Ég þekki alveg nokkra sem eru að taka á 3 árum. Það er samt svo erfitt ef maður er að taka kjörsvið eins og stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, því það þarf að taka svo mikið í röð. Ég fór í STÆ 103 á fyrstu önninni minni, NÁT 123 á annarri (undanfari er STÆ 103), EÐL 103 á þriðju (hefði í rauninni átt að taka hann eftir STÆ 303 en hann er bara í boði aðra hverja önn) og EFN 103 núna. Allir bestu nemendurnir sem taka þetta kjörsvið taka þetta svona og þannig er ekki hægt að klára kjörsviðið...