Þú getur líka prófað að skamma hann þegar hann pissar inni. Gamalt ráð segir að maður eigi að dýfa trýninu ofan í, en það er alveg nóg að sýna þeim það bara. Svo er gott að kenna honum að ákveðið orð tengist því að fara út, t.d. segja alltaf pissa þegar hann pissar eða skítur (betra að hafa eitt orð yfir bæði). Allavega þekki ég hund sem lætur vita þannig að eigandinn spyr hvort hann þurfi að pissa og þá sýnir hann að hann þarf að fara út.