Þá er fyrst einn sögumaður sem stjórnar öllu. Allir hinir “sofna”, loka augunum og mega ekki horfa. Þá pikkar sögumaðurinn í bakið á öllum, eitt fyrir venjulegan borgara, tvö fyrir morðingja, þrjú fyrir löggu og fjögur fyrir lækni (má svosem vera í annarri röð, bara meðan allir muna hvað er hvað). Það mega vera 2 eða jafnvel 3 morðingjar, bara eftir fjölda. Mega líka vera fleiri læknar og löggur, sérstaklega ef það eru 3 morðingjar. En þá þurfa margir að vera að spila. Svo eru nokkrar...