Vissi ekki alveg hvar ég átti að setja þetta en fannst þetta passa best hér.
En það er þannig að undanfarið hefur kjálkinn á mér verið í algjöru fokki. Alltaf brakar í honum þegar ég hreyfi hann og svo er eins og hann fari úr lið eða e-ð þannig, þannig að það verður vont að opna munninn svo ég get bara opnað pínu, varla nóg til þess að borða eitthvað sem þarf að tyggja.
En svo þegar ég galopna alveg munninn þá smellist svona í kjálkanum og þá er eins og hann hrökkvi í liðinn aftur. En svo þegar ég loka aftur munninum þá hrekkur hann aftur úr.
Svo oft þegar maður er að borða þá brakar og brestur í kjálkanum á manni og það ekki á þægilegan hátt. Talaði við tannlækninn minn í dag útaf þessu en hún sagðist ekki vita neitt en sagði mér að vera á mjúku fæði næstu daga til að athuga hvort þetta mundi skána en þar sem þetta hefur verið í sirka mánuð, alveg stanslaust aaalla daga, þá held ég að það gagni ekkert.
En er nokkur einhver sem hefur lent í slíku eða hefur hugmynd hvað ég ætti að gera til þess að laga þetta?