpi okkur nokkuð. Áfram værum við EKKI einir í heiminum, en gætum samt ekki skilgreint hvað býr utan hugans. Það er vissulega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hugmyndir manns...

Re: Viltu vita ástæður alls...?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sammála. Þetta er ágæt grein. Pælingin er áhugaverð og ég sé ekki betur en þetta geti tengst heimspeki. Uppsetninginn fangaði ennfremur lesandann og hélt manni spenntum. Í takt við greinina hefur maður velt fyrir sér tilverunni út frá hugmyndum um vélgengni alheimsins og hugtökunum orsök og afleiðingu og áhrif þess á skilning manns um hinn frjálsa vilja. Að þessu sinni hef ég ekki tíma til að blanda mér frekar í umræðuna en hefði gaman af að koma seinna inn á hana með postmoderniskar...

Re: Á einhver 2 ára barn?

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sæl Hildur Jú, ég á tveggja ára dreng, sem verður þó þriggja ára næsta desember. Eins og þú hefur þegar heyrt frá öðrum þá virðist hegðun barnsins þíns alveg eðlileg, þ.e. í takt við það sem aðrir foreldrar hafa upplifað. Strákurinn minn hefur skap og getur bæði verið óþekkur og yndislegur, allt eftir aðstæðum. Það er mikilvægt að láta börnin ekki ráða! Settu barninu einfaldar reglur sem þú veist að það getur farið eftir og réttlætanlegt og sanngjarndt er að setja. Ef hins vegar barnið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok