Ég var ekki alveg viss um í hvað flokk ég átti að setja þessa grein svo kannski passar hún ekkert inn í þennan flokk svo kæri stjórnandi endilega láttu hana í einhvern annan flokk

Skírnir, mér finnst það fáránlegt að fólk sé að láta skíra börnin sín þegar þau eru ný fædd. Sjálfur trúi ég ekki á neinn guð svo kannski er ég ekki að horfa á þetta frá réttu sjónarhorni. En þegar fólk er að láta skíra börnin sín, er það ekki bara ofbeldi að þvinga börnin inn í einhverja trú.
Frænka mín er að fara að láta skíra barnið sitt og ég neita að mæta í skírnina. Mamma sagði við mig að ég ætti ekki að segja frænku minni skoðun mína á þessu máli því það myndi særa hana mjög mikið. En mér finnst það ekki nógu góð rök til að segja frænku minni þetta ekki. Þetta er eins og að fólk myndi leyfa nasisman bara út af það myndi særa nasistana svo mikið að segja þeim að þetta væri rangt. Þegar eitthvað er rangt þá verður að leiðrétta það, eða að minnsta kosti reyna það.
Fólk notar þau rök oft að það sé réttur foreldrana að skíra barnið sitt. það er svo sannarlega allt í lagi ef foreldranir banni barninu að vera lengi úti á kvöldin eða eitthvað svoleiðis en það er annað að þvinga barnið inn í trú. það er eins og að segja að það sé í lagi að foreldrar nauðgi börnunum sínum því þau ráða yfir þeim þar til þau eru átján, það er bara fáránlegt. eini minurinn á því að skýra nýfætt barn og að nauðga barni er sá að nauðga er ólöglegt og líkamlegt ofbeldi en að skýra nýfætt barn er andlegt og löglegt ofbeldi. Svo held ég að sá foreldri sem þvingar barnið sitt inn í einhverja trú getur varla elskað barnið sitt mikið.
Barn á að geta valið alveg sjálft hvað það ætlar að trúa á þegar það er nógu þroskað til þess. Þangað til verður það bara að vera trúleysingi.
Af sömu ástæðu fíla ég ekki að það sé kennd kristinfræði í skólum. Ef eitthvað barn lærir um jesús í skólanum en ekki búdda, hvort ætli það sé líklegra að barnið muni trúa á jesú eða búdda? Auðvitað jesú. En mér finnst allt í lagi ef fólk lærir trúbragðafræði. Það er mjög gott.
Sumir segja að það sé í lagi að kenna börnum kristinfræði því við erum kristið land. En í fyrsta lagi þá er einfallega bara rangt að við séum kristin þjóð. Þá er ég ekki að tala um að við séum ekki kristin þjóð heldur er það bara siðferðilega rangt. það er of mikil alhæfing að segja að eitthvað land trúi á eitthvað. Það eru flest öll trúabrögð til í flest öllum löndum svo það er fáránlegt að kalla ísland kristið land. það er örugglega til einhver slatti af búddatrúarmönnum á íslandi. En sumir segja að það sé í lagi að kenna börnum kristinfræði því við erum kristið land. En þar sem það er ekki rétt að við séum kristið land þá er það ekki rétt að kenna börnum kristinfræði og ég er ekki að segja að við ættum að kenna eitthvað annað trúarbragð heldur trúarbragðafræði.
Ég er ekki að vera með neinn móral út í kristni, ég virði öll trúabrögð mjög mikið, en það að þvinga börn inn í trú er bara fáránlegt.
Við íslendigar ættum ekki að líða svona ofbeldi og það ætti að banna foreldrum að skýra börnin sín með lögum. (ég vil sérstaklega taka það fram að þessi grein er bara skoðanir mínar)
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…