Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: saddam hengdur í fréttum (hetja)

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Nei, mér finnst þetta bara svo ógeðsleg aðferð til að taka fólk af lífi.

Re: saddam hengdur í fréttum (hetja)

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Mér finnst bara svo ógeðslegt að hengja mann í dag. Mér finnst að það hefði yfirleitt ekkert átt að taka hann af lífi. Hann hefði haft gott af því að sitja í fangelsi allt sitt líf fyrir það sem hann gerði, en mér finnst rangt að drepa fólk fyrir það.

Re: saddam hengdur í fréttum (hetja)

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég held að þú myndir ekki vilja drepa mann. Sama þótt þú sért eitthvað hard-core er ekki gaman að tengjast einhverju svona. Fólk er að fá lífshættuleg sjokk bara af því að koma að slysi eða eitthvað álíka.

Re: Klára hringveginn?

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það fer nú þegar svo mikill peningur á hverju ári í viðgerðir, af hverju ekki bara nota þá í göng? Endilega skráðu þig á síðunni sem ég gaf upp (með myndunum)

Re: Heimska, heimska og ekkert nema heimska!

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Er það ekki bara “You're welcome”, “Takk sömuleiðis”, “Verði þér að góðu” eða eitthvað þannig?

Re: Hvenær ...

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Byrjar FAS ekki 4.?

Re: Led Zepplin

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég veit ekki alveg. Ég hlusta á svo margt að ég verð eiginlega aldrei þreytt á einhverju einu … Nema ég fái algjörlega æði fyrir ákveðnu lagi :P Ég byrja kannski að hlusta á einhvern blús-tónlistamann, svo fatta ég allt í einu hvað einhver jazz-tónlistamaður er góður en daginn eftir langar mig allt í einu bara að hlusta á Pink Floyd :P

Re: kvikmynd um Freddie Mercury..

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hann minnir mig alltaf svo á Freddie í Rocky Horror :P Fyrir utan klæðskiptingataktana auðvitað ;) En nú er hann gamall og feitur :(

Re: Klára hringveginn?

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Almannaskarðið var samt eiginlega skárra heldur en skriðurnar. Miklu sjaldnar sem var einhver veruleg hætta þarna og ég hef meira að segja keyrt upp og niður (ekki mikið mál). Ég kannast eiginlega ekkert við Breiðdalsheiði, enda keyrir ekki nokkur maður þá leið ef hann kemst öxi eða firðina …

Re: Led Zepplin

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Oh, já … Það besta sem hefur verið skapað í þessum heimi! Fyrir utan kannski Pink Floyd :P

Re: kvikmynd um Freddie Mercury..

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hann hermdi eftir Keith Richards :P (Jach Sparrow í Pirates of the Carribean)

Re: kvikmynd um Freddie Mercury..

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er einn maður sem væri bestur sem Freddie Mercury … Fyrir 20 árum :/ Það er Tim Curry sem lék Frank-N-Furter í Rocky Horror. Hann væri svo góður Freddie Mercury! Ef hann væri ekki farinn að eldast :/ Annars er Johnny Depp örugglega bestur í dag :)

Re: Led Zepplin

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Því miður skil ég ekki þetta með að einn tónlistamaður sé betri en annar. Ef þú t.d. segir að Leoncie sé betri en Freddie Mercury verð ég fúl en ef þú ert að bera saman tvo góða tónlistamenn er það bara rugl. Það er oft ekki hægt að bera tónlistamenn saman því þeir eru mismunandi.

Re: Djöfull er ég gáfaður :O

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hún heitir The Wall og þú getur örugglega fundið hana í einhverjum svona geisladiskabúðum …

Re: Djöfull er ég gáfaður :O

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Haha :D Til hamingju!

Re: Led Zepplin

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er af því fólk hefur mismunandi smekk. Ég fíla blús, þess vegna fíla ég fyrstu plötu Led Zeppelin og svo hlusta ég á fullt af tónlistmaönnum sem þér finnst örugglega hundleiðinlegir. Ég sé hinsvegar ekkert skemmtilegt við rapp en það er ekkert ofmetið, það er bara annað fólk sem fílar það. Fattarðu hvað ég meina?

Re: Led Zepplin

í Gullöldin fyrir 18 árum, 8 mánuðum
You Shook Me. Fyrsta lagið sem ég “heyrði” með þeim (hafði oft heyrt lög með þeim án þess að hlusta) Svo er Black Mountain Side í uppáhaldi og bara mestöll fyrsta platan þeirra. Bætt við 31. desember 2006 - 14:23 Semsagt, You Shook Me fékk mig til að kynna mér þá aðeins og ég var gjörsamlega ástfangin af þessu lagi í langan tíma.

Re: Ofnæmi

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvað með að fara niður á sjúkrahús núna og reyna að sleppa fyrir kvöldið? Örugglega betra en að vera að drepast á gamlárskvöld … Annars hef ég ekkert vit á svona. Ég er með ofnæmi fyrir einum hlut, gæsadún, og eina sem gerist er að ef ég sef með dúnsæng verður nefið á mér stíflað … Ekki mjög alvarlegt :P

Re: Áramót, hvað er málið?

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ákveðinn kafli í þessu hjá þér minnir mig óhugnanlega mikið á mig :O Vinkona mín í næsta húsi er að fara til Akureyrar um áramótin :/ Við höfum venjulega verið þrjár fjölskyldur að halda upp á þetta saman (fjölskyldur bestu vinkvenna minna) en núna vantar eina fjölskylduna og einn í vinkonuhópinn :(

Re: Klára hringveginn?

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Maðurinn fékk allavega hjartaáfall. Það sem þú segir er kannski ástæðan fyrir að bíllinn fór útaf samt …

Re: Heimska, heimska og ekkert nema heimska!

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Og takk :) Svo var alltaf svarað: “Moli” þegar maður sagði takk :)

Re: Heimska, heimska og ekkert nema heimska!

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Dobar dan Jagoda sladoled Hvala Þetta er um það bil orðaforðinn minn í króatísku eftir 14 daga frí þar :) Eins og sést borðaði ég ís þar ^^ (kann líka fleiri ístegundir en kann ekki að skrifa það)

Re: Heimska, heimska og ekkert nema heimska!

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Strákur sem ég kannast við er 18-19 ára og lítur hræðilega út (ör á hálfu andlitinu) af því hann var að fikta þegar hann var krakki. Það er ennþá verið að laga andlitið á honum útaf þessu og það er líka eitthvað ónýt hendin á honum.

Re: Könnun!

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það eru margir krakkar sem borga heim bæði til að hjálpa foreldrum sínum og líka til að vera aðeins sjálfstæðari. En það eru oftast eldri krakkar en þú ert.

Re: Hvernig?

í Tungumál fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ef fólk kann ekkert tungumál býr það sér örugglega til svona eiginlega tungumál. Svo hugsar maður í myndum. Þú hugsar örugglega aldrei í orðum nema þú sért að hugsa orð, samtöl eða eitthvað þannig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok