Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Besti Humarinn í bænum

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þú ferð ekkert í bæinn og færð þér humar, þú ferð í Humarbæinn Höfn og færð þér humar á Humarhöfninni! :) Srsly, farðu á Humarhátíð á Höfn ef þú vilt feitan humar, bærinn er frægur fyrir að hafa borðað humar í hádegismat síðustu öldina.

Re: Tónlistarmannaleikurinn

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Syd Barrett

Re: Vinnur í sumar

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Neih, í alvöru? Smyrlabjörg í Suðursveit?

Re: Vinnur í sumar

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Flestir sem ég þekki eru annað hvort í vandræðum eða halda vinnunni frá því síðasta sumar. Meira að segja úti á landi þar sem ástandið er aðeins betra, fæstir að fara í nýja vinnu allavega. Ég er sjálf eiginlega bara að bíða. Ég hef svosem alveg vísa vinnu á sama stað og síðasta sumar, en þar sem ég er byrjuð í háskóla og ætti að komast í betri vinnu heldur en 16 ára krakkarnir, þá langar mig að vera pínu picky og vinna við eitthvað almennilegt.

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég var einmitt búin að vera að pæla í að reyna að hringja í þessi fyrirtæki þar sem ég sótti um. Er einmitt hvorki búin að fá nei né já frá neinum, bara svar fyrir löngu síðan um að þau ætluðu flest að ráða í stöður í febrúar (right …)

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Takk samt :)

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Úti á landi? Ég get alveg fengið vinnu á fleiri en einum stað úti á landi. Minnsta mál að fá vinnu við afgreiðslu eða eitthvað … En eftir nokkuð mörg ár af því sama langar mig að vera pínu picky, annars verð ég geðveik í sumar :P

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Næs! Rakst einmitt á þetta í Færeyjum líka. En vá, að það sé núna erfitt að fá vinnu í Skinney … Ég er sko búin að leita að vinnu bæði fyrir austan og sunnan og ekkert virðist vera laust …

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er búin að tékka á vinnumiðluninni. Ég held að það séu kannski tvö störf auglýst þar sem voru sett inn fyrir 2 árum … Þetta er semsagt frekar dauð síða.

Re: HAMBORGARI!

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég held að enginn hamborgari jafnist á við pizzu frá Eldsmiðjunni … Mmmmmmmm :) Þótt ég hafi nú smakkað ansi góða hamborgara!

Re: Vinna

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, þau voru með “sumardag” á háskólatorgi. Það var samt bara um atvinnu í útlöndum í sumar. Er farin að halda að það sé eina í boði … Þegar ég byrjaði í háskólanum í haust var ég alltaf að fá póst um vinnu í boði (á [hi-nem] listann). Með haustinu fóru þær að deyja út og ég held að ég hafi ekki fengið einn einasta á þessari önn. Held að maður þurfi að hafa meira fyrir því að fá vinnu núna … Bætt við 30. mars 2009 - 02:43 Vona með þér að þú haldir vinnunni, þetta er ekki auðvelt. Ég væri að...

Re: Heimurinn er frábær.

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Satt, heimurinn er æði :)

Re: Heimskt og pirrandi fólk á msn!,.

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ah skil … Samt spes :) Hef aldrei séð þetta áðu

Re: Heimskt og pirrandi fólk á msn!,.

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hvað kemur OCD málinu við?

Re: Heimskt og pirrandi fólk á msn!,.

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er ekki að nöldra, bara pæla … Hvaða merkingu hefur ,. á eftir setningu? Af hverju seturðu , og . ?

Re: Hafiði lesið...

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, einmitt það sem ég ætlaði að benda þér á en nennti ekki að finna :P Ég byrjaði líka á að skoða þetta

Re: Hafiði lesið...

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er ástæða fyrir að fólk talar yfirleitt ekki einu sinni um Discworld á íslensku. Held að það sé ekki hægt að þýða þessar bækur almennilega. Fyrir utan að fyrsta bókin er ekkert frábær …

Re: Hafiði lesið...

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Discworld eru svo þess virði. Ekki samt endilega lesa eina og svo hafna afgangnum af því þú fílar hana ekki. Tékkaðu á hvernig þetta virkar og finndu þér þína “línu”. Ég er t.d. núna búin að vera að lesa The Wee Free Men og bækurnar sem tengjast henni og mér finnst þær æði! Með vinsælli eru líka bækurnar um Death (skilst mér, allavega flestir sem fíla þær). Mæli þá með að lesa Mort fyrst. Svo eru sumar ekkert það sérstakar (en samt fínar bækur). T.d. fíla ég ekki fyrstu bókina, The color of...

Re: stafir

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Margt sem fer meira í taugarnar á mér … Reyndar fer í taugarnar á mér þegar fólk sem er með íslenskt lyklaborð notar ekki íslenska stafi því það nennir því ekki. Það er sem betur fer að deyja út (en ég man þegar fólk gerði þetta!). En hinsvegar þegar fólk er í útlöndum hefur það ekkert alltaf val á að vera að breyta stillingunum bara til að tala í smá stund á msn eða eitthvað.

Re: Maarud Sourcream and Onion farið?

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, ég var einmitt að reyna að muna þessa sögu en eina sem mér datt í hug var Narcissus sagan. Það eru reyndar margar útgáfur … Ein segir að hann hafi orðið svo ástfanginn af spegilmynd sinni að hann vildi ekki gára vatnið, önnur að hann hafi bara gleymt að drekka. Eiginlega flottasta útgáfan er að hann hafi séð spegilmynd sína í vatninu og áttað sig á því að hann gæti aldrei fengið að elska þessa manneskju. Þess vegna ákvað hann að enda líf sitt og stakk sig í hjartað og upp frá blóði hanns...

Re: Talning

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Haha, áts :) Enda ansi virkur allavega á sínum tíma …

Re: Talning

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
25 * (635 + 3) = 15 950 Fyrsti póstur 23. mars 2003

Re: Jocks!

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já Var reyndar lítið um svona í mínum menntaskóla. Samt allt annað að koma í háskóla …

Re: %:$#:&"@

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jú, mér finnst þetta sjúkt. Finnst líka sjúkt hvað barnaland er vinsæl síða á barnaperraspjallborðum … Heimurinn er sjúkur …

Re: óhollar olíur

í Heilsa fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Getur gúglað fatty acids og lesið um mettaðar, ómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur. Venjulega talað um að fjölómettaðar séu hollastar. Bætt við 26. mars 2009 - 16:49 Mettaðar = Saturated Ómettaðar = Unsaturated Fjölómettaðar = Polyunsaturated (og svo trans fitusýrur og omega 3)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok