Nú skrifa ég hér, fyrir hönd vinkonu minnar sem bað mig um að birta þessa grein fyrir sig því að hún er þekkt hér á huga.is
Þannig er mál með vexti að hún var að dúlla sér með strák, sem á heima 10 km frá heimabæ hennar. Þau voru mjög hrifin af hvort öðru og hún hreinlega varð ástfangin upp yfir haus og hann sömuleiðis að henni. Hann var bara of upptekinn til að geta hitt hana þegar hún gat hitt hann en þau hafa hisst tvisvar sinnum. Köllum þennan strák bara Gunnar.

Eftir nokkra daga hættu þau að talast á. Ég veit ekki af hverju en af einhverjum ástæðum varð eins og ekkert var á milli þeirra. Eins og þau þekktu ekki hvort annað lengur. Vinkona mín var alveg hætt að tala um hann, það fannst mér mjög undarlegt því hún hafði talað svo stanslaust um hann. Já en áfram..Vinkona mín varð ástfangin af öðrum strák sem hún hittir á hverjum degi, hann er mög sætur og allt það en hann er hugsar bara um kynlíf. Hann bað hana oft og mörgum sinnum um það en hún sagði bara seinna. Köllum þennan strák bara Jóa.

Eftir nokkra daga sem hún var byrjuð að vera hrifin af Jóa byrjuðu þau að hittast. ég var oftast með þeim og þá voru þau alltaf að kela og eitthvað þannig, liggja í faðmlögum og þannig. Ég samgladdist henni mjög mikið enda var hún mjög hrifin af honum. Þau hittumst síðan mjög oft og endurtók þetta mjög mikið þangað til að það fór út í aðeins meira.
En svo fór það þannig að það var ball í heimabæ Gunnars. Vinkona mín fór ekki af því hún var upptekin við annað og hún sagðist ekki eiga neitt erindi þangað, þar sem hún var mjög hrifin af Jóa og ætlaði ekki að hitta Gunnar.
En málið var að Gunnar var ennþá mjög hrifin af henni og keypti rós handa henni og var tilbúin með hana til að gefa vinkonu minni. Þegar hann sá bara vinkonur hennar en ekki hana fór hann með rósina til þeirra og bað þær um að skila henni til vinkonu minnar. Þær gerðu það og þá brá vinkonu minni mjög mikið og hún var alveg ráðalaus hvað hún ætti að gera því Gunnar sagðist líka ætla að koma bráðum til hennar.

Hún er orðin hrifin af þeim báðum og hún veit ekkert hvað hún ætti að gera. Jói er hinsvegar búinn að eiga fleiri tugi kærustur og hefur komið alltaf eins fram við þær allar, vill bara vera uppí rúmi en Gunnar hefur aldrei verið í neinu alvarlegu sambandi og er ekkert að flýta sér með að ganga eitthvað út í kynlíf sem vinkonu minni líst mjög vel á. Hún sagði ekki Gunnari að hún hafi verið byrjuð að spá í Jóa svo að Gunnar vissi ekki neitt og hélt að þau væru ennþá að spá í hvoru öðru og Jói veit ekki hvað var á milli hennar og Gunnars.

Hún veit ekki hvorn hún vill en ef hún velur Gunnar, þá á hún ekki eftir að geta hitt hann mikið af því hann er mjög upptekinn alla vikuna. Svo á Jói eftir að verða fúll og segir Gunnari örugglega frá því sem þau voru að gera svo að hún á ekki eftir að þora að taka áhættuna.
Ef hún velur Jóa, þá á hann bara eftir að fara upp á hana og fara örugglega ekkert vel með hana.
Það getur engin hjálpað henni í þessari stöðu og hún er alveg ráðalaus.
Hvað finnst ykkur að hún ætti að gera? Hvorn ætti hún að velja og hvað ætti hún að geta sagt við þá sem láta þá skilja hana? Ég verð þakklát fyrir öll góð og hjálpsöm svör og fyrir hönd vinkonu minnar líka.

Fyrirgefið hvað þetta er langt, og þakka ykkur fyrir að lesa þetta. Kv, Tellme