Þú ættir að prófa það. Ég hlusta stundum á lag í headphones og útiloka allt annað, hlusta bara nákvæmlega á gítarinn, hvern einasta tón og hvert einasta svona ískur þegar puttarnir renna eftir strengjunum. Svo set ég aftur á lagið og hlusta á hvert einasta hljóð sem söngvarinn syngur, hvar hann andar og öll smáatriði sem hann gerir. Ég geri þetta kannski með öll hljóðfærin. Maður heyrir fullt af skemmtilegum smáatriðum þegar maður gerir þetta, sem mér finnst persónulega miklu skemmtilegra en...