Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hegðun ungs fólks í grunnskólum Íslands

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Góður punktur… heimur síversnandi fer.

Re: JReykdal illur harðstjóri?

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Amen!!! Ég held að stærsta vandamálið sé það að einhverjir smákrakkar eru farnir að tröllríða þessum vef, eins og sást á síðustu könnun á forsíðunni. Það sem mér finnst reyndar hallærislegast er að unglingar eru langoftast eldklárir og vel máli farnir þó þeir virðist í ótrúlega mörgum tilfellum haga sér eins og algerir vanvitar í gelgjukasti hér á þessum vef. Svo kvarta þeir yfir að fólk beri ekki virðingu fyrir þeim! Það er eins og of margir beri ekki skynbragð á að þeir þurfi ekki síður að...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
In all public places. Mætti þýða sem opinberir, almennir og álíka… Sem fellur undir skemmtistaði, veitingahús, kaffihús, verslanir, fyrirtæki, spítala, íþróttahús o.s.frv.

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Halló, halló, halló!!! Mér finnst það nú bara ekkert ofaukið að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. A.m.k. er ég hætt að fara á djammið m.a. vegna þess að ég meika ekki reykingarnar. Það er ömurlegt að fara á kaffihús og vera búinn að hafa sig til og þurfa síðan að þvo öll föt, töskur og allt sem maður hafði með sér og fara í sturtu þegar maður kemur heim af því það angar allt. Það er kannski eðlilegra að þurfa að gera það eftir djammið, en ekki eftir 1-2 klst setu við að drekka...

Re: Bann tóbaksreykingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mér finnst það nú bara ekkert ofaukið að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. A.m.k. er ég hætt að fara á djammið m.a. vegna þess að ég meika ekki reykingarnar. Það er ömurlegt að fara á kaffihús og vera búinn að hafa sig til og þurfa síðan að þvo öll föt, töskur og allt sem maður hafði með sér og fara í sturtu þegar maður kemur heim af því það angar allt. Það er kannski eðlilegra að þurfa að gera það eftir djammið, en ekki eftir 1-2 klst setu við að drekka kaffi. Það er ömurlegt að...

Re: Að Skíra Börn

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Skírn er hugsuð til að blessa og vernda barnið eins og við lítum á það í dag. Það var auðvitað þannig að við það að skírast að þá játaðist maður kristinni trú en svo fóru foreldrar að láta skíra börnin sín til að vernda þau fyrir illum áhrifum. Nú er þrettán ára gömlum börnum gefinn kostur á að staðfesta þessa skírn. Þau þurfa það ekki frekar en þau vilja, en það er frekar ólíklegt að þau neiti fermingu þegar þeim hefur verið kynnt fátt annað, skólar gefa frí fyrir fermingarfræðslu og stuðla...

Re: Hegðun ungs fólks í grunnskólum Íslands

í Skóli fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mér finnst bara hegðun margra barna og unglinga yfir höfuð ekki til fyrirmyndar og bera vott um lélegt uppeldi. Auðvitað er ég hér ekki að alhæfa, enda margir til fyrirmyndar. Ég sé bara mun meira af óheflaðri og dónalegri framkomu ungs fólk í dag en fyrir 10 árum. Tel það víst mega “þakka” aukinni fjarveru foreldra af heimilum vegna vinnu og aukins sjónvarpsgláps og tölvuleikjanotkunnar ungu kynslóðarinnar.

Re: Stig

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
3600 stig, en hvaða máli skiptir það?

Re: Tilgangur lífsins

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, æi sorry… Fólk var bara orðið pirrað og ég sá bara hvert þetta stefndi. Já, reyndar snéri hún bara út úr en það var vegna þess að hún vissi ekki svarið, ekki frekar en nokkur annar á þessari jörð. Hefði auðvitað átt að játa það bara í stað þess að leika þennan leik sem þú vissir vel að var enginn endi á. Samtöl á netinu geta haft áhrif á skoðanir manns… en það fer líka eftir því hvernig þau fara fram. Mín reynsla er sú að ef mér finnst hlutirnir settir fram á áhugaverðan hátt þannig að...

Re: Sálfarir

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Úpps! Svona getur nýja kerfið verið ruglandi ;) No hard feelings?

Re: Tilgangur lífsins

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er einmitt fáfræði og þröngsýni að ákveða fyrir einhvern annan hvað honum eigi að finnast um einhverja svona hluti sem enginn getur sannað eða afsannað hvort eð er. Hann á alveg jafnmikinn rétt á að vera vantrúaður á svona og þú að leita þér að einhverjum tilgangi. Kv. Divaa

Re: Tilgangur lífsins

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, enda skil ég það fullvel. Það ætti enginn að veita sér þann rétt að ákveða fyrir einhvern annan hvaða skoðun hann eða hún ætti að hafa á einhverju sem engin leið er að vita fyrir víst hvort sé satt eða ekki. Slíkt er er bara þröngsýni og frekja.

Re: Sálfarir

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Eins pirrandi og þetta er að þá flokkast þetta ekki undir skítkast… og það sem við verðum bara að gera að leggjast ekki niður á plan sem þeir vilja og fara að rífast. Bara halda ró okkar og svara eftir bestu rökum sem við getum. Við eigum nú ekki að vera hrædd við það, er það? Eða bara segja að þetta séu tilgangslausar rökræður, þar sem við erum áhugafólk en ekki vísindamenn og það fara engar vísindalegar rannsóknir eða sannanir þeim tengdar fram á internetinu og þeim ætti að vera það fullljóst.

Re: Sálfarir

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta hefur nú verið rannsakað og rannsóknir hafa nú ekkert sannað en þær hafa gefið sterkar vísbendingar um að það sé möguleiki á að sálfarir séu staðreynd. Ég las um rannsókn þar sem manneskjan var tengd við heilarita og átti að lýsa einhverju herbergi í öðru húsi. Manneskjan gat lýst herberginu rétt en ég verð því miður að viðurkenna að ég man ekki hvort heilaritinn sýndi aukna eða minnkaða virkni í heilanum á meðan á þessu stóð. Síðan var prófað að láta aðra manneskju gera þetta á sama...

Re: Tilgangur lífsins

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Fólk er eins misjafnt og það er margt. Margir höndla það ekki að fólk sé ekki sammála þeim um “hinn æðri tilgang”, hvort sem það er á þeirri skoðun að hann sé til eða ekki. Ekkert okkar veit fyrir víst hvort hann sé til staðar eða ekki og ef það er slíkur tilgangur að þá veit enginn betur en annar hver hann er. Þessar rökræður og/eða rifrildi um þetta eru því tilgangslausar. Það er allt í lagi að deila skoðunum sínum en barnalegt að vera að rífast um hver hefur rétt fyrir sér, vitandi það að...

Re: Tilgangur lífsins

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Góð spurning! Það er kannski ekki margt vísindalegt sem gefur góð rök fyrir því að það sé tilgangur með lífinu. Hins vegar hefur fylgt mannkyninu um aldir alda spurningin um hver sé tilgangurinn með lífinu. Kannski maður geti leitað í darwinisma… “survival of the fittest” eða hinir “betri” lifa af. Lífið er og hefur sjaldnast verið auðvelt, a.m.k. er það þannig hjá flestum, svo það kemur upp kappsemi með að gera það besta úr því sem maður hefur (eða reyna að öðlast meira) og leggja sig fram...

Re: Draumur rætist

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þar sem þú varst fyrsti til að svara greininni þá kom “svara” til hliðar hjá þér sem mátti misskilja sem það væri til að svara greininni. Ég gerði þau mistök í fyrsta skipti sem ég svaraði grein í nýja kerfinu.

Re: vúdú galdrar

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, ég þekki gaur sem stundar þetta, en hann lærði það beint af einhverjum vúdú kalli í útlöndum sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Hann ætlaði nú einhvern tímann að leyfa mér að vera með í seremóníu… en ég hef bara ekki haft tíma!

Re: Tilviljun?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nei, þú þjálfar líkama þinn til þess að vakna á þessum tíma. Ef maður kemur sér í rútínu að þá fer maður að gera hlutina ósjálfrátt. Margir fara á fætur og gera allt í sömu röð, klæða sig o.s.frv. Hins vegar ef einhver væri að hringja í þig og þú myndir taka upp símann til að athuga hvort það væri einhver búinn að hringja eða senda skilaboð og þá færi hann allt í einu að hringja að þá værirðu kannski að fá hugskeyti.

Re: Gjafir Jarðar - Laugarvegi 85

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Opið alla virka daga 12-18 og 11-16. Ha? Á það ekki að vera og um helgar 11-16… eða?

Re: Ég sé drauga!!!!

í Dulspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það hefur víst skapast hefð fyrir því að ræða þessi mál hér sem og á heimspeki… Á kannski ekki heima undir titlinum Dulspeki, en svosum ekki verri staður en margir aðrir. Þó er ekki skrifað það mikið um trúarbrögð og svoleiðis til þess að ég telji að það eigi eftir að standa undir heilu áhugamáli.

Re: Þennan eða hinn?

í Rómantík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Fyrir mér er þetta frekar einfalt. Þetta lítur út fyrir að vera spurning um hvort hún vill fara illa með sig um leið og hún hittir gaurinn nóg og fær að ríða eða hvort hún vill strák sem hugsar vel um hana þó hann hafi mikið að gera og geti ekki sinnt henni nóg. Annað hvort velur hún “Gunnar” og tekur sénsinn á því að “Jói” segi honum frá því sem á undan var gengið eða hún segir honum það bara sjálf. Ef hún segir honum bara hreinskilnislega að hún hafi haldið að hann hafi misst áhugann og að...

Re: hvað þyðir..

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Held þú horfir á of margar hrollvekjur… eins og t.d. The Grudge og svoleiðis.

Re: Nisir lyftir símanum og svarar.

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það fer eftir því við hvað er átt. Eins og með dulspekina, trúmál og lífið eftir dauðann getur enginn sannað að hann hafi rétt fyrir sér eða “réttara” fyrir sér en aðrir. Þess vegna er engin skoðun betri en önnur á þeim forendum. Hvað varðar skoðanir almennt eru sumar réttar og aðrar ekki og fer það oft eftir því í hvers konar samfélagi við búum og hver er hinn almenni skilningur á hvað sé rétt skoðun. Annars skaltu ekki vera að láta það fara fyrir brjóstið á þér þó fólk sé aðeins að stríða...

Re: Nisir lyftir símanum og svarar.

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ef þú vilt hafa þínar skoðanir í friði vertu þá ekkert að bera þær á torg. Þetta er umræðuvettvangur þar sem fólk rökræðir og veltir fram ýmsum tilgátum og kenningum og skiptist á skoðunum. Ef þú höndlar það ekki að aðrir hafi einhverja skoðun á þinni skoðun og vilji ræða það ættirðu kannski ekkert að vera að tjá þig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok