Notandi bað mig um að senda inn grein fyrir sig nafnlaust. Hér er sú grein:




Asnaleg spurning: Þegar maður er nokkrum árum yfir tvítugt, er þá of seint að finna sér vin sem er manni allt í öllu og gerir allt fyrir mann? (Og öfugt auðvitað). Ég veit, asnaleg spurning. Ég er bara svolítið paranoid í sambandi við þetta. Ég er orðin svo hrædd um það þó ég sé auðvitað ennþá ung og maður eignast vini á ýmsum aldri. Ég hef bara svo mikla þörf fyrir því að eiga góða vinkonu, ég er svo einmana og er búin að vera það undanfarna mánuði, ekki gaman. Málið er að ég á fáa vini (sumir þeirra eru ekki vinir í raun, trust me ég er ekki að með vanþakklætisstæla) og veit ekki hvernig maður eignast nýja vini, er komin úr æfingu… Og ég öfunda svo þá sem eiga þéttan hóp af nánum vinum sem gleðjast og syrgjast með manni. Mér sárnar líka svo að vinir mínir tala ekki mikið við mig að fyrra bragði, ég þarf oftast að gera það… Mér finnst að þetta eigi að vera gagnkvæmt. Samt tel ég mig vera góða vinkonu og ég er alls ekki leiðinleg, eða ég vona ekki :P Þannig að ég er ekki alveg að skilja þetta. En ég er reyndar sjálf frekar þrjósk eða vantar frumkvæðið stundum í að hringja en samt…:S Hef reyndar mikið pælt í því undanfarið hvort ég eigi að vera smá „pain“, bara ágeng í að hafa samband við vini mína sem ég vil hafa meira samband við. Ég er bara svo feimin, óörugg og allt það sem því fylgir. Ég á reyndar kærasta og hann er mér allt en það er ekki nóg án þess að ég vilji hljóma vanþakklát. Ég þarf líka að eiga góðan vinkvennahóp, þið hljótið að skilja mig með það. Hvað er maður eiginlega án vina? Kærastinn minn er líka orðinn leiður á því hvað ég er alltaf að væla með þennan vinaskort og einmanaleikann þannig að ég ákvað að prófa að tjá mig hér þar sem að ég veit ekki um marga sem ég þekki sem ég get talað við um þetta.

Ég er reyndar í skóla, vinnu og ég æfi dans og fótbolta einu sinni í viku og ég hef reynt að komast aðeins úr skelinni þar en lítið sem ekkert gengur. Það gengur sæmilega í vinnunni (mætti samt alveg ganga betur) en það gengur ekki eins vel í hinu, ég hef sérstaklega átt slæma daga í skólanum út af þessu. Finnst flestir aðrir samt vera að ná saman þar.

Ein besta vinkona mín er í skóla úti á landi og ég hitti hana sjaldan vegna þess. Hún er líka farin að eignast fleiri vini í skólanum og þá er ég víst úti í kuldanum.

Einn galli við mig er líka sá að ég er frekar afbrýðisöm þegar kemur að vinum, t.d. eru æskuvinkona mín og vinkona mín úr menntaskóla allt í einu orðnar mjög góðar vinkonur því þær eru saman í skóla og ég er eiginlega ekki að fíla það,fór í afmæli til annarrar þeirra um daginn og þær töluðu bara saman um skólann og fleira, frekar skrýtið…:( Já, við skulum bara hringja á vælubílinn núna, I know :)

Ég er orðin svo leið á því að vera svona leið yfir þessu! Ég veit að þessi grein er væl í mér en ég vildi bara fá smá útrás og kannski fá hugmyndir hjá ykkur um hvað ég geti gert til að laga þetta vandamál.

Hjálp! :(