Enn og aftur þetta kertalfleytingarrugl á Tjörninni til að minnast fórnarlamba Hiroshima, af hverju endilega bara þau, það voru þó Japanir sem byrjuðu grimmdarlegt árástar og útþenslustríð. Það verður varla á móti mælt að árásirnar björguðu mörgum mannslífum óbeint með því að stöðva striðið þó deila megi um hvor þurfti tvær.

Mér finnst miklu meiri ástæða til að minnast annara fórnarlamba striðsins og ekki síst fórnarlamba Japana. Listinn er langur; stríðsfangar Vesturveldanna drepnir á þrælkun og hungri, fjöldamorð á Kínverjum í Shangahai og Nanjing. Japanir framkvæmdu ógeðslegar tilraunir á striðsföngum í Kína og neyddu þúsundir Kóreanskar kvenna í kynlífsþrælkun fyrir sýna hermenn.