Flestir sem ég þekki eru annað hvort í vandræðum eða halda vinnunni frá því síðasta sumar. Meira að segja úti á landi þar sem ástandið er aðeins betra, fæstir að fara í nýja vinnu allavega. Ég er sjálf eiginlega bara að bíða. Ég hef svosem alveg vísa vinnu á sama stað og síðasta sumar, en þar sem ég er byrjuð í háskóla og ætti að komast í betri vinnu heldur en 16 ára krakkarnir, þá langar mig að vera pínu picky og vinna við eitthvað almennilegt.