Flest okkar hafa einhvern tíma á ævinni velt fyrir sér tilgangi lífsins. Stundum virðist allt vera svo tilgangslaust.
Dalai Lama segir að tilgangur lífsins sé að finna lífshamingjuna. Það hljómar mjög skynsamlega. Hver vill ekki vera hamingjusamur! En við erum oft að skella skuldinni á eitthvað sem hindrar okkur í að vera hamingjusöm. Við getum ekki verið hamingjusöm fyrr en við höfum eignast meiri peninga, fleiri vini, fengið skemmtilegri vinnu eða orðið ástfangin, orðið heilbrigð og svo framvegis. Þegar við hugsum þannig getum við aldrei verið hamingjusöm. Það mun alltaf vera eitthvað sem við eigum ekki nóg af. Og hvað svo ef við missum eitthvað af þessu? Þá verðum við strax óhamingjusöm.
Lífshamingjan á að koma innan frá okkur sjálfum. Við eigum að sækjast eftir að finna innri frið og hamingju. Við þurfum að læra að elska okkur sjálf eins og við erum og vera ánægð og hamingjusöm með það sem við höfum. Ef við finnum þennan frið og hamingju kemur hitt á eftir. Þá eignumst við meiri peninga, fleiri vini, fáum skemmtilegri vinnu, verðum ástfangin og heilbrigð og svo framvegis. Það getur verið erfitt að komast úr þessum vítahring sem við erum í. En það er hægt. Við skulum bara vera ákveðin í að það takist, þá gerist það líka.
Aðalmálið er að vera jákvæð og bjartsýn. Við skulum lifa í núinu. Læra að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Og þá er ég að tala um það sem við höfum í kringum okkur. Læra að taka eftir og njóta smáatriðanna. Það er svo mikið jákvætt í kringum okkur. Það er bara að opna augun og sjá þetta. Það er t.d. yndislegt að ganga um í náttúrunni og velta fyrir sér því sem við sjáum í kringum okkur. Taka upp blóm eða laufblað og finna hvað það ilmar yndislega. Eða gleðjast þegar barn brosir til okkur í kjörbúðinni. Það er gleði út um allt.
Ein aðferð til að ná innra fríði og ró, er að stunda jóga og hugleiðslu. Og það geta allir gert.
Annar tilgangur lífsins er að sál okkur læri og þroskist. Og við lærum að elska sjálfan okkur og vera ánægð með það sem við höfum, sem á ekki eftir að breytast og reynum því að breyta því sem við getum breytt til að vera ánægð með sjálfan okkur. Fara gætileg. Við höfum öll lifað oftar en einu sinni á jörðinni. Við höfum komið til þessa lífs í einhverjum sérstökum tilgangi. Það er bæði til að þroskast í sálinni á einhverju sérstöku sviði, en líka til að aðrir í kringum okkur muni þroskast. Stundum lífum við mjög stuttu eða erfiðu lífi. Allir sem eiga eða hafa átt fatlað eða langtímaveikt barn eða hafa átt barn sem hefur dáið, vita að þetta er erfið en líka lærdómsrík reynsla. Við lærum mest af því sem við upplifum sem eitthvað neikvætt.
Það sem við höfum upplifað í fyrra lífi er geymt djúpt í sálu okkar. Það er hægt að upplifa stundir úr fyrra lífi í gegnum dáleiðslu, í hugleiðslu, í draumum og í gegnum sálfarir. Það er líka hægt að fá vitneskju um fyrra líf í gegnum miðla. Maður getur meðhöndlað fólk vegna ýmissa vandamála með því að láta það upplífa og fara í gegnum tiltekin atriði úr fyrra lífi.
Það eru til margar bækur og greinar um fyrra líf og um tímann milli lífa á jörðinni. Þessar frásagnir eru allar mjög svipaðar og þar er sjaldan nokkuð sem stangast á.