Nei, ég var að meina að foreldrar ættu ekki að þurfa að múta börnunum sínum til að þau fái góðar einkunnir … Ég þekki eina stelpu sem reyndi alltaf að fá hæst í öllu og varð mjög pirruð ef hún fékk 7 (hún var bara venjulega gáfuð, eins og flestir sem fá oft 7 …) af því foreldrar hennar urðu svo reiðir ef hún fékk lágt. Hún fékk líka fullt af drasli þegar hún fékk háar einkunnir, og hún þurfti alltaf að vera að læra á fullu til að ná því. Þetta varð til þess að fólki líkaði ekki vel við hana...