Efnafræði er ekkert mál. Þú ert greinilega eins og ég, átt auðveldara með að læra það sem maður þarf að skilja heldur en það sem maður þarf að muna. Ef þið eigið bara erfðafræði eftir hefurðu alveg nægan tíma til að pæla í stjörnufræði, líffræði og efnafræði eftir jól. Ef þú fylgist með og færð ekki eitthvað stresskast í prófinu ættirðu að fá 8,5 - 9, sem er bara mjög góð einkunn. Nema það sé búið að eyðileggja þessi próf alveg (þau geta verið svo ósanngjörn) Gangi þér vel ;)