Ég man vel eftir Snúð og Snældu :) En uppáhaldið mitt þegar ég var lítil, og eina sem ég vildi lesa, voru Astrid Lindgren bækurnar. Elsku Míó minn var í sérstöku uppáhaldi. Ég las þessar bækur nokkrum sinnum þegar ég var lítil, og svo aftur þegar ég varð eldri. Það er svo fyndið hvað maður skynjar þetta allt öðruvísi þegar maður er eldri. Svo um daginn fann ég á bókasafninu Bróðir minn Ljónshjarta á sænsku (frummálinu) og þar sem ég fæddist í Svíþjóð og stefni á að læra sænsku, byrjaði ég að...