Umferð er mikið í umræðunni nú á dögum. Allir vilja meira umferðaröryggi og bætta vegi.

Það er samt eitt sem ég heyri aldrei um. Það er litli vegaspottinn einhversstaðar milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði sem er örugglega einn af fáum hlutum af hringveginum sem er ófær hálfan veturinn - Þvottárskriður.

Ástæðan er eflaust að það eru ekki margir sem fara þarna á milli. Ekki er mikið samband milli Hornafjarðar og Austfjarða. Þetta svæði er frekar afskekkt ef maður pælir í því. Hornfirðingar keyra til Reykjavíkur en Austfirðingar annað hvort keyra til Akureyrar eða fljúga til Reykjavíkur. Þessi kafli er líka á milli kjördæma og það er eins og allir hundsi þetta vandamál.

En það eru nokkrir sem fá að líða fyrir þetta. Það er fólk sem þarf að ferðast á milli Hafnar og Egilsstaða eða Austfjarða vegna vinnu eða skóla. Nú er komin upp sú staða á Höfn að ódýrara er að keyra til Egilsstaða til að kaupa í matinn en kaupa hann heima.

Ég vil fá göng undir Lónsheiði til að sleppa við þennan kafla. Ekki nóg með það að hann sé ófær um vetur heldur er stanslaust grjóthrun þarna og ég og margir aðrir hafa lent í því að fá stóra hnullunga í bílinn (sjá meðfylgjandi link). Það vinna menn allt árið við að laga veginn.

Ég vil bara smá umræðu. Þótt margir hafi ekki keyrt þarna eða einu sinni heyrt um þetta, finnst ykkur samt ekki réttlátt að láta þetta ganga fyrir? Finnst ykkur ekki mikilvægara að klára hringveginn svo allir landsmenn komist að minnsta kosti heim til sín í staðin fyrir að fara í framkvæmdir á því sem var allavega nothæft fyrir?

Nokkrir menn hafa tekið þetta mál fyrir og má lesa um það hér:

http://www.fib.is/samstada/?id=20

Einnig er hægt að sjá margar fréttir á vefnum horn.is um skriðurnar.


Bætt við 21. desember 2006 - 21:03
Ég gleymdi að nefna að vegurinn er ekki bara í hættu vegna grjóthruns heldur er að hrynja úr veginum og fór hann einu sinni allur niður í sjó á stórum kafla. (sjá linkinn)

Svo vil ég taka það fram að ég gæti verið með einhverjar smá staðreyndavillur, þótt það ætti ekki að skipta miklu máli.