Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dukart
dukart Notandi frá fornöld 0 stig
Áhugamál: Heimspeki, Deiglan, Bækur

Re: Hungurverkfall til að mótmæla álveri

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fróðleg umræða. Hér hafa komið ágætlega fram sterk íslensk einkenni (sem líkja má við þrælasiðferði í anda Nietzsche). Þegar einhver hefur hugrekki til að rísa upp á afturlappirnar og segja sína skoðun hátt og snjallt er sá hinn sami rægður og grýttur. Hvernig má það vera að ein lítil kona "beiti alla aðra [þjóðina] skoðunarofbeldi“? Það er ekki þannig að þessi kona standi niðri í Borgartúni með hníf við hálsinn á sér og segist muni drepa sig ef ekki verði hætt við álversframkvæmdir. Nei,...

Re: Varðandi myndina...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég get alveg tekið undir það sem fram hefur komið hér á undan. Hins vegar er það ekki myndbirtingin sjálf sem mér finnst vafasöm heldur textinn. Í honum er fullyrt að þessi maður hafi stolið tveimur tölvum og hugsanlega hafa verið vitni af því. Samt sem áður verða menn að bíða með svona fullyrðingar þar til sekt er sönnuð og ættu því að láta nægja að byðja fólk sem þekkir manninn á myndinni að hafa sambanda. Án þess að segja hvers vegna. Það hefði mér þótt í lagi.

Re: Eitt þessara andartaka.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Prýðileg grein hjá þér og skemmtileg líkinging á hugtökum og japönsku pappírshúsi. Það sem þú ert að lýsa með þessum andartökum er örugglega eitthvað sem flestir kannast við (vona ég). Það sem reynist manni þó oft erfitt er að láta þessi andartök vara lengur en eitt andartak, þ.e.a.s. að manni takist að nýta þau í lífinu sjálfu. Ég tek sem dæmi þau andartök sem maður áttar sig á því hvað það er sem “raunverulega” skiptir máli í lífinu. Það er kannski mismunandi nákvæmlega hvað það er en ég...

Re: Heimsreisan mikla

í Ferðalög fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er alveg rétt að erfiðast er bara taka ákvörðunina um að koma sér af stað. Það kemur manni á óvart hvað restin er auðveld. Það er þó ekki rétt að gera lítið úr því að það er töluvert átak að ætla sér að vinna bara fyrir sér á leiðinni. Það geta ýmsir sagt sögur af því en hafa hljótt um það. Það sem ég gerði var að ég fékk mér svona líka helv. fína kærustu sem reif mig upp á rassgatinu og við skelltum okkur til Kína í mánuð. Það var frábært og ég er enn að melta alla upplifunina. Ef þú...

Deutschland uber alles!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gruss Gott! Hvernig er þetta eiginlega er engin umræða um þýsku deildina hér á huga? Það er beinlínis hlægilegt að vera með heilu bókasöfnin af umræðum um ensku og ítölsku deildirnar meðan ekkert er rætt og ritað um “Bundesliguna” - sterkustu deild í heim! Auf wiedersehen, dukart

Re: Hinir upplýstu!!!

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bara að taka undir þetta sem Gabbler skrifar um að koma hugsunum sínum á framfæri á huga.is. Ég var einmitt að lesa grein sem VeryMuch setti inn fyrir löngu eftir Scopenhauer. Þar er Scopenhauer einmitt að tala um það hve mikilvægt sé að hugsa frekar en að vera alltaf að tileinka sér hugsanir annara. Ég held einmitt að hugi.is komi hér að góðum notum. Hér geta menn tjáð sínar hugsanir sína og hugmyndir og fengið á þær gagnrýni. E.S. Veit þetta kemur fyrirsögn þessa þráðs lítið við og biðst...

Re: Hinir upplýstu!!!

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Veist þú um einhver fjölmennari trúarbrögð? Það er rétt hjá þér að kristnir teljast vera tæplega þriðjungur jarðarbúa en næst á eftir koma múslimar með tæplega fimmtung (tæp 20%) jarðarbúa. Þetta gerir kristni að fjölmennustu trúarbrögðum heims :)

Re: Hinir upplýstu!!!

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er auðvitað hárrétt hjá þér að trúarbrögð eru sprottin hvert af öðru og mætti jafnvel tala um “þróunarsögu” trúabragða. Augljóst dæmi er t.d. að Búddismi er sprottinn er af Hindúisma og undan miklum áhrifum þaðan. Búddismi hefur síðan greinst í óteljandi greinar og verið aðlagaður að þeirri menningu og þeim trúarlega bakgrunni sem fyrir er í þeim löndum sem hann hefur verið stundaður hvað mest. Það sama má segja um kristni sem sprottin er úr gyðingdómi. Fjölmargar greinar Kristni eru til...

Re: Af hverju minnast Hiroshima ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Úff, púff, rúff, snúff… Nú er ég búinn að renna yfir þessa ógurlegu umræðu og orðinn hálf ringlaður. Frábært að fólk skuli hafa svona heitar skoðanir á þessum málum og sé til í að rífa kjaft fyrir sinni sannfæringu. thulesol hlýtur t.d. að sett einhverskonar Íslandsmet í þessum skrifum sínum. Reyndar finnst mér að fólk hafi farið mjög frjálslega út fyrir efnið og ekki svo mikið verið að reyna að svara spurningunni um kertafleytingarnar. En ég segi bara fjandinn sjálfur - hvað er að því að...

Re: Minority Report

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
***SPOILER****** Eins og þú segir “nálægt því að vera meistaraverk” en klúðrar því þó alveg með umræddum handritsgloppum og þessum skelfilega smeðjulega endi sem gefur bíómyndunum á Hallmark ekkert eftir. Það er frekar óskemmtilegt að sjá menn leggja allt í sölurnar við að gera frábæra mynd en “gleyma” litlu atriðunum sem þó skipta verulegu máli. Eitt sem ekki hefur verið nefnt og mér fannst skrýtið var þetta með lækninn sem setti augun í hann. Það var allt gert til að gefa í skin að hann...

Re: Minority Report og siðfræði

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þessi pre-crime vangavelta er svolítið skemmtileg og alveg þess virði að skoða (a.m.k. sá kaþólska kirkjan þörf á að velta fyrir sér hve margir englar gætu staðið á nálaroddi). Mér finnst ekki réttlætanlegt að refsa mönnum fyrir það sem þeir ekki hafa gert. Ef við trúum á frjálsan vilja þá hlýtur alltaf að vera einhver óvissufaktor í því að mannekjan geri það sem reikna má með að hún geri (eins og fram kemur í myndinni). Hún hefur þá alltaf val. Ef við hinsvegar trúum ekki á frjálsan vilja,...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok