Mér finnst að kennararnir ættu að gera eitthvað í þessu. Útskýra fyrir krökkunum að hann sé bara svona og geti ekkert gert að því … Annars finnst mér krakkar orðnir svo grimmir í dag. Bara það að labba framhjá nokkrum í yngri bekkjum grunnskóla og heyra hvernig þau tala við hvort annað. Ég heyrði einmitt áðan eitthvað svona frá 11-12 ára krökkum (stelpum): “Ef þú kjaftar frá drep ég þig, þú mund lenda á sjúkrahúsi” :/ Mér er sama þótt þau meini þetta ekki, krakkar eiga ekki að tala svona …