Ég á nokkuð góða þverflautu, Jupiter 911, vel með farna, búin að fara í “viðgerð” (skoðun og smá stillingu) og bara eins árs. Þetta er svona flauta sem kennarar mæla með að maður kaupi sér þegar maður er lengra komin. (Kostar 96.000 ný) Ég var að pæla hvort það er erfitt að selja svona og hvar ég myndi gera það. Ég er nefnilega að pæla í að prófa nýja og ef mér líkar vel við hana langar mig að kaupa því kennarinn minn hefur góð sambönd og getur reddað mér mjög vönduðum blásturshljóðfærum (woodwinds) á lægra verði. Ég er bara ekki viss hvernig væri hægt að selja hina því ég þekki ekki neina lengra komna þverflautuleikara sem eiga ekki flautu …

Haldið þið að það sé erfitt að selja svona hljóðfæri? Þótt þetta sé ekki algengasta hljóðfærið …



Ég vil líka hvetja hljóðfæraleikara hérna sem eru ekki á algengustu hljóðfærin að vera virkari og tala meira um sín hljóðfæri, það var einhver að kvarta um daginn yfir því að það væri engin umræða um þetta hérna. Ég veit að þið eruð hérna svo endilega sendið eitthvað inn! (þótt það sé ekki nema smá korkur um ekki neitt)