Bann tóbaksreykingar Ég ætla aðeins að tala hérna um bann tóbaksreykingar. Mér finnst þetta vera alveg að fara út í öfgar. Þótt ég sé alveg hreinlega á móti reykingum og mundi aldrei vilja reykja þá ætla ég að fara með grein hér.

Hér áður fyrr þá voru flest öll fíkniefni leyfð. En svo var rannsakað þessi efni og flestöll bönnuð. Þetta er alveg eins með reykingar, það er verið að banna þetta allt smám saman.

Mér finnst að það ætti ekki að banna þau alveg og finnst mér þetta vera alveg að fara út í öfgar þegar þá að fara banna þetta á börum og skemmtistöðum. Hinsvegar finnst mér allt í lagi að banna þetta á veitingastöðum og hefði aldrei átt að vera leyft, því oft eru börn með foreldrum sínum á veitingastöðum að borða og skaðar þetta ekki bara heilsu barnanna heldur skemmir þetta matarlystina.

Eins og ég sagði er ég mikið á móti reykingum og mundi aldrei vilja gera þetta sjálfur en það er of mikið ef í framtíðinni verður bannað að reykja. Því þá verður þetta alveg eins og með fíkniefnin og önnur efni, að þá verður landið í stanslausum smyglum og svoleiðis kjaftæði og er með dópið.

Ég er að koma með hérna smá tillögu um að allar sjoppur, búðir og þess háttar hætti að selja sígarettur og sameina þetta í bara eina búð sem er svona tóbaks búð. Til dæmis 3 tóbaksbúðir í Reykjavík, 1 í Hafnafirði, 1 í Kópavogi og svo framveigis þangað til að við erum komin alveg út á landsbyggðina.

Þakka fyrir tímann og vona að þið takið þetta nærri ykkur.