Meginkjarni allra trúarbragða í heiminum virðist vera að einn náungi, oft spámaður, er upplýstur og “höfundur” trúarbragðanna. En ef við köfum dýpra í trúarbrögð þá tökum við eftir því að margt fleira er sameiginlegt.

Aðalatriðið er einn upplýstur höfundur eða spámaður. Hann er oft tengdur guði (jesú, Gautama Buddha) eða talsmaður guðsins. Fjölgyðingstrúarbrögð virðast þó hafa þetta örlítið flóknara. En samt hafa guðirnir beint samband við okkur mennina með þvi að bregða sér til okkar í mannslíki eða dýralíki (óðinn, Vishnu).

Meyjarfæðing virðist vera stór þáttur líka. Höfundur Tao-trúar í kína, Lao-tze, á að hafa fæðst af hreinni mey. Mahavira, höfundur Jaintrúarinnar á Indlandi, á að hafa fæðst í gegnum guðlegann getnað. Allir vita sögu Maríu móður Jesús og í Persíu trúir fólk að móðir Zoroasters hafi alið soninn í gegnum guðlegann getnað.

Margar þjóðsögur virðast hafa verið til á Indlandi og Asíu um meyjarfæðingar. Með það í huga getur maður í raun ekki annað en farið að spá í tengingu sögunnar um Jesú í biblíunni og allra þessara þjóðsagna. Hvaða áhrif höfðu þjóðsögurnar á sögumennina?

Er möguleiki á að þeir sem skrifuðu biblíuna hafi verið undir miklum áhrifum af þessum gömlu þjóðsögum og skrifað það sem þeim hefur þótt “hljóma” vel. Þetta gæti allt hafa undið uppá sig og áður en menn vita af þá er kominn kraftaverkamaður sem getinn var af hreinni mey (um það hvort María hafi verið “hrein” leifi ég mér stórlega að efast um).

Ef við höldum áfram að grúska í gömlum trúarbrögðum og berum það saman við biblíuna sjáum við að margt er sameiginlegt. Innsæisuppsprettan virðist oft vera sú sama í “boðorðum” hinna upplýstu spámanna.

“Allt sem þér viljið að aðrir menn geri við þig, það skulið þér og þeim gjöra.” Þetta boðorð er tildæmis hægt að heyra í svipaðri mynd í Búddhisma, Hindúa, Gyðinga og Tao-trú. Fjöldamörg önnur dæmi eru einnig til. Voru þessir menn sem skrifuðu biblíuna þá kannski líka stórlega undir áhrifum kenninga sem voru búnar að vera á kreiki í þúsundir ára á þessum slóðum?

Hvað stendur þá nýtt í biblíunni?

Eina sem mér tekst að sjá að sé í biblíunni en ekki öðrum trúarritum eru dæmisögur Jesú. Kannski er það það sem þurfti til að gera Kristna trú að útbreiddustu trúarbrögðum jarðarinnar?

En hvað sem satt er í þessum sögum um “kraftaverk” hinna upplýstu þá vekur það undrun hjá mér hversu lík trúarbrögð eru í raun.


Kveðja Gabbler bókagagnrýnandi.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”