Já, ég er semsagt að æfa frjálsar og er að lyfta 2* í viku og hlaupaæfingar 4* í viku, eða reyni það…

Það sem gerist þegar að ég er að lyfta stundum eða reyndar hef ég bara tekið eftir þessu þegar að ég er að gera clean, þá fæ ég stundum svona smá suð í hausinn og svo verð ég hrikalega ringlaður og sé alltíeinu bara allt óskýrt en píni mig til að klára. Þetta gerist aðallega þegar að ég er að maxa mig og þannig en ég er orðinn smá hræddur um að það eigi eftir að líða yfir mig á æfingu einhverntíman meðan að ég lyfti og þá gæti ég fengið stöngina yfir mig sem er eitthvað sem mér langar ekki til að prófa…

Veit einhver hvað þetta gæti verið? Reyndar er ég líka í vandræðum, ég held að ég sé með of háan blóðþrýsting, allaveganna er ég geðveikt oft stressaður eða þannig þótt ég sé ekkert stressaður. Fæ bara þessa tilfinningu (erfitt að anda og þannig.)