Úr Íslenskri Galdrabók Þessi bók er talin vera skrifuð á 16. eða 17. öld, þó fyrir 1680. Hún er skrifuð af fjórum galdramönnum, þrem Íslendingum og einum Dana. Þetta er eina galdra bókin sem varðveist hefur sem inniheldur “svartagaldur” og galdra til þess að skaða aðra. Hún inniheldur þó einnig alskonar verndargaldra og galdra til þess að fæla frá sér neikvæðni. Hún er kölluð, einfaldlega, “Íslensk Galdrabók” og er hægt að sjá hana á safni í Svíþjóð. Ég hef ekki komist að því ennþá af hverju hún er ekki til sýnis hérlendis.

Þetta er ein besta heimild okkar um notkun galdrastafa og gamlar íslenskar galdraþulur.