Er ég sú eina sem finnst áramótin vera ekkert merkileg?

Ég veit ekki, en ég er mjög pirruð í dag. Það eru allir að fara að djamma eða með einhvað quality time með fjölskyldu og vinum í partíi eða veislum. Horfa á flugelda o.sv.fr. Blindafyllerí og glimmer og gaman. Mig langar á Pál Óskar!! Mig langar til að klæða mig í glimmer og gull eins og alltaf er verið að tala um í blöðunum. Kampavín!

Ég hef aldrei upplifað mín áramót þannig. Oftast hef ég bara verið í rólegheitum með fjölskyldunni útí sveit þegar ég var lítil þar á sínum tíma. Alltaf stór brenna saman með sveitungum. En svo fór alltaf að verða skafrenningur á gamlárskvöld og ekkert gaman. Svo hafa áramótin bara verið downhill.. í fyrra þá var ég í Noregi með mömmu og litla bróður mínum, og við vorum hjá vinkonu mömmu og á meðan þau fóru út að horfa á einhverja afturkreistingslega flugelda úti, þá lá ég inní sófa að horfa á sjónvarpið þegar klukkan varð 12.

Nýtt ár? Pfff.

Svo núna..djíí! Bara ég og mamma. Yay. Ég myndi þrengja mig upp á vinkonu mína í næsta húsi en þau ætla að horfa á flugeldana á Akureyri með glænýja ferðasjónvarpið sitt til að horfa á skaupið. En ég gæti samt alltaf brotist inn hjá þeim og rótað til þar.

Og ég held ég hafi ekki séð heilt áramótaskaup í mörg ár.

Allavega. Ég er mjög vonlaus í dag og pirruð og æiii.. Mér er fkn sama um nýtt ár. Þarf ekkert að halda upp á það.

En ég gæti líka drukkið mig dauða af 90% spíranum hennar mömmu.

Óska ykkur ekki gleðilegs ný árs
~ Orkamjás