Ég veit að það er erfitt að finna vinnu og þið vitið örugglega ekki meira en ég, en það sakar ekki að spyrja …

Ég er semsagt stúdent, búin með eitt ár í efnafræði og er að leita mér að vinnu fyrir sumar og vonandi næsta vetur. Nánast hvað sem er. Langar minnst af öllu að afgreiða eða þrífa hótel, búin að fá nóg af því (og veit um staði þar sem ég get gert það ef ég finn ekkert annað).

Megið líka nefna, ef ykkur dettur eitthvað í hug, fyrirtæki þar sem er unnið með efnafræði. Öll svona rannsóknar, lífvísinda, matvæla, framleiðislufyrirtæki … Einhverjar hugmyndir?

Annars er ég búin að sækja um á fullt af stöðum. Er ég eina sem er farin að verða svartsýn á vinnu á næstunni?