Ég er ekki vön að kvarta yfir stafsetningu, en … þetta var óskiljanlegt! Ég veit að það er mest innsláttarvillur og þannig en það ætti nú ekki að vera erfitt að leiðrétta þær á meðan þú skrifar svo fólk taki allavega mark á þér. Og svona gelgjuorðalag fær alltaf skítkast. Annars verð ég að segja að þessi kennari er hálfviti. En samt er algjör óþarfi að vera með kjaft við kennara, sama hvort þeir eru leiðinlegir eða ekki, það hefur bara engan tilgang (nema fá skammir frá þeim)