Já eins og flestir eru búnir að heyra hefur keppninni verið frestað til 18 apríl, en hún átti að vera frá 3-5 apríl. Finnst þetta voðalega kjánalegt af þeim sem halda þessa keppni að láta fólk vita fyrst af þessu núna þar sem flestir eru búnir að redda gistingu og jafnvel búnir að borga fyrir hana. T.d. sigurvegarinn úr mínum skóla var búinn að plana þetta nokkuð vel og var alveg laus þann 3.apríl en hann er svo bara að fara til útlanda þann 18. þannig við fáum ekkert að senda þann sem vann hjá okkur. Erum t.d. nokkrir félagar búnir að fá okkur bústað í smá fjarlægð frá Akureyri og búnir að borga staðfestingargjald og fáum það ekkert enduborgað. Erum félagarnir að spá í að fara bara samt fyrstu helgina í apríl ( þá helgi sem keppnin átti að vera ) og skemmta okkur en erum svolítið hræddir um að við verðum heldur “einir” þar :P Þess vegna er ég að skrifa þessa grein og fá aðeins að vita hvað fólk ætli að gera.